Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Síða 32
Þannig er verkaskiptingin að verða um borð í stóru skipunum, sem búin eru sjálfvirkni. — Þessi verkaskipting er um borð í
m.8. Wearfield.
Meðal annara þjóða reyna
menn stöðugt að bæta aðstöðu
skipa sinna, með því að taka
tæknina í síauknum mæli í þjón-
ustu sína. Við það vinnst margt,
m. a. að færra fólk þarf um borð
i skipin, enda að því stefnt.
Ég rakst á fróðlega grein í
ensku blaði um daginn, sem
gefið er út af „The Hunting
Group“ samsteypunni, en í því
eru m. a. nokkur skipafélög.
Grein þessi er nokkuð löng og ít-
arleg og er um breytta vinnu-
tilhögun skipshafna á stórum
skipum. Hvort hún á erindi til
okkar eða ekki, geta menn spjall-
að um, enda er það tilgangur
minn með þessu.
Myndin, sem fylgir þessari
grein, skýrir betur en mörg orð,
hvað hér er á ferðinni. Hin venju-
lega tilhögun, að hásetar skuli
eingöngu vinna á þilfari og véla-
menn í vélarúmi, breytist þann-
76
ig, að þeir verða fyrst og fremst
einskonar vinnuflokkur, sem tek-
ur fyrir hina einstöku hluti skips-
ins til þrifa og viðhalds undir
stjórn yfirvélstjóra, sem er eins-
konar tæknilegur verkstjóri hvað
þessu viðvíkur. Þetta fyrirkomu-
lag kemur til út af því, að fólk-
inu fækkar, en jafn mikil þörf
eftir sem áður á viðhaldi og þrif-
um bæði í vélarúmi, þilfari og
raunar um allt skipið. Með þessu
nýtist fólkið betur, um leið og
það ber meira úr bítum. Enginn
þarf að vera langdvölum í véla-
hávaðanum, og margar hendur
vinna létt verk. Vélagæzlan sjálf
flyzt í sérstakt einangrað her-
bergi og í brúnna, þar sem mæla-
aflestur og aðvörunarkerfi létta
mönnum störfin.
Enginn vafi er á því, að ís-
lenzkir sjómenn þurfa innan tíð-
ar að aðlagast þeirri hugsun, að
áratugalangar venjur fara óðum
að heyra fortíðinni til. Mönnum
finnst sjálfsagt í fyrstu margir
annmarkar á slíkum breytingum,
en þróunin verður ekki stöðvuð
og þetta slípast allt í meðförun-
um og með tímanum. Sjómenn
allra tíma hafa verið opnir fyrir
nýjungum og framförum og þá
á það ekki síður við um okkur
íslendinga.
Tækni, vinnuhagræðing og
meiri tekjur eru staðreyndir, sem
við þurfum að horfast í augu
við.
Hvort skólakerfið okkar er
nægilega þjált og vakandi, til að
mæta þessum nýju tímum, það
er önnur saga. Líklega gera menn
sér ekki almennt ljóst hve rauna-
lega langt á eftir við erum þar og
hve miklu tjóni það hefur valdið
óg á eftir að valda. Vonandi
rumskar björninn og kemur úr
híðinu, áður en sól verður hæst
á lofti. Ásgrímur BjÖ7'nsson.
VÍKINGUR