Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Qupperneq 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Qupperneq 18
floti í vindás í vatnsúða og frosti, en tilgangur til- raunanna var að ákveða þyngd og staðsetningu ís- ingarinnar, og þar með áhrifin á stöðugleika skip- anna við mismunandi vindátt miðað við skipið og einnig hver áhrif mismunandi möstur og reiði hefðu á ísingu skipanna. Skipslíkanið, sem notað var, var í mælikvarða 1 á móti 12, af 180 feta gufutogara, en það jafngildir 54.86 metrum að lengd milli lóðlína. Breidd þessara togara var 9,3 metrar. Líkanið var nákvæm eftirlíking af togara- gerðinni, með öllum yfirbyggingum, rá og reiða og öllum helzta þilfarsbúnaði. Á 5. mynd er sýnd hliðarmynd af þessari brezku togaragerð frá 1948. Á myndinni má sjá, að bæði möstrin voru stöguð með vírum miðskipa, og með víravöntum til beggja hliða. 5. mynd. Hliönrmynd af brezkum togarn frá 1948. Tilraunirnar voru gerðar þannig, að líkanið var látið fljóta hlaðið eins og togararnir á veiðum. Frí- borðið var þá 74 cm. miðskipa. Eftirlíking af ís- ingu á hafi úti var gerð þannig, að blásið var á líkanið kældum loftstraum, sem úðað hafði verið í örsmáum vatnsdropum, en vatninu, sem líkanið flaut í, var haldið ofan við frostmark. Lofthraðinn var miðaður við mælikvarða líkansins, þannig að hann jafngilti 23 til 28 metra hraða á sekúndu, sem er 45 til 55 mílna vindhraði, eða 9 til 10 vindstig. Tilraunir vrou gerðar með vindátt beint á móti, beint aftanfrá og 30° framan á bóg. Til saman- burðar var gerð tilraun með þrífótmastur með vindátt beint á móti. ísinn, sem hlóðst á togaralíkanið við tilraunirn- ar, sést vel á 6. mynd, þar sem vindurinn var framanfrá og ísmagnið jafngildir um 140 tonnum á skipinu sjálfu, og 7. mynd, þar sem vindurinn var aftanfrá, og ísmagnið jafngildir um 90 tonnum á skipinu. Talið var að staðsetning ísmyndunarinnar á lík- aninu og hlutfallslegt magn ísmyndunarinnar á líkaninu gæfu mjög rétta mynd af raunverulegri ísmyndun á skipunum sjálfum. Hinsvegar var ekki talið að hraði ísmyndunarinnar á líkaninu væri í neinu réttu hlutfalli við ísmyndunina á skipinu í fullri stærð. Gerð var tilraun til að kanna hvort hraði ísmyndunarinnar, sem hægt var að breyta með breytingu á vindhraða og vatnsúðan- um, hefði áhrif á dreyfingu ísingarinnar á líkan- inu, en svo reyndist ekki vera. — Þyngdin á ísnum, sem hlóðst á líkanið, var reiknuð út við og við með- an á tilraunum stóð, með því að lesa af djúpristuna á togaralíkaninu, og reikna út eftir þeim aflesti'- um sæiými líkansins og þar með þyngd þess. — Þyngdai’punktur íssins, sem hlóðst á líkanið, var líka reiknaður út meðan á tili’aunum stóð, með því að gei’a hallatih’aun á líkaninu samtímis aflestri djúpristunarmerkjanna, og í-eikna þyngdarpunkt íssins út frá minnkun á metacenterhæð skipsins, GM. Áx’angur tih’aunanna varð meðal annars sá, að ef miðað er við sama ísþunga, þá minnkar stöðug- leikinn, sé miðað við minnkun á metacenterhæðinni GM, hálfu minna, ef skipið snýr skutnum í vind- inn, heldur en ef það snýr stefninu upp í. Þetta er vegna þess, að þyngdarpunktur íssins vei’ður neðar þegar skuturinn snýr upp í vindinn. Þegar vind- áttin er 30° framanfrá á bóginn, þá í’eyndist þyngdarpunktur íssins vei’a langhæstur, og tap stöðugleikans miðað við GM í-eyndist um 50 af hundraði meiri, en þegar vindur var beint framan- frá. — Tilraunirnar með þrífótmastrið sýndu svo ekki varð um villst, að það er til verulegra bóta, þegar vindur er beint framanfrá, því þyngdar- 6. mynd. íxing ('i líkani af toga/ra í mótvindi. Áætluð ísþyngd jafn- gildir 140 tonnum. 7. mynd. tsing á líkani af togara í meðvindi. Áætluð ísþyng l jafn- gil 'dr 90 tonnum. 62 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.