Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Page 33
Sigurður Guðjónssori:
HAFÍSRÁÐSTEFNAN
Fyrir nokkru er hér lokið mik-
illi ráðstefnu um hafísinn. Þar
hefir án efa margt viturlegt ver-
ið sagt. Enda víða að aflað fanga.
Innlendir vísindamenn og er-
lendir, sem telja sig gagnkunna
þessum málum, leiddu þar sam-
an hesta sína. Gaman væri þó að
vita, hve margir þeirra hafa
kynnst hafís, að maður nú ekki
segi komizt verulega í kast við
hann.
Auðséð er af blaðaskrifum, að
ekki hafa allir þessir þrjátíu
fyrirlesarar verið sammála.
Fyrir nokkru birtist viðtal í
einu dagblaði við einn þessara
vísindamanna. Hann gefur blað-
inu upplýsingar um niðurstöður,
sem reynzt hafi mjög gagnlegar
og línurnar hafi orðið skýrari
o.s. frv.
Sumir tala um hitastig lofts og
lagar, aðrir um vindana sem aðal-
gj örendur og örlagavalda, en eru
ekki sammála um hvort má sín
meir.
Allt er þetta nú gott og bless-
að. En undarlegt er það, hve
minnimáttarkennd þessara há-
lærðu manna fyrir öllu, sem inn-
lent er, er rótgróin og allt hent á
lofti, sem frá útlendingum kem-
ur, þótt landsmenn sjálfir viti
eins vel eða betur um það, sem um
er að ræða. 1 þessu viðtali er vitn-
að í danskan mann, sem fyrir fá-
um árum hafi dottið ofan á þau
sannindi, að norðanátt kæmi
hreyfingu á ísinn norður af ís-
landi. Ekki efast ég um ágæti
þessa manns og athyglisgáfu, en
þessi sannindi hélt ég samt að ís-
lendingar þyrftu ekki að sækja
til Dana. Hér á landi er alda-
gömul reynsla af þessu fyrir-
bæri. Þar að auki eru aðrar þjóð-
ir líklegri en Danir til að ferðast
um þessar slóðir, á mesta ísatím-
anum.
Hefði þessi ráðstefna lagt eitt-
hvað upp úr því, að fræðast af
reynslu þeirra, sem hana hafa
bezta, hefði hún átt að snúa sér
til hinna norsku selveiðiskip-
stjóra. Þeir eru meirihluta sinn-
ar starfsævi í ísnum og reka með
honum um allt þetta hafsvæði,
sem hér er um að ræða. I öðru
lagi var, í þessu sama blaðavið-
tali, vitnað í brezka vísindamenn,
sem 1944 hefðu komizt að þeirri
niðurstöðu, að suðvestanáttin
bæri ís til íslands. Þetta eru
náttúrlega vísindi, þegar vísinda-
menn segja það. En svona langt
þurfti ekki að sækja þau. Þetta
eru líka gömul íslenzk sannindi,
sem fá hefði mátt hér innanlands.
Auk þess sem Vestfirðingar
þekkja þau, gat hver íslenzkur
togaraskipstjóri gefið þessarupp-
lýsingar. Þar að auki hefðu þeir
getað sagt ráðstefnunni með
nokkurri nákvæmni, hve lengi
SV-áttin þyrfti að blása, til þess
að ísbrúnin legðist yfir land-
grunnskantinn á vissum stöðum,
t.d. Halanum og aðra staði vest-
ur með hallanum, vestur og út af
Vestfjörðum. Sömuleiðis hvernig
vindstaðan þarf að vera til þess
að reka íshrönnina yfir hina
sterku straumkvísl, sem flæðir
þarna norðaustur með kantinum.
Þegar yfir hana er komið, á ísinn
auðfarna leið upp Djúpálin og
svæðið vestan af honum.
Ekki vil ég efast um það, að
brezkir menn hafi farið norður í
Grænlandshaf þetta tiltekna ár,
en um þá er svipaða sögu að segja
og Dani, að aðrar þjóðir eru lík-
legri til þeirra ferða. Á fiskimið
íssvæðanna sækja þeirra togarar
ekki, þótt þeir séu fjölmennastir
á grunnmiðum Vestfjarða.
Aftur á móti stunda hinir
þýzku togarar öll hin sömu djúp-
mið sem hinir íslenzku. Þar að
auki hafa þýzk rannsóknaskip
eitthvað verið á þessum slóðum
síðustu tvo áratugina. Væri því
nokkurrar reynslu þaðan að
vænta, fyrst á annað borð þarf
upplýsingar til annarra landa að
sækja.
Ekki efast maður um góðan
vilja þessara manna, að gjöra
sitt bezta, en einhvernveginn hef-
ir maður það á tilfinningunni, að
kostnaðurinn af þessari miklu
ráðstefnu hefði mátt spara sér.
4 ák
VlKINGUR
77