Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Page 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Page 3
ÞUNGAR FÓRIMIR Sex skipverjar af Hatlveigu Fróðadóttur farast í eldsvoða Tveir bátar, Fagranes og Dagný, farast í aftaka veðri og með þeim 6 menn. Skipverji af Agli Skailagrímssyni lézt af reykeirtrun. A<V morgni níunda mar/ þótti útsóó nm afdriC tvoggja fiskibát a okkar. Sox manna var saknaó á tveimur bátnin, Fagranesi I»H 123 írá Akrancsi og Dagnýjn SF-Gl, sem keyptur var til Stykkisliólms og var á Icið þangaó. Mennirnir voru úr Stykkishólmi, al Akra- nesi og ár Heykjavík. SíiVast heyróist ■ Fagranesi um sjöleytió a«V kvölili 7. niarz, jiegar bátur- inu átti cftir 20 mínútna siglingu til Akrauess. Dagný sendi skeyti ki. O sama kvöld, er bátnrinn var staddur út af Garöskaga og kvaiVst veriVa í Keykjavík upp úr kl. 9. Ekki gátu skijiverjar Jiess aiV neitt viei'i aiV, en veiVnr var mjög vont, kafalds bylur og geysileg ísing. Morguninu eftir fann lijiirg- uuarsveitin Fliley úr Uöfnum bjargliring af Fagranesi og ciiiuig iódabelg mcrktan bátnum og aiV auki krókstjaka og huriVarbrot, allt rekiiV á fjöru vestan llrafu- kelshamra á iunauveriVum Gnrð- skaga. Fagranes var 17 tonna bátur. Útgerðarmaðurinn,Valdimar Eyj- ólfsson á Akranesi, hafði keypt hann fyrir þremur vikum frá Þórshöfn og var þetta 6. róður- inn frá Akranesi. Á Fagranesi var 6 manna gúm- bátur með neyðartalstöð og mjög góðum útbúnaði. Dagný var 27 lesta bátur, hét áður Tindaröst. Sverrir Kristj- ánsson var að kaupa bátinn frá Hornafirði og mennirnir þrír fóru að sækja hann þangað. Þeir voru: Hreinn Pétursson, Stykkis- hólmi; Jón Sigurðsson, Stykkis- hólmi, ættaður frá Djúpavogi; Gunnar Þórðarson, Reykjavík. Sagði Sverrir, að hann hefði farið austur áður en hann keypti bátinn, hefði verið á honum full- komin skoðun, ekkert að honum að finna og allur björgunarút- búnaður um borð. Síðasta skeytið, sem Dagný sendi að kvöldi sjöunda var til út- gerðarmannsins, sem beið bátsins í Reykjavík. Þar sagði, að bátur- inn yrði kominn inn upp úr kl. 9 og allt væri í lagi. Veður var mjög slæmt. Síðdeg- is skall þá á norðaustan hvass- viðri með svartabyl og ísþoku. Daginn eftir var orðið bjart á þessum slóðum, en samt slæmt í sjó og ísþoka, svo hætt var við ís- ingu á bátunum. Var hafin víðtæk og skipuleg leit að bátunum. Fóru strax út 15 bátar og bj örgunarsveitir Slysa- varnafélagsins við Faxaflóa voru allar kallaðar út. Þá leituðu þrjár flugvélar, þyrla flaug meðfram ströndinni, flugvélarnar Sif og Vorið úti yfir hafi. 20—30 bátar frá ýmsum höfnum voru að leita, aðallega utan Reykjaness, í rek- stefnu frá þeim stöðum sem bát- arnir voru síðast. Og leitarflokk- ar frá Slysavarnafélaginu leituðu alla ströndina við innanverðan Faxaflóa. Þannig hljóða í stuttum dráttum blaðafrásagnir af þessum harm- leik. Við höfum, því miður, oft þurft að hlýða á svipaðan aðdraganda sjóslysa, sem alltaf kemur þó jafn illa við okkur, og þó vonar- neistinn lifi lengi um að betur fari en á horfist, kemur að því, að hann slokknar. Djúp sorg og tregi setur mark sitt á alþjóð. Við vitum að á þess- um árstíma eru veður válynd og hætturnar margar, þrátt fyrir allt, sem áunnist hefir í björg- unarútbúnaði og öryggismálum. Þar verður aldrei slakað á kröf- um. Sjaldan cr ein háran stök. Hinn 6. marz fórust aðrir sex sjómenn við hörmulegan eldsvoða um borð í b/v Hallveigu Fróða- dóttur, og enn ferst ungur sjó- maður af reykeitrun um borð í Agli Skallagrímssyni í erlendri höfn. Allir þessir þrettán sjómenn voru á bezta aldri og margir þeirra höfðu nýlega byrjað sjó- mennsku. Afhroð það, sem þjóðin hefir beðið við missi þeirra er til- finnanlegt, en því tjóni verðum við að mæta með karlmennsku og endurnýjaðri sókn við að vinna að bættum öryggisútbúnaði á all- an hátt til að forða okkur frá að slík slys geti skeð á ný. Víkingur- inn leyfir sér að birta hér á eftir nokkur eftirmæli um sjómennina sem fórust þessa örlagaríku daga. G. J. VlKINGUR 47

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.