Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Side 21
— Hvaðan kemur stormurinn og 6-
veðrið, óli litli, spurði kennarinn.
— Úr henni ömmu, svaraði Óli hik-
laust.
— Hvað meinarðu, strákur?
— Jú, í hvert skipti sem veður
versnar, segir amma mín að það hafi
legið í sér í marga daga.
*
Samúel bóndi keypti sér líftrygg-
ingu og greiddi skilvískga af henni í
mörg ár.
Svo hætti vátryggingarfélagið að fá
greiðsluna eitt vorið og þegar það
sendi áminningarbréf, fékk það svo-
hljóðandi svarbréf:
— Ég undirrituð ekkja Samúels
heitins Jóelssonar tilkynni yður hér-
með að hann andaðist fyrir tveimur
mánuðum og vegna þess að ég er fá-
tæk manneskja, verð ég því miður að
segja upp líftryggingu hans.
Virðingarfyllst,
etS7rr"~'---rr
Bjarghildur Björnsdóttir.
*
Fyrirlesarinn talaði um drykkju-
venjur meðal dýra:
— Ef ég nú set tvö drykkjar-
ílát fyrir asna, annað fyllt með vatni,
en hitt með bjór. Úr hvoru ílátinu
haldið þið að hann myndi drekka?
— Úr vatnsílátinu, svaraði rödd í
salnum.
— Og hversvegna, spurði ræðumað-
ur. — Af því að það er asni, svaraði
röddin.
ílTM öppic»r|
Ertu giftur? Nei, en ég kann að hlýða
samt.
Þcer vilja vera sœtar.
Frívaktin
Nútímaæska
Faðirinn spyr son sinn, sem er
sjö ára:
Jæja, drengur minn, hvað lang-
ar þig til að fá í afmælisgjöf ?
Mig langar til að fá alvöru-
skammbyssu.
Ertu alveg genginn af vitinu,
drengur.
Nei, mig langar til að fá al-
vöru-skammbyssu.
Hættu þessu, drengur. Það er
ég sem ræð hér í fjölskyldunni.
Já — en ef ég fengi alvöru-
skammbyssu . . .
*
(Presturinn í ræðulok: — Og íhugið
það, börnin mín, að engin af ykkur
er of vondur til að sækja messu hjá
mér, — Og engin af ykkur er heldur
of góður til þess að koma til kirkju.