Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Síða 40
Henni fannst hún vera veik af
sársauka og reiði. — Góði Guð!
Láttu mig halda sönsum. Gefðu
mér kraft til að standa honum á
sporði, þar til ég hef áttað mig
svo ég viti hvað ég á að gera.
Hann gretti sig. — Ég veit
ekki. Ég er ókunnugur slíkum
málum. En þú verður að útkljá
það eins liðlega og fljótt og hægt
er. Ég þarf ekki að taka það fram
að ég mun sjá um þig og börnin.
Ég meina peningalega.
Æ, Sally, þú verður að skilja
að þetta er erfitt fyrir mig og
mig tekur þetta mjög sárt.
— Það gleður mig að heyra,
slapp út úr henni, óviljandi.
Hún hélt sígarettunni yfir
öskubakkanum. Hún vonaði, að
hann veitti því ekki athygli að
höndin skalf.
— Ég vona að þú takir þér
þetta ekki alltof nærri. Þú kem-
ur mér til að skoða sjálfan mig
sem reglulegt ómenni.
Hann horfði spyrjandi á hana.
Það var reyndar í fyrsta skipt-
ið sem hann leit á hana, síðan
þau hittust.
— En, Sally þó. Þú hefur tek-
ið upp nýja greiðslu. — Mjög
fallega verð ég að segja.
Hún fékk hjartslátt. Nú var
um að gera að vera gætin.
— Jæja, finnst þér það? Þú
mátt trúa að hún er þægileg.
Haltu þér bara að hlutlausu
efni. Vertu skynsöm og mundu
að kvenmaðurinn er eins langt í
burtu núna og þú varst áður.
Reyndu að hugsa þér að þetta sé
bara leikur, . . eins og til dæmis
skák. Vinningurinn er auðvitað
hár, en afi þinn vann stórfé í
kauphöllinni og fólk segir að þú
líkist honum. Taktu bara allt
saman með ró.
— Hvað það snertir að ég taki
þetta nærri mér, sagði hún, og
valdi orðin með sömu gætni og
þegar hún var lítil telpa og hopp-
aði af flís á flís á gangstéttinni,
á leiðinni í skólann, en varaðist
að stíga á samskeytin. — Taki
þetta nærri mér. Nei, mér finnst
bara eins og ég hafði verið kram-
in undir gufuþjöppu. — Ég er
84
nú líka farin að venjast því að
vera án þín, sagði hún. — En ég
get ekki neitað að ég er dálítið
utan við mig í augnablikinu.. .
Því allt sem ég hef aðhafst hefur
verið með hamingjusömum end-
urfundi okkar fyrir augum. Og
nú þegar þú sviftir mig svona, þá
hefi ég ekkert til að láta mig
dreyma um og ekkert til að lifa
fyrir.
Það er auðvitað auðveldara
fyrir þig, sem vissir hveriiig kom-
ið var fyrir þér.... En ég hefði
ef til vill átt að geta gert mér þess
til.
— Ég skil ekki.
— Jú, því síðustu bréfin þín
voru ekki beinlínis innileg.
Hún dreypti á víninu. Ég vil
ekki líta á hann. Augu mín gætu
sagt of mikið. I mínum augum er
hann jafn fallegur og yndislegur.
Ég myndi hrína eins og hundur,
ef hann snerti við mér núna.
— Ég veit að þú hugsar þér að
vera sanngjarn gagnvart mér,
hélt hún áfram. — En þú verður
að gefa mér tóm til að hugsa mig
um. . . . Það er annars óra tími
síðan ég hef verið að heiman frá
heimili og börnum. Ættum við
ekki þessvegna, ef þú hefur ekki
ráðgert neitt annað, að skemmta
okkur eitthvað um helgina, eins
og góðir og gamlir vinir. Bjóddu
mér út að borða einhversstaðar,
svo skulum við fara í leikhús og
síðan dansa. Ég er nýbúinn að fá
nýjan kjól og vil gjarnan fá tæki-
færi til að nota hann.
— Með mikilli ánægju Sally!
sagði hann innilega. — Það vil ég
nijög gjarnan.
Hann hafði ráð á að gefa mér
molana, eftir að vera búinn að
gefa annarri kökuna.
— Ég verð að flýta mér að
skipta um föt. Klukkan er bráð-
um sex. Þú sérð um útvegun mið-
anna, svo hitti ég þig hér í and-
dyrinu eftir hálftíma.
— Allt í lagi, sagði hann og
var auðsjáanlega dauð feginn.
Þegar hún kom upp í herbergið,
brast hún í ákafan grát. Hún
fleygði sér upp í rúmið og grét
hástöfum og sparkaði með fótun-
um. Sem sagt, hún hagaði sér al-
veg eins og Jennifer, þegar hún
var óþekk.
Hvernig gat hann fengið þetta
af sér. Hann hlaut þó að vita hve
heitt hún elskaði hann. Og hrædd
hafði hún verið um hann þessi
löngu fjögur ár. Það eina sem
hafði hjálpað henni allan tímann
í veikindum barnanna og önnum
heimilisins, sem hún varð að ann-
ast ein, var hugsunin um heim-
komu hans.
Skyldi hann alls ekki að einnig
fyrir hana hafði aðskilnaðurinn
verið kvöl einnig líkamlega. Kvöl
sem hélt vöku fyrir henni marga
nóttina. Síðan varð hún að horfa
fram á daginn þreytt og kjark-
laus. Það hlaut hann þó að skilja.
Svo mikið höfðu þau átt sam
eiginlega. Auðvitað hafði hún
haft bréfin til hans eins skemmti-
leg og hún gat, til þess að hressa
hann upp. En hann hefði sannar-
lega átt að geta lesið milli lín-
anna. Og ef hann skildi hvernig
henni hefur liðið, hvernig gat
hann fengið sig til að koma heim
og segja að hann sé farinn að
elska aðra. Hann hlaut að vera
brjálaður. — Alls ekki með sjálf-
um sér. Ekki sá Ted, sem hún
elskaði og þráði svo mikið. Ekki
sá Ted, sem hafði skrifað henni
svo möi'g yndæl bréf. Þar til fyr-
ir nokkrum mánuðum síðan.
Hún grét á meðan hún hafði
mátt til. Svo tók hún ísmola úr
kælinum, vafði inn í handklæði og
eftir að hafa sparkað af sér skón-
um, hélt hún handklæðinu að
grátbólgnum augunum, lagðist
upp í í’úmið til að hugsa.
Því meir sem hún hugsaði um
þetta varð hún vissari um að Ted
myndi ekki hafa hörku til að
skilja við hana. Til þess hafði
hann elskað hana of heitt og
lengi. Og auk þess voru börnin.
Hann hafði látið mikið með
Jennifer. — Hafði skrifað bréf
full af föðurgleði, er hún hafði
skrifað honum að þau hefðu eign-
ast son.
Einasta skýringin á þessu öllu
hlaut að vera sú, að tilfinninga-
líf hans hafði orðið fyrir ein-
VlKINGUR