Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Page 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Page 21
skipin, sem yfirgáfu miðin í þetta sinn. Öll áttu þessi skip í harðri baráttu við ísinguna, þótt hér verði dagbókarúrdráttur Þorkels Mána að nægja til að gefa hugmynd um erfiðleikana. Það kemur fram í sjóréttinum, að þegar Þorkell Máni lagðist mest, vatnaði upp undir hliðargluggana á stjórn- palli. Að ósk skipaskoðunarstjóra var skipstjóri Þorkels Mána spurður að því, hvort rétt væri að fjarlægja afturmastur, báta og davíður og fasta björgunarfleka, en fá í staðinn 200% gúmmíbáta og einn léttabát í miðju undir krana, þegar um skip væri að ræða á borð við Þorkel Mána. Svaraði skip- stjóri því til, að hann teldi að þetta mundi auka sjóhæfni skipanna til muna og í engu rýra ör- yggi skipshafnanna, frá því sem nú er, nema síður sé. Aðspurður sagði skipstjóri einnig, að hann teldi axir heppilegasta tækið til þess að berja klaka. Eftir reynslu þessa frá Nýfundnalandsmiðum ÍSING var íslenzkum reglum breytt, þannig að heimiluð var notkun gúmmíbjörgunarbáta og gúmmíslöngu- báta á togurum, án nokkurra fastra báta, og bætt var við kröfu um að skip er veiddu á ísingarhættu- liafsvæðum að vetri til skyldu búin sérstökum bar- eflum til að berja með klaka. Hér verða ekki tök á að rekja þau sjóslys öll hér við land, sem telja má líklegt eða fullvíst, að orðið hafi af völdum ísingar skipanna. Öllum eru í fersku minni sjóslysin þegar brezku togararnir Ross Cleveland og Kingston Peridod fórust hér við land í janúar og febrúar 1968 og togarinn st. Romanus sennilega á Norðursjó. Samtímis Ross Cleveland fórst 4. febrúar 1968 í Isafjarðardjúpi Bolungar- víkurbáturinn Heiðrún II, með allri áhöfn, og er þar ísing skipsins vafalítið meginorsökin, en veður- ofsinn var þá óskaplegur. Framh. í næsta blaði. Eftir Guðjón Petersen, stýrim. * Viö nor'Öur strandir næðir vindur, niöji íss og Grænlands-jökla. Foldar fossa í klaka bindur. 1 fannir klæöir fjalla sökkla. Skip á sænum álcaft berjast. Sigling er landsins lifibrauð. Undir bógum bylgjur merjast, er bjóða mörgu fleyi nauð. Bylur, boöar og klakabönd, brot og skerjagarðar. Hafa marga mannsins önd, molað stríði harðar. í hafi heldur skip eitt sjó. Hrannast bárur krappar. Kári brýnir kalda lcló. Knarrar reiða klappar. Sævar skvettur frjósa fastar. Frera böndum binda skip. Klæðast klaka víra vantar og kuldalegum íshafssvip. VÍKINGUR Skipstjórinn á stjórnpall stendur. Særoks kófið rýnir á. Um stjórnvöl halda sjómanns hendur, en stýrimaður hlustar spá. Veðurstofan vondu spáir, veðra ham og hríðarbyl. Á hana í landi hlusta fáir, þar hafa ei úrslit veðraskil. Stöðugleikinn svíar mikið. Sjómenn finna dauðaról. Þykktar ísing þekur skipið, á þilförum er hvergi skjól. Halir skulu í hendur taka, haka, kylfur og axarsköft. berja og brjóta frerar klaka, brjálæði halda engin höft. Berserks gangur á bátsmenn rennur. Barist er um líf eða hel. Bjartur logi í brjóstum brennur, er bindur saman bræðra þel. I klukkustundir klakann berja. Kiddinn sælár, með heljar kló. Dofnir af þreytu dauðann merja, drifhvitir af íshafs-snjó. Stríðið tapast tápum piltum. Traust er hersveit íshafsins. 1 válegum dansi á öldum viltum, vendist bolur sæfarsins. Tilkynning um tapið kemur. Tárvot elckja huggar barn. Enginn ennþá hafið temur, eða norðurs ísahjarn. vs. óðni 15. marz 1969. Guðjón Petersen, stýrim. 65

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.