Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Side 18
ft S ^oo m
HtílKJCloÓí.
Auk Ijósanna, sem sýnd eru ú myndinni, skulu skipin búin venjulegum siglingaljósum.
Merkjaljósum fiskiskipa breytt 1. september
Hinn 1. september næstkom-
andi taka nýjar alþjóðasiglinga-
reglur gildi, en í þeim er gert ráð
fyrir allverulegum breytingum á
ljósbúnaði fiskiskipa.
Skip, sem eru að togveiðum,
skulu hafa 2 ljós þráðbeint upp
af öðru með ekki minna en 4 feta
og ekki meira en 12 feta milli-
bili. Efra ljósið skal vera grænt
og neðra ljósið hvítt og skulu þau
sjást, hvaðan sem litið er. Neðra
ljósið skal vera það miklu ofar
en hliðarljósin sem nemur tvö-
földu millibili lóðréttu ljósanna.
Á skipum, sem eru að fiskveið-
um öðrum en togveiðum skal ljós-
búnaður vera hinn sami, að öðru
leyti en því, að efra ljósið skal
vera rautt.
Ef skipin eru styttri en 40 fet
má bilið milli ljósanna vera 3 fet.
Ljós þessi skulu sjást 2 sjómílur
álengdar að minnsta kosti. Þegar
veiðarfæri þessara síðarnefndu
skipa ná lengra en 500 fet út frá
þeim í lóðrétta stefnu, skulu þau
að auki hafa hvítt hringljós
minnst 6 fet og mest 20 fet lá-
rétt út frá lóðréttu ljósunum, í
þá átt, sem veiðarfærið er.
Á daginn skulu skip að fisk-
veiðum gefa starf sitt til kynna
með því að sýna, þar sem bezt
verður séð, svarta bendingamynd
gerða úr tveim keilum, hvorri upp
af annarri og þannig að oddarn-
ir snúi saman og sé grunnflötur
þeirra 2 fet að þvermáli að
minnsta kosti. Séu skipin styttri
en 65 fet mega þau hafa körfu
í stað þessarar bendingamyndar.
Ef veiðarfæri skipanna ná lengra
en 500 fet út frá þeim í lárétta
stefnu, skulu þau að auki hafa
svarta keilu með mjóa endann
upp í þá átt, sem veiðarfærið er.
Atygli manna skal vakin á því
að Ijós þessi má ekki sýna fyrr
en 1. september og ljósin sam-
kvæmt siglingareglunum frá 1948
má ekki sýna eftir 1. september
næstkomandi.
Nýju siglingareglurnar eru nú í
prentun og vænta má, að þær
komi út það tímanlega, að mönn-
um gefist kostur á að kynna sér
þær fyrir gildistöku þeirra. 1
þeim eru ýmsar aðrar breyting-
ar en þær, sem að ofan getur.
Þessi mynd sýnir hvernig
má koma fiskveiSaljósunum
fyrir. Gceta skal, aS einungis
verSi notaSar viSurkenndar
rafleiSslur viS uppselningu
Ijósanna.
188
VlKINGUR