Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Síða 25
II. Fyrir stýrimenn á færaskip-
um:
Stundi skipið handfæraveið-
ar: Frítt hafdrætti kr. 1,35
af hverju skippundi er skipið
aflar og kr. l,oo af hverri
lifrartunnu er á land kemur
eða kr. 225,oo á mánuði, kr.
65,oo af hverju skippundi er
hann sjálfur dregur, kr. 1,25
af hverju skippundi er skipið
aflar og kr. l,oo af hverri
lifrartunnu er á land kemur.
Þannig samþykkt óbreytt.
Bréf hafði nefndinni borizt frá
formanni félags ísl. botnvörpunga,
þar sem hann tjáir, að hann nái
ekki saman fundi hjá sér svo fljótt,
að svar geti komið frá þeim fyrir
þennan Öldufund, og er því enn ó-
samið um kjör stýrimanna á botn-
vörpungum.
Fimdur, 11. febrúar 1920.
„Ég undirritaður, leyfi mér að
leggja til, að stjórn skipstjórafé-
lagsins Aldan skrifi hafnarnefnd
Reykjavíkur og bendi á það, sem
ábótavant er við innsiglingu inn í
Reykjavíkurhöfn, bæði hvað snertir
villuljós, hafnsögu og leiðarmerki,
og krefjast lagfæringar á því hið
bráðasta.“
Sigurður Oddsson.
Fundur, 7. desember 1920.
Að þyngd yrðu inntökuskilyrði
við Stýrimannaskólann.
Geir Sigurðsson gat þess, að Páll
Halldórsson mundi þegar vera bú-
inn að semja uppkast að inntöku-
skilyrðum að skólanum, og lagði
hann til, að formaður Öldunnar
fengi uppkastið hjá skólastjóra og
yrði þetta svo lagt fyrir næsta fund.
Aðalfundur, 19. janúar 1921.
Formaður: Hannes Hafliðason.
Gjaldkeri: Símon Sveinbjörnsson.
Ritari: Geir Sigurðsson.
Styrktarsjóður kr. 14.396.39.
Fundur, 16. febrúar 1921.
Lesið upp nefndarálit á leiðsögu
og sjómerkjum til Reykjavíkur. Var
þar meðal annars tekið fram, að
lóðsum yrði fjölgað við Reykjavík-
VÍKINGUR
in-höfn. Að merkjastöðin í Gróttu
sé gerð fullkomnari, að lóðsmerkið
við Gróttu sé fært að Engeyjar-
bauju að banna að setja upp leiftur-
auglýsingar á húsþökum, er truflað
geti innsiglinguna.
Fundur, 15. desember 1921.
Hafnarmál: Rætt um að fara
þess á leit við hafnarstjórn, að
meiri reglu verði komið á í höfn-
inni.
Fundur, 22. desember 1921.
Kosin 3ja manna nefnd varðandi
siglingalögin. — Fundurinn felur
Jón Bcrgsveinsson.
stjóm Öldufélagsins að skrifa
Stjórnarráði íslands og mótmæla
því, að veitt sé undanþága frá lög-
um 3. nóvember 1915 um atvinnu
við siglingar.
Aðalfundur, 13. janúar 1922.
Formaður Hannes Hafliðason.
Ritari: Geir Sigurðsson.
Gjaldkeri: Stefán Bjarnason.
Styrktarsjóður kr. 14.889.72.
Páll Halldórsson, skólastjóri lagði
fram breytingartillögur á lögum
lun atvinnu við siglingar og grein-
argerð með þeim.
Fundur, 26. janúar 1922.
Formaður gat þess, að nú stæðu
yfir samningar milli fiskikútterúL
gerðarmanna og skipstjóra á þeim
skipum, og hefðu útgerðarmenn far-
ið fram á kauplækkun.
Fundur, 9. febrúar 1922.
Breytingar á siglingalögum mikið
rædd og endanlega samþykkt ásamt
breytingum.
Fundur, 24. október 1922.
Aðalfundargjörð stýrimannafé-
lagsins Ægis, þar sem samþykkt er
að ganga í Öldufélagið og leggja
niður Stýrimannafélagið Ægi. •—
Nafnalisti yfir 41 meðlim, en þar
af voru 15 áður í Öldunni. Var inn-
taka þessara meðlima samþykkt
samhljóða.
Lesið var bréf frá Vélstjórafélag-
inu, þar sem farið er fram á sam-
vinnu vélstjóra, skipstjóra og stýri-
manna, og lagt til, að kosið yrði
fulltrúaráð fyrir þessi félög.
Fundur, 7. nóvember 1922.
Samþykkt að kjósa 3ja manna
nefnd, til að tala við vélstjórana.
Fundur, 5. desember 1922.
Skýrði formaður frá því, að samn-
ingar hefðu verið gerðir fyrir
næsta ár milli skipstjóra og útgerð-
armanna á fiskikútterum, en þar
sem engin beiðni hefði komið fram
frá skipstjórum og stýrimönnum á
togurum, hefði stjórn félagsins eigi
gert neina samninga fyrir þá.
Aðalfimdur, 23. janúar 1923.
Formaður: Hannes Hafliðason.
Ritari: Geir Sigurðsson.
Gjaldkeri: Símon Sveinbjamar-
son.
Styrktarsjóður kr. 15.352.10.
Páll Halldórsson, skólastjóri las
upp tillögu um breytingar á sigl-
ingalögunum. Var það frá nefnd
þeirri, er kosin var á fundi í félag-
inu 5. desember s.l. Skýrði hann
frá undirtektum þeim, er frumvarp-
ið fékk á Alþingi í fyrra, og þeim
breytingum, sem urðu á siglinga-
lögunum þá. Tillögur nefndarinnar
voru til umræðu, og síðan sam-
þykktar með öllum greiddum at-
kvæðum.
-x
195