Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Side 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Side 5
S68 yfir Djúpavog. stofnað til þess að flytja „topp- inn“ af aflamagninu frá stöðum, sem hafa ekki aðstöðu til skjótr- ar móttöku og vinnslu aflans til staða, sem hafa þessa aðstöðu. Hversu mikið og hvert flytjaeigi, er háð mörgum atriðum, sem liggja eigi algjörlega Ijóst fyrir. 1 þessu sambandi þarf að reikna út marga kostnaðarliði, og auk þess verður ákvörðun um vanda- mál þetta háð aflamagni og að- stæðum á hverjum tíma. Hér er því um allflókið reikningsdæmi að ræða. Væri sannarlega fróð- legt að sjá, hvernig Austfirzkir forsvarsmenn komast að þeirri einföldu niðurstöðu, að kostnað- ur við síldarflutninga af Aust- fjarðarmiðum sé þeim mun óhag- kvæmari, sem svarar reksturs- kostnaði flutningaskipanna (Hitt er svo annað mál, að erfitt virð- ist að samræma þessa einföldu niðurstöðu þeirri skoðun sömu manna, að heppilegt geti verið að flytja „toppinn“ af veiðinni norð- ur). Sú spurning vaknar t.d. hvort þeir hafi tekið tillit til þess sparaða kostnaðar síldveiðiskip- anna, sem losa síld á hafi úti beint í flutningaskipin. — Þessi VÍKINGUR sparaði kostnaður síldveiðiskip- anna er fólginn í því, að tími og kostnaður við að flytja síldina til hafnar og bíða þar löndunar sparast. Sá tími, sem hér spar- ast er verðmæti, þar sem oft væri unnt að nota hann til að mokveiða síld. Reyndar má segja, að „kostnaður" vegna veiðitaps við að sigla til hafnar og bíða löndunar, verði ekki reiknaður með neinni vissu vegna óvissunn- ar um veiði. Hins vegar er frá- leitt að taka ekki tillit til hans, þar sem hann getur haft úrslita- þýðingu. Einnig þarf að reikna með þeim kostnaði, sem sparast beint, eldsneyti o.s.frv. við að síldveiðiskipin þurfa ekki að flytja aflann sjálf til hafnar. Það virðist liggja í augum uppi, að Austfirðingar hafa ekki tekið með í kostnaðarreikninga sína flutning á vinnuafli. Og í kjölfar flutninga á vinnuafli, hlýtur að koma kostnaður við ýmis konar aðstöðu handa aðkomufólki. Ein- hversstaðar þarf aðkomufólk að fá hússkjól, að maður tali ekki um aðstöðu til félagslífs og þjón- ustu ýmis konar. Hér er um að ræða kostnaðarliði, sem erfitt er að reikna með nákvæmni, en þeir liljóta að vera þeim mun hærri sem síldarvertíð og þar með dvöl aðkomumanna er lengri, því að ólíklegt er, að menn sætti sig við bráðabirgðaúrræði í þessu efni til langframa. Austfirðingar benda á, að nið- urstöður vísindamanna styðji þá skoðun, að síldin eigi heimkynni sín fyrir Austurlandi og muni veiðast fyrst og fremst þar í framtíðinni. Varlegt er þó að líta á niðurstöður þessar sem óhrekj- anlegan sannleika. Hér er öllu heldur um órökstuddartilgátur að ræða. Meginatriði er að meta að- stæðurnar eins og þær liggja fyr- ir: Geysilegur síldarafli fyrir Austurlandi, sem er ekki unnt að nýta þar fullkomlega. Síldarleysi fyrir Norðurlandi og illa nýttar vinnslustöðvar og vinnuafl þar, kostnaður við síldarflutninga er nokkur, en á móti minni biðtími bátanna vegna losunar, minni kostnaður vegna flutnings vinnu- afls og nýting annars ónýttra eða illa nýttra framleiðslutækja. Málsmetandi Austfirðingar hafa verið djarfmæltir um síld- 209

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.