Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Page 23
„Höjrungur“ 9,09 tonn.
SmíðaSur í Danmörku 1908.
„Happafell“ 13,00 tonn.
Smíðað í Svíþjóð 1911.
,JSojfía“ 12,92 tonn.
Smiðuð í Noregi.
Kári Sigurðsson, Presthúsum,
var fæddur að Selshjáleigu í
Landeyjum 12. júlí 1880, foreldr-
ar Sigurður Þorbjarnarson bóndi
og formaður og Guðrun Jónsdótt-
ir. — Kári fór með foreldr-
um sínum til Kirkjulandshjá-
leigu, og þar missti hann föður
sinn, þá 13 ára gamall, er Sig-
urður fórst ásamt allri áhöfn við
Landeyjarsand. Kári byrjaði
ungur sjómennsku við Landeyja-
sand sem háseti og formaður,
einnig var Kári formaður við
Eyjafjallasand og var einn bezti
sandaformaður. — Jafnhliða reri
Kári frá Vestm. á vetrum, fyrst
á opnum bátum, síðan á vélbát-
um. Kári fluttist til Vestm. 1912
og var þá háseti á m/b „Björg-
vin“, hjá Bernódusi bróður sín-
um. Formennsku byrjaði Kári á
m/b „Heklu“ 1914, og hefur for-
mennsku á henni til 1918. Eftir
það er hann með eftirtalda báta
„Hauk,“ „Kap,“ „Marz“ og
„Höfrung“ allt til 1925, en Kári
lézt það sama ár.
VÍKINGUR
Þorbjörn Guðjónsson, Kirkju-
bæ, er fæddur að Moshvoli í Hvol-
hreppi, Rangárvallasýslu, 6. októ-
ber árið 1891. Foreldrar: Guðjón
Einarsson bóndi og Salvör Sig-
urðardóttir, hjá þeim ólst hann
upp. Þorbjörn byrjaði ungur sjó-
mennsku, fór til Vestmannaeyja
árið 1912 og var sjómaður á m/b
„Víking“ og síðan á m/b „Björg-
vin“. Formennsku byrjaði Þor-
björn árið 1917 á m/b „Happa-
sæl“ og keypti hluta í þeim báti,
var margar vetrarvertíðir for-
maður á honum. Einnig var Þor-
björn formaður á m/b „Marz“ og
hætti þá formennsku, en stundaði
útgerð í mörg ár jafnhliða land-
búnaði á einni Kirkjubæjarjörð-
inni, Þorbjörn er langstærsti
jarðabótamaður í Vestmannaeyj-
um. Einnig hefur hann tekið mik-
inn þátt í opinberum málum, og
hefur átt sæti í bæjarstjórn Vest-
mannaeyja. Þorbjörn hefur ver-
ið dugnaðar maður til sjós og
lands.
Kristján Einarssson, Sóleyjar-
tungu, er fæddur að Þjóðólfs-
haga í Holtum 15. janúar 1906.
Foreldrar: Einar Sveinsson og
Steinunn Guðmundsdóttir. Krist-
ján ólst upp með foreldrum sín-
um.
1925 fór Kristján til sjóróðra
til Vestmannaeyja og var á m/b
„Kára“ hjá Sigurði Þorsteins-
syni og síðar á fleiri bátum allt
til 1929. Þá byrjar Kristján for-
mennsku á „Kristbjörgu I“. Eftir
það er Kristján með „Sleipni"
„Snorra goða“ og „Þorgeir goða“
allt fram yfir 1940. Eftir það
hætti Kristján formennsku og
stundar nú netaviðgerðir. Krist-
ján var góður sjómaður og hepp-
inn fiskimaður.
X-
193