Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Side 27
Vélstjóraejni lœra vélsmíði í nýtízku verknámsskóla.
smiðir senda ekki frá sér vélar
fyrr en búið er þaulreyna þær,
og fullvissa sig um að þær þoli
mikla vinnu við eðlilegar aðstæð-
ur og rétta notkun. En vélgæzl-
unni var á þessum tímum svo
ábótavant, að alveg hóflaust var,
hve mikið af verðmætum fór í
súginn. Útvegsmenn skildu að
vísu, hve mikil framför var að
vélunum, miðað við fyrri aðstæð-
ur, en þeir gerðu sér ekki grein
fyrir öllum þeim vanrækslusynd-
um sem framdar voru. Þó að að-
búð vélanna væri af eðlilegum
ástæðum mjög ábótavant í litlum
fiskibátum meira eða minna opn-
um, þá var ekki allt því að kenna.
Það sýndu undantekningar, þar
sem allt gekk vel. 0g það sem var
ef til vill miklu verst, var það
að útvegsmenn sem gerðu bátana
út., og höfðu sumir látið sinn síð-
asta skilding til þess að eignast
þá, gerðu sér yfirleitt ekki grein
fyrir því sem hér var ábóíavant,
að hér vantaði þjálfaða kunn-
áttumenn til vorka. Þeim skildist
að ill örlög væru hér að verki,
ef spánýr vélbátur færi ekki um
sjóinn eins og hendi væri veifað.
En vélbát.ur eða vélskip, þó nýtt
sé af nálinni, er enginn yfirnátt-
úrlegur töfrasproti. Vélar eru
aðeins tæki sem menn hafa gert
sér. Aflvélar eru orkumiðlar með
afmældri afkastagetu, sem ekki
má ofbjóða, að öðrum kosti of-
reynast þær eða ofslitna.
Eftir því sem vélbátaflotinn
jókst, fjölgaði vélaræflunum á
fjörum veiðistöðvanna. Mun út-
vegsmönnum að lokum hafa fund-
ist að ekki væri allt með felldu í
þessum málum. Þeir gengust fyr-
ir því að upp var tekin tilsögn,
námskeið, í meðferð bátavéla í
nokkrum veiðistöðvum.
Þó að útbúnaði að þessum nám-
slceiðum væri víst nokkuð ábóta-
vant fyrst í stað, er öldungis víst
að þau gáfu fljótlega góða raun.
Og enn betri, eftir að farið var
að miða atvinnuréttindi við það
nám og þjálfun sem menn fengu
þar.
Til dæmis um aðbúnað þessarar
stofnunnar, vil ég hér nefna eitt
VÍKINGUR
lítið dæmi. Voru námskeiðin þá
búin að starfa í nokkur ár.
Haustið 1917 var mótornám-
skeið haldið hér í höfuðstaðnum.
Ég var þá atvinnulaus, af því
að skipið sem ég var á þá um
sumarið var selt úr landi. Ég
var þá beðinn að kenna verklega
vélfræði í nokkrar vikur í for-
föllum annars manns. Við feng-
um að vera í húsi Járnsteypunn-
ar, sem þá var þar sem Hamars-
húsið stendur nú. Höfðum við
eina vél til afnota, af Heins gerð,
8 hesta að mig minnir. Hjá okk-
ur á gólfinu var stór sandhaug-
ur og steypumót sem oftast var
verið að vinna við. Þegar svo
brætt var og helt 1 mótin, fylltist
húsið af svo rammri stybbu að
við urðum að flýja frá okkar
starfi. Varð oftast lítið úr verki
þann daginn. Mér er nær að
halda, að fleiri gætu sagt eitt-
hvað svipað um aðbúnaðinn að
þessari kennslustofnun á fyrstu
árum hennar. Ég get þessa hér
af því, að mér hefur lengst af
fundizt að allt væri talið full gott,
þegar um fræðslu vélstjóraefna
var að ræða. Fé hefur ávallt verið
skorið svo við nögl, og ég minn-
ist ekki að hafa orðið þess var
að gert hafi verið nokkuð, af
hálfu þess opinbera, til þess að
örva unga menn til þeirra starfa,
þó að tilfinnanleg vöntun æfðra
manna hafi jafnan verið á því
sviði. En það er nú önnur saga.
Ég gat þess hér að framan, að
þeir sem fyrstir, hér á landi, kom-
ust í kynni við vélar og vélgæzlu,
fengu fljótlega skilning á því, að
hér þurfti bæði fræðileg og verk-
leg þjálfun að koma til, ef ekki
ætti flest úrskeiðis að ganga um
hin hagkvæmu not vélanna. En
a'lmennt áttuðu menn sig ekki á
þessu. Ég er þeirrar skoðunar að
kenna ætti nokkur undirstöðuat-
riði í vélfræði í unglingaskólum,
og þá eigi síður nokkur handtök
við ýmsar algengustu vinnuvélar.
En ekki meira um það nú.
Ég kynntist nokkuð erlendum
manni, sem hér tók sér bólfestu
fyrir mörgum árum. Hann hafði,
á sínum duggarabandsárum, ver-
ið stýrimaður og skipstjóri á
langferðaseglskipum og getið sér
mikið álit í því starfi. Hann sagði
einu sinni í viðtali við mig á þessa
leið: „í gamla ,daga, þegar seglin
voru aðal tækin til framdráttar
skipunum, hvíldi mestur vandinn
á þeim mönnum, sem sáu um
búnað seglanna, svo og rár og
reiða. Þar varð allt að vera ógall-
197