Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Page 4
ÞAR MÆTAST HÓLMARAR
I HLJOÐRI SORG
Laugardaginn 8. marz sl. mun
mörgum Stykkishólmsbúum
minnisstæður. Fregnin um að
leit væri hafin að m.b. Dagný
flaug um bæinn og óhug setti að
fólki. Það vissi að á þessum bát
voru 8 ungir og hraustir sjó-
menn, menn sem að allra dómi
áttu eftir að verða staðnum til
styrktar, ef þeim entist heilsa og
líf. Þeir höfðu óspart gefið slíkt
til kynna. Vonin um að þeir
myndu á lífi og báturinn ofan-
sjávar fjaraði smám saman út og
það var ekki langt liðið á vikuna
þegar vissan var fengin, en á
annan veg en bæjarbúar höfðu
vonað.
Bát þennan hafði Sverrir
Kristjánsson nýlega keypt frá
Hornafirði til atvinnubóta í
Stykkishólmi. Hann var á leið í
heimahöfn til að hefja sjóróðra.
Sverrir hafði ásamt hinum ungu
mönnum unnið vel og dyggilega
að þessari atvinnubót staðarins
og allt vii-tist blasa blessunarlega
við. Það er ekki lengi að skipast
veður í lofti. Það vita sjómenn-
irnir bezt. Þeir skilja kannski
einna greinilegast fallvaltleik
hlutanna.
I dag er hinna duglegu sjó-
manna sem fórust með m.b. Dag-
ný minnzt í Stykkishóhnskirkju.
Þar mætast Hólmarar í hljóðri
sorg og votta ástvinum samúð
sína.
HREINN PÉTURSSON var
fæddur 1. júní 1946, sonur hjón-
anna Vilborgar Lárusdóttur og
48
VlKINGUR