Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Page 10
lieima 22. febrúar, annars væri
þetta í lagi fram á vor.
Svo kom kallið. Varðskipið ÞÓR
heyrði kall á neyðarbylgjunni.
Áhöfn m/b SVANS frá Súðavík
sagðist vera farin öll í gúmmí-
bátinn 15—18 sjómílur frá Deild.
Nú fór allt loftið í gang. Skip-
in fóru að tilkynna sig til þátt-
töku. Hvar þau væru og hve lengi
þau yrðu á svæðið. Varðskipið
tók þegar forustuna og skipu-
lagði leitina. — Varðskipið átti
klukkustundarferð á slysstaðinn,
einnig Dettifoss, sem hafði verið
á norðurleið við Rit, en snéri nú
við. Nokkrir línubátar voru næst
staðnum. Fljótt fann einn línu-
bátanna lóðabelgi á reki. Því var
spurningin, hvort gúmmíbáturinn
hefði losnað frá SVANI á undan
belgjunum eða eftir, og hvort
ræki þá hraðar. Þarna var nú
kominn stormur, snjókoma og
frost. — Vegna fjölda skipanna á
þessum slóðum vonuðum við, að
báturinn finndist á hverju augna-
bliki. Jóhann dró nú fram sjó-
kort sitt af Vestfjörðum. Þar at-
huguðum við slysstaðinn og af-
stöðu hinna mörgu skipa, sem
höfðu tilkynnt sig í leitina. Allir
sögðu strax, að þeir væru á leið á
slysstaðinn. Þar eð ekki tókst að
finna bátinn strax, fórunr við að
velta því fyrir okkur, hvenær
liann færi að skyggja og vonuð-
um, að þetta tækist fyrir myrkr-
ið.
Við leitina var aðeins hálf míla
milli leitarskipanna vegna sjó-
gangs og snjókómu, en við beztu
skilyrði má mest vera þrjár mílur
milli leitarskipa við leit að slík-
um fleka.
Við sátum alíir á gólfinu kring-
um sjókortið. Hlustuðum á tal-
viðskipti leitarskipanna og bið-
um. Það var mjög einkennileg að-
stöðubreyting, eftir að hafa verið
beinn þátttakandi við leitar- og
björgunarstörf í 12 ár, að sitja
nú alit í einu í landi og geta að-
eins fylgst með aðgerðúm þátt-
takendanna á sjókorti. Þau leitar-
skipanna, sem næst voru gúmmí-
bátnum, gátu nú talað við menn-
ina í honum. Ekki reyndist nokk-
ur leið að ná miðun á honum.
Stafaði það af því, að fljótlega
hafði loftnetið brotnað af talstöð
lians.
Þegar hann var að detta á með
myrkrið, sáu tveir línubátanna
gúmmíbátinn framundan. Báðu
þeir ÞÓR að koma og taka menn-
ina úr bátnum. ÞÓR var kominn
til þeii’ra eftir nokkrar mínútui-
og fór til lilés við gúmmíbátinn,
sem rak nú að síðu varðskipsins.
Furðu vel gekk að ná mönnunum,
þi’átt fyrir sjóganginn, en bönd
voru sett á mennina meðan þeir
voru teknir á milli. Síðan hélt
ÞÓR á rólegri ferð inn í Djúp, en
veður var mjög slæmt og mikil
yfirísing. — Línubátarnir voru
skammt á undan ÞÓR á landleið-
inni. Um miðnætti kom ÞÓR að
bryggju á ísafirði. Þá voru skip-
brotsmenn furðu hressir, þrátt
fyrir smá kalbletti, sem vonandi
verða þó ekki til meina. Einhver
hafði fundið örlitla brennivíns-
lögg, hafði hún ásamt heitu hjálp-
að til. að endurhressa skipbrots-
mennina eftir volkið.
Hjá okkur á Horni hélt biðin
áfram. IJti voru 9 vindstig með
15 stiga frosti og ofankomu. Næt-
urnar vakti ég með Jóhanni, en
hann vakir allar nætur yfir veðr-
inu, sem hann sendir á þriggja
tíma fresti gegn um talstöðina til
Siglufjarðar alla daga allt árið.
Það verður að vaka yfir veðrinu,
því mitt á milli veðurathugan-
anna þarf að vökva eða setja
vatn á rakamælinn. Þessvegna er
lágmark að hafa tvær manneskj-
ur, þar sem veðurathuganir eru
gerðar á þriggja tíma fresti. Á
daginn vakir konan. Ásamtvenju-
legum heimilisstörfum sinnir hún
þá veðurathugunum, skrásetur
þær og sendir til Siglufjarðar
meðan Jóhann sefur.
Á hinni löngu næturvakt Jó-
hanns er hann sístarfandi, þó veð-
ur leyfi ekki útiveru. Ljóskerið og
vitaspeglarnir þurfa mikið eftir-
lit. Líta þarf eftir radíóvitanum,
sem er mikið bákn af radíótækj-
um. Ljósavélarnar, sem tilvera
Hornbúa byggist að verulegu
leyti á, þurfa sífellt eftirlit og
umönnun. Þegar stund gefst gríp-
ur Jóhann til bókar úr bókasafni
sínu, sem mun vera með beztu
einkabókasöfnum í landinu. Is-
Vegna erfiðleika við ferðalög á landi um þessar slóðir nytjast liestar ekki. Á Horni
er þó einn hestur, kallaður Jeppi, er hann þar sem vinur vitavarðarhjónanna. Á
myndinni sjótun við Jóhann kveðja Jeppa, áður en vitavörðurinn gengur á Axarfjall
með talstöð' á bakinu.
54
VlKINGUR