Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Qupperneq 25
öll sameiginleg áhugamál við félag
starfandi togaraskipstjóra og stýri-
manna, enda séu þeir allir jafn-
framt meðlimir Öldufélagsins.“
3ja manna nefnd kosin til að und-
irbúa lagabreytingar.
Fundur, 10. desember 1925.
Rætt um lagabreytingar allan
fundinn og samþykktum frestað til
næsta fundar.
Fundur, 19. desember 1925.
Lagabreytingar. Nefndin klofnaði
og kom fram með meirihluta og
minnihlutaálit. Fundi frestað án á-
kvörðunar.
Fundur, 30. desember 1925.
Útbýtt var lagabreytingum meiri-
og minnihlutans. Guðmundur Jóns-
son, sem kvaðst vera kosinn for-
maður hins nýja félags, kvaðst
mundi skrifa Öldufélaginu fyrir
næsta fund.
Aðalfundur, 14. janúar 1926.
Formaður: Guðmundur Krist-
jánsson.
Ritari: Ingólfur Lárusson.
Gjaldkeri: Kristinn Magnússon.
Styrktarsjóður kr. 18.037.33.
Tekjur af happdrætti kr. 4.395.85.
Samþykkt að kaupa ræktunarsjóðs-
bréf fyrir kr. 4.000.00, og láta af-
ganginn í söfnunarsjóð.
Samþykkt að fresta lagabreyting-
um til næsta aðalfundar og kjósa
til viðbótar 2 starfandi menn og
kosningu hlutu Guðmundm’ Jónsson
og Ingvar Einarsson.
lngvar Einarsson.
VÍKINGUR
Á ufsaveiSum viií Flatey á Skjálfanda. Myndin er tekin á lágnœtti þetta sumar af Ás-
grími Björnssyni stýrimanni.
Fundur, 30. júní 1926.
Á fundinum var upplýst, að Þor-
steini Eyfirðing hafi verið veitt
undanþága til skipstjórnar á fiski-
skipi upp að 150 tonnum.
7 manna nefnd var kosin og henni
falið að mótmæla aðgjörðum At-
vinnumálaráðuneytisins í að veita
formönnum með smáskipapróf und-
anþágu til þess að færa skip yfir
60 tonn, þar eð ráðuneytið hefir eng-
ar lagalegar heimildir til að veita
þess konar undanþágur.
Formaður upplýsti að erindi lægi
fyrir um samningsgrundvöll millum
Vélstjórafélags íslands og Öldufé-
lagsins. Samþykkt að kjósa 5
manna nefnd til að mæta á viðræðu-
fundi með Vélstjórafélagi íslands.
Fundur, 6. júlí 1926.
Undanþágumálið til umræðu og
mikið rætt. Eftirfarandi tillaga
samþykkt samhljóða: „Félagið Ald-
an vítir harðlega gerðir Atvinnu-
málaráðuneytisins í veitingum á
undanþágum frá lögum um atvinnu
við siglingar, og krefst þess, að
þær undanþágur, sem þegar hafa
verið veittar, verði afturkallaðar
þegar í stað, ella snúa sér til Al-
þingis, og á annan hátt láta málið
ganga svo langt sem félagið, sóma
síns vegna sér sér fært.“
Stjórn félagsins falið að fylgja
tillögunni eftir.
Fundur, 7. október 1926.
Formaður skýrði frá framkvæmd-
um sínum í slysatryggingarmáli
Öldunnar, gat hann þess, að hann
hafi á ferð sinni út um lönd leitað
sér upplýsinga hjá nokkrum vá-
tryggingarfélögum. Var frekari um-
ræðum frestað.
Fundur, 14. október 1926.
Tillaga frá Pétri Mosk: „Fundur-
inn felur stjórn Öldunnar að tala
við Atvinnumálaráðuneytið og
heimta svar við bréfi því, sem fé-
lagið Aldan sendi í júlí sl.“ Tillag-
an samþykkt.
Kristján Bergsson talaði um und-
anþágumálin og ýmsa óreglu um út-
gáfu skipstjóraskírteina og lagt til
að öðrum skipstjórafélögum yrði
skrifað varðandi þessi mál.
Fundur, 2. desember 1926.
Jón Bergsveinsson talaði um byrj-
un síldveiða með herpinót og kvað
hann það hafa verið 1903 og veiðst
í hana það sumar 260 tunnur af
síld.
* * *
229