Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Qupperneq 26
Bátar og formenn í Vestmannaeyjum
Sigurð'ur S. NoriVfjörð.
„Valur“ 7,50 tonn.
Smíðaðtir í Danmörku 1907.
Sigurður Sigurðsson Norðfjörð
er fæddur að Kolableikseyri í
Mjóafirði 22. júní 1894. Foreldar
Sigurlína Bjarnadóttir og Sigurð-
ur Norðfjörð Sigurðsson. Sigurð-
ur missti föður sinn á unga aldri.
1902 flytzt Sigurður með móður
sinni til Eyja. 14 ára byrjar hann
sjómennsku á „Skarphéðni" með
Jóni í Ólafshúsum. Síðar var
hann með Guðmundi Helgasyni á
„Geysi." Formennsku byrjar Sig-
ui’ður 1914 á „Val,“ þá einu ver-
tíð. Áfram var Sigurður til sjós
á ýmsum bátum og alls 14 ár í
siglingum víða um heim. Eftir
lieimkomuna byrjar hann for-
mennsku aftur og þá frá Reykja-
vík. Var hann með „Harald,"
„Gróttu“ og síðast „Vonina."
Eftir Reykjavíkur-veruna fór
Frh. á bls. 72
70
Guðmundur Gunnarsson.
í
Guðm. Gunnarsson, Kirkju-
hvoli var fæddur að Ósi í Breið-
dal 21. okt. 1884. Foreldrar Gunn-
ar Jósepsson, ættaður frá Fjalla-
seli í Fellum og Guðrún Guð-
mundsdóttir kona hans. Hún var
frá Hala í Suðursveit.
Upp úr fermingu byrjaði Guð-
mundur sjómennsku á opnumbát-
um og á þeim hóf hann for-
mennsku sína. Eftir komu vélbát-
anna var Guðmundur formaður á
þeim mörg úthöld fyrir Austur-
landi.
1912 fór Guðmundur á vertíð,
fyrst til Eyja og gerðist vélstjóri
á „Ásdísi“ með Þórði Jónssyni
frá Bergi. Upp úr þessu fluttist
Guðmundur alfarið til Eyja. 1917
varð Guðmundur formaður á
„Stefni" og var með hann í tvær
Frh. á bls. 72
„Svanur“ 9,00 tonn.
Smíð'aður í Danmörku 1911.
Hávarður Helgason, Grund,
Mjóafirði var fæddur þar 25. júlí
1894. Foreldrar Helgi Hávarðs-
son og kona hans Ingibjörg Þor-
valdsdóttir. 1910 byrjaði Hávarð-
ur sjómennsku á „Val“ frá Mjóa-
firði. Síðar var hann vélamaður á
þeim báti í 3 ár. Síðar tók hann
við formennsku á „Trausta“ og
er með hann í 2 ár. 1916 fer Há-
varður til Seyðisfjarðar og tók
við „Víking“ fyrir Brynjólf Sig-
urðsson. Þann bát var hann með
í tugi úthalda og varð hæstur með
afla yfir verstöðina. Á vetrum
réri Hávarður úr Eyjum hjá Ár-
sæli á Fögrubrekku. 1921 var Há-
varður formaður á „Svan“ og
liætti síðan formennsku í Eyjum.
En störfum á sjónum liélt hann
áfram eftir að hann fór aftur
frh. á bls. 72
VÍKINGUR