Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Side 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Side 24
Ritstjóri eins af stórblöðum Noregs rifjaði eitt sinn upp atvik frá þeim tíma, er hann var byrjandi á nætur- vakt blaðsins, og aðstoðaði við bæjar- fréttadálkinn. Frétt barst um, að stórt holdanaut frá fjósi í Raumsdal, hefði verið „lagt inn“ í sláturhúsið, og önn- ur samtímis, um að heiðursprófessor háskólans mundi flytja síðasta fyrir- lestur sinn þá um daginn. „Óvenju stórt holdanaut mun kl. 2 í dag halda kveðjufyrirlestur í fjórðu kennslustofu háskólans. Prófessor Lárus Diðriksen var innlagður í slát- urhús borgarinnar frá fjósi í Rómar- ríki, sem vóg yfir 300 kíló!“ Þau voru nýgift, og hann fór með henni í hattabúð. Konan mátaði ótal hatta, en manninum fannst enginn nógu góður: „Nei, engillinn minn, þessi passar þér ekki“. „Loks missti afgreiðslustúlkan þol- inmæðina: „Því miður get ég víst ekki hjálpað frúnni. Við verzlum ekki hér með geislabauga“. r------------------------------------- * V A K T I N k._______j 68 Lyfsalinn í apóteki í kaupstaðnum skrapp yfir til kaupmannsins og bað son sinn 12 ára að vera við á meðan, en láta sig vita ef eitthvað bæri að sem hann gæti ekki klárað að afgreiða. Þegar hann kom aftur, spurði hann piltinn hvort nokkur hefði komið. „Jú, það kom maður og bað um meðal við hósta“. „Og hvað gafstu honum?“ „Laxerolíuglas". „Hvað meinarðu drengur. Þetta er ekkert meðal við hósta“. „Jú, ég er viss um það. Hann stend- ur núna héma fyrir utan og þarf að hósta, en þorir það ekki“. * Hinn frægi málari Holbein, sem uppi var á dögum Hinriks áttunda Englakonungs átti stundum í brös- um við aðalinn. Eitt sinn ruddist aðalsmaður inn til málarans, þar sem hann vann. Hol- bein fleygði aðalsmanninum út, en hann klagaði fyrir konungi og hót- aði að hefna sín. „Farið varlega í það“, svaraði kon- ungur. „Ef þér snertið eitt hár á höfði Holbeins, læt ég hálshöggva yð- ur, Ég get aðlað sjö bændur, en af sjö aðalsmönnum get ég engan gert að Holbein." * Hjónin voru bæði við nám í Háskól- anum. Á vorprófi fékk konan ágætis- einkunn, en eiginmaðurinn rétt skreið. Þegar faðir hans spurði, hvernig á þessu stæði, svaraði hann: „Næsta vetur skal það verða hún, sem passar barnið á nóttunni og þvær upp!“ * Drottinn hét Rússa, Þjóðverja og Tékka því, að hann skyldi uppfylla eina ósk fyrir hvern þeirra. Rússinn óskaði án tafar, að öllum Þjóðverjum yrði útrýmt og Þjóðverj- inn óskaði þess, að öllum Rússum yrði útrýmt af yfirborði jarðar. Tékkinn hugsaði sig vel um, en sagði svo ósköp rólega: “Ef Drott- inn uppfyllir óskir hinna, mætti ég þá biðja um kaffibolla!“ * Bundnar hendur klappa ekki. Aðalerfiðleikarnir byrja sama dag- inn og þú hefur frjálsar hendur með hvað þú gerir. * Hann: Hver sá, sem fremur þjófn- að, iðrast þess alla ævi. Hún: Þú stalst mér frá foreldrum mínum. Hann: Já, ég iðrast lika! / tímaþröng. „Hvernig stóð á því, að þú fékkst blátt auga?“ „Lentirðu í slagsmálum?" „Nei, ég var aðeins sjónarvottur!“ * „María! Ég hef gleypt skyrtu- hnappinn minn.“ „Jæja, þá veiztu loksins, hvar hann er“. * „Maðurinn yðar var ekki líftryggð- ur, hann var aðeins tryggður gegn eldsvoða. Þess vegna getum við ekki bætt hann“. „Jú, en maðurinn minn var ekki jarðaður, hann var brenndur". „Vill ekki konan þín hafa síðasta orðið, þegar þið deilið?“ „Nei, hún fær það ekki“. „Og hvað segir þú?“ „Fyrirgefðu elskan mín!“ * „Konan mín fer aldrei að sofa, fyrr en komin er nótt, og ég get aldrei vanið hana af þessu“. „Hvað er hún að gera langt fram á nótt?“ „Hún situr uppi og bíður eftir mér“. * Rúmlega fimmtug frú heimsótti eitt sinn lækni sinn og bað um hinar vel- þekktu pillur. „Já, en góða frú, á yðar aldri þurfið þér alls ekki á þessum pillum að halda“. En frúin gaf sig ekki, sagðist hafa notað þær, og nú gæti hún alls ekki sofið án þeirra. „Það er ekkert svefn- meðal í þessum pillum", svaraði lækn- irinn. „Ég veit ekki, hvað þær innihalda", svaraði frúin, en ég gef dóttur minni alltaf pillu, þegar henni er boðið út, og þá sef ég miklu betur“. „Nei, heill og sæll gamli vinur Ferdí- nand, en hvað þú hefur breytzt þessi 10 ár síðan ég sá þig síðast!“ „En ég heiti alls ekki Ferdinand". VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.