Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Síða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Síða 31
bil. Endurskoðandi félagsreikn- inga Vélstjórafélags íslands var hann hin síðari ár og endurskoð- andi reikninga Sparisjóðs Vél- stjóra frá upphafi til dauðadags. Aðeins þrem dögum fyrir andlát sitt lauk hann við að yfirfara reikninga sjóðsins og undirskrif- aði þá. Árið 1957 náði hann aftur tengslum við sín gömlu áhuga- mál, íþróttirnar, en þá varð hann form. Frjálsíþróttaráðs Reykja- víkur, gegndi hann formanns- starfinu til ársins 1960 og skilaði afburða árangri. Innan Starfsmannafél. Reykja- víkurborgar vann Þorkell einnig gott starf. Var hann fulltrúi hita- veitustarfsmanna í fulltrúaráði félagsins. Kom þar einkar vel í ljós ósérhlífni hans við að rétta hlut þeirra er minna máttu sín og var ófeiminn að túlka málstað þeirra við ráðamenn, sem oft þótti nóg um. I félagi Grænlandsáhugamanna var Þoi’kell ötull starfsmaður og opinber talsmaður. Dáðist ég að honum fyrir dugnað hans þar. Þá var Þorkell áhugasamur í hand- ritamálinu og lét frá sér fara ágætar greinar um handritamál- ið. Eitt er þó mála óupptalið, sem Þorkeli var veigamest. Það var stjórnmálastarfið. — Hann var Sjálfstæðismaður í húð og hár. Innan Sjálfstæðisflokksins starf- aði Þorkell mikið. Átti meðal ann- ars sæti í stjórn Varðar um ára- bil. Trúrri mann stefnu Sjálf- stæðismanna og betri talsmann flokksins hef ég ekki þekkt. Þor- kell átti alltaf orð til afsökunar flokknum, þótt á móti blési í þjóð- málum. Benti hann á, að aðrir flokkar myndu þar ekkert betur ráða fram úr, þó að óneitanlega kæmu fyrir hnökrar í stjórnar- starfinu. Þoi'kell Sigurðsson fæddist að Flóagafli í Sandvíkurhreppi 18. febrúar 1898. Hann fluttist til Reykjavíkur árið 1914 og átti þar heima síðan. Hann kvæntist eftir- lifandi konu sinni, Önnu Sig- urðardóttur, árið 1924. Eignuðust þau 4 mannvænleg börn. Þorkell var reglumaður og mik- ill lánsmaður, bæði í heimilislífi og utan þess. Hann var síungur í anda og átti létt með að umgangast og skilja ungt fólk. Eg vil að lokum þakka honum langa kynningu og öll hans mörgu störf, bæði í þágu stéttar okkar sem annarra. Samstarf okkar var ekki alltaf árekstralaust, en út kom þó oft- ast það, sem bezt var á hverjum tíma. Fyrir það er ég þakklátur og bíð Guð að blessa minningu þessa látna félaga míns. Örn Steinsson. Hinn 1. marzmánaðar síðast- liðins lézt Þorkell Sigurðsson, vélstjóri, í'úmlega sjötíu og eins árs að aldri, Hann var sonur Sigurðar Þorsteinssonar bónda og fræðimanns frá Flóagafli í Árnessýslu. Það er ekki á mínu færi að rekja hér æviatriði Þorkels heit- ins sem vert væri, því til þess hafði ég of stutt kynni af honum, en þau kynni urðu þó til þess að mér varð hann minnisstæður persónuleiki fyrir traustvekj andi fas og fast fylgi við þau málefni, sem liann hafði bundið hollustu sína við. Þar komst engin hálf- velgja að. Þegar hann gaf út rit sitt: „Saga landhelgismáls Islands og auðæfi íslenzka hafsvæðisins", árið 1955, fór ég að gefa gaum að því, hver þar var á ferð. Það vildi svo til nokkru síðar, eða árið 1957, átti ég eftir að kynnast baráttumanninum Þor- keli Sigurðssyni. En það var þeg- ar við áhugamenn um Grænland og grænlenzk málefni unnum að því að stofna landssamtök þess- ara áhugamanna. — Var það „Fiski- ocj farmannasamband fs- landsu, sem kosið hafði nefnd til þess að hrinda undirbúningi þessara mála af stað. — Þorkell heitinn var strax kjörinn ritari þessarar nefndar, og þegar loks "Landssamband íslenzkra Græn- landsáhugamanna” var form- lega stofnað 1. desember 1957, var Þorkell Sigurðsson kjörinn gjaldkeri samtakanna, og var hann það til dauðadags. Fyrir tilmæli undirbúnings- nefndarinnai' hafði Þorkell feng- ið dóttur sína, Kristínu, til þess að teikna hið forkunnarfagra merki sambandsins, og sýndi það eitt með öðru hvílíkan hug hann bar til þessara samtaka. Við það samstarf, sem ég átti við Þorkel innan þessara sam- taka varð mér fljótt ljóst hversu heilshugar Þorkell fylgdi fram skoðun sinni á hverju málefni þegar hann hafði kannað það, og var þar enginn veifiskati á ferð. Það mun flestum leika hugur á að sjá óskir sínar rætast í sam- bandi við þau málefni, sem barist er fyrir, en slíkt gefst ekki öll- um, þegar aldarmál eru markið. — Þorkell bar hlýjan hug til Grænlands og Grænlendinga, ekki sízt vegna hinna fornu tengsla. Hið úrelta „ránlendu" (koloníu) hugtak var honum víðs fjarri skapi. — Hugur hans til Græn- lands stóð til endurnýjunar fornra sögutengsla menningar Islendinga og Grænlendinga. Þorkell Sigurðsson er farinn til fjarlægra stranda. Eftir standa samherjarnir með kærar minningar um góðan félaga. Það myndi honum að skapi, að áhuga- málin þyrftu ekki að bíða hnekki við burtför hans, heldur að þeim bættust einatt nýir liðsmenn, sem sífellt ynnu betur og betur að framgangi þeirra. Far þú vel samherji! Ég þakka kynnin og samstarfið. 12. marz 1969. Ragnar V. Sturluson. VÍKINGUR 76

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.