Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Síða 8
voru afhent kolin og honum sjálf-
um falið að koma þeim til viðtak-
anda á ísafirði.
Við Straumnes vorum við kl.
0530 og mætti okkur þá fyrsti
vindgusturinn. Fór hann upp í 9
vindstig en alveg sjólaus. Þegar
komið var austur að Hælavíkur-
bjargi var hann orðinn hægari
aftur eða 5 vindstig. Enn var sjó-
lítið. Við komu á Látravík voru
5—6 vindstig og farið að ýfa sjó,
klukkan var liðlega 7. Þegar
rennt var inn á víkina, var allt
tilbúið á dekki. Gúmmíflekinn var
sjósettur, hlaðinn og mannaður.
Þegar komið var að sundinu inn
að lendingunni, var farið að
brjóta nokkuð á yzta boðanum,
sem ræður alveg sjólagi í sund-
inu, því á honum verða stærstu
brotin. Sundið er 120 metra langt
og er alltaf útstraumur í því. Ef
sjór er á annað borð, þá er
straumurinn alltaf á móti öld-
unni. Sjólagverðurall óreglulegt,
en verst er, þegar vaðandinn eft-
ir stórt brot beygir þvert á sund-
ið og tekur bátinn þvert á síðuna,
en við því verður ekkert gert
vegna þrengsla í sundinu,þarsem
taka verður tvær nákvæmar
beygjur. Verður því að hafa hrað-
ann á, þegar lagt hefur verið í
sundið, því reikna verður með
einhverjum áföllum á leiðinni
vegna lengdar sundsins, þó hitzt
hafi á gott lag. Eftir skamma
dvöl utan við sundið var tekin
sigling inn. Innan við mitt sund
var drekinn látinn fara. I næstu
andrá gróf hann sig svo duglega
í sundinu, að skrúfan tók niðri og
brotnaði. Við Sigurbjörn þrifum
árar og um leið óð yfir bátinn, en
ekki kom mikill sjór í hann. —
Benóný slakaði drekabandinu og
fylgdist með brotunum. Rétt und-
an lendingunni óð yfir bátinn og
við sentumst í fjöruna, þar sem
Jóhann og Karen tóku við okkur.
Allar hendur voru strax á bátn-
um, til að draga hann undan sjó,
en nú var hann orðinn þungur.
Farangurinn var í barka, sem
stóð öllu hærra en skuturinn. Var
farangrinum nú kippt upp á
skaflinn og stóð á endum, að skut-
Daníel Isfirð'ingur, Hornstrendingurinn og Ólafur Valur leggja frá „Albert“ með vistir
í lijörgunarskýli á Ströndum.
urinn var sléttfullur, þegar far-
angurinn var á þurru. Mjökuðum
við nú bátnum ofar og jusum
jafnóðum, en Benóný hafði mátt
losa mótorinn af sokknum skutn-
um undir ágjöf. Brátt var bátur-
inn þurr og kominn langt upp í
skafl, þar sem var öllu léttara að
hreyfa hann, en þar minnti hann
mest á sleða.
Á þessum augnablikum, sem
tók að komast í land, snarhvessti
með ofankomu og frost jókst.
Sundið hraðversnaði. Einu sinni
áður hef ég róið sundið inn og út
við annan mann í svipuðu veðri.
Efni í björgunarskýli, smíðað úr flekum, flutt til uppsetningar á Hornströndum.
Gúmmíbátar varðskipsins fluttu veggina í heilu lagi í land.
52
VlKINGUR