Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Page 17
Stig ísingar:
lítil ~ 1—3 cm á 24 klst.
talsverð = 4—6 cm á 24 klst.
mikil = 7—14 cm á 24 klst.
mjög mikil 3: 15 cm á 24 klst.
Dæmi:
Veðursprí:
Vindhraði 9—10 vindstig
Lofthiti -r- 8°C
Lofthiti + 3°C
Samkvæmt línuritinu má búast við mikilli
ísingu, 7—14 cm á 24 klst.
Þessi línurit, sem birt eru á 3. mynd, eru aðal-
lega byggð á athugunum Dr. Mertins þegar hann
starfaði sem veðurfræðingur á eftirlitsskipunum
Meerkatze og Poseidon og á fiskirannsóknarskip-
inu Anton Dohrn, en þá safnaði hann gögnum um
ísingu á þýzkum og enskum togurum. Sjávardeild
veðurstofunnar í Hamborg hefir á síðastliðnum 10
árum afhent þýzkum skipum, sem sigla um svæði,
þar sem ísingar er að vænta, eyðublöð til að færa
á athuganir á ísingu skipanna. Línuritin eru þannig
byggð á um 400 athugunum á ísingu skipa, aðal-
lega af hafsvæðunum við ísland, Grænland og
Labrador og á Barentshafinu, nokkrar þó frá
Eystrasalti. Þessi línurit eru þannig miðuð aðal-
lega við togara, sennilega hliðartogara, og þau eru
miðuð við ísingu m.a. á hafsvæðinu við Island og
Grænland. Ekki er vitað hve mikill fjöldi athugan-
anna er frá Labrador og Barentshafi, en það kann
að hafa nokkur áhrif á niðurstöðurnar. Hér virðist
ekki vera um að ræða mælingar á ísingunni með
mælitækjum, en þó er ekki ósennilegt að meðaltal
400 athugana gerðar á sömu eyðublöðum, muni að
meðaltali gefa nokkuð rétta mynd af ísingunni. ís-
ing nokkurra sænskra skipa í Eystrasalti hefir ver-
ið borin saman við þessi línurit Dr. Mertins, og
samræmi virðist gott.
Fróðlegt verður að fylgjast með árangri ísingar-
spár íslenzku veðurstofunnar, hvernig hún reynist
í samræmi við íslenzlc fiskiskip. Væri mjög gagn-
legt ef íslenzkir fiskiskipstjórar, sem staddir eru á
hafsvæðum þar sem spáð er ísingarhættu, vildu
taka að sér að skrá hjá sér í hvert sinn stuttorða
lýsingu á ísingu skipsins, ásamt upplýsingum um
raunverulegan lofthita, vindátt, vindhraða, sigl-
ingarhraða og stefnu skipsins og sjávarástand.
Slíkar upplýsingar gætu orðið mikilvægar til frek-
ari athugunar á nauðsynlegum stöðugleikakröfum
fyrir fiskiskip, en um leið mætti fá nokkurra vit-
neskju um samræmi ísingar-línuritanna miðað við
íslenzk fiskiskip af ýmsum gerðum. Á k. mynd er
eyðublað, sem skipaskoðunarstjórinn hefir gert, í
samráði við veðurstofustjóra, til útfyllingar fyrir
skipstjóra fiskiskipa, til að kanna þetta mikilvæga
atriði stöðugleika fiskiskipanna, og ísspár veður-
stofunnar.
SKIPASKOÐUNARSTJÓRINN
Pósthólf ^84.
UMHJRIARBREF NR. tíO. REYKJAVlK J^^ar 1^6').
Sklplð: Nafn: Urxlamisnúmer:__
Sklpaskrámúmer:___________________ Rúmle.-.lir Br.:
Hleðsluástand, fríborð:__________________ rr..
Staðoetnlng sklpsins: Lengd:__________ Br.:_________ _____________
Ising byrjaðl kl.:________ Hœtti kl.s_____________
Vindátt:_____________ Vlndhraði:__________________ vindstig (Bf).
Astluð bylgjulengd:_____________m. Amtluð býlgjuhmð:______________
I/Jfthiti:___________ °C. Sjávarhiti :____________°C. Hraði :;kips:
Stefna skips:____________________________
l3ingarspá:________________________________________________
Stutt lýsing á hvemig skipið fór í sjó meðan það var ísað:________
Staður ísingarlnnar: Mesta þykkt i cm.
BB. SB.
a Utan á bol skipsins. L. A bakkaþilfari. a. A bátaþilfari. d. A stýrishúsi. e. A framraastri og stögum. f. .A aðalþilfari. g. A skjólborði aðalþilf. h. A rekkverki á bakka. I. A rekkverki eða skjólborði bátapalls. J. Annað (hvað?).
Aætluð þyngd isingar samtals ____________ tonn.
Var ísinn fjarleagður alveg, eða að nokkru leyti?:
A hvem hátt var unnið að því að fjarle^ja ísinn?:
Hve langan tíma tók að fjarlœgja ísinn?:_
Hve margir sklpverjar unnu vlð það?:_____
Dags.
4. mynd.
3. Brezkar rannsólcnir á ísingu togara eftir togara-
slysin 1955.
Margir munu eflaust minnast þess, að 26. janúar
1955 hvolfdi brezku togurunum Lorella og Roder-
igo norðaustur af Hornbjargi og 40 manns fórust.
Þótt ísing skipa væri gamalt vandamál, þá vakti
þetta sjóslys menn til umhugsunar um nauðsyn á
frekari rannsókn þess. Brezka rannsóknarstofnun-
in BSRA gerði sérstakar ísingarrannsóknir á lík-
önum af brezkum togurum, af þeirri gerð, sem al-
gengust var á árunum 1948 til 1955. ítarleg grein-
argerð var birt að þessum rannsóknum loknum í
skýrslu BSRA nr. 221: Rannsókn á ísingu togara
(7), frá 1957. Síðar hefir H. Lackenby, sem var
ábyrgur fyrir þessum rannsóknum skrifað greinar-
gerðir um málið, m.a. í Fishing Boats of the
World: 2 (8).
Rannsóknirnar voru framkvæmdar í flugvélatil-
raunastöð, þar sem hægt var að hafa togaralíkön á
VlKINGUR
61