Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Qupperneq 42
Hún hugsaði sig aðeins um áð-
ur en hún svaraði.
— Það er alveg rétt hjá þér.
Ég reiknaði með að þegarþúseint
og síðar meir fengir bréfin mín,
værum við löngu búin að sigrast
á örðugleikunum. Svo fannst mér
ekki rétt að valda þér áhyggjum,
þar sem þú ekki gazt hjálpað
mér hvort eð var. Það var líka
ástæðan til þess, að ég sagði þér
að Teddy litli kom í þennan heim
um keisaraskurð, eða að frú
Moody, gamla, góða hreingern-
ingarkonan okkar, fékk slag í eld-
húsinu hjá mér og dó. Ég sagði
þér heldur ekki að ekið var yfir
hundinn þinn, svo hann varð að
hafa fótinn í gipsi margar vikur.
.. . Því allt þetta hefði angrað þig,
en þú hafðir nógar áhyggjur
fyrir.
— Ó, Sally! Hvað þetta hafa
verið erfiðir tímar fyrir þig.
— Já, þeir hafa verið það. Ég
hafði nefnilega alltaf áður ein-
hvern til að styðjast við. Fyrst
foreldra mína og síðan þig. Þetta
var eins og að læra að ganga
hækjulaust. — Það var þó ekki
að óttast sprengjur. Svo komu
bréfin þín reglulega, þannig vissi
ég alltaf hvar þú varst og að þú
varst frískur. Ög . . . . Hún hætti
snögglega. Hún var nærri búin að
segja . .. .og að þú elskaðir mig.
Hún hafði á tilfinningunni að
hann vissi af hverju hún endaði
ekki setninguna.
— Eigum við ekki að dansa,
Ted?
— Segðu mér eitt. Hafðir þú
enga húshjálp?
Hann hreyfði sig ekki til að
standa upp.
— Nei, en ég hef bara gaman
af því að klára þetta allt ein. Þú
mátt trúa að ég er orðin dugleg.
Það er varla neitt, sem ég ekki
get gert sjálf. Ég hef til dæmis
loks lært að flá kanínur og til-
reiða þær á þann veg, sem þér
þykir svo góður og þú ættir bara
að smakka kökuna, sem ég hef
lagt mig í líma við að læra að
baka!
Hún vissi að kanínukjötsbúð-
ingur og sykurvörur voru uppá-
86
haldsréttir lians.....En hvað
hún hafði lagt sig fram við að
matbúa þetta á réttan hátt!
— Nú finnst mér að við ætt-
um að dansa, Ted.
Alvarlegur, jafnvel sorgmædd-
ur á svipinn, pantaði Ted mat
inn. Síðan dönsuðu þau út á gólf-
ið. Henni fannst hann halda þétt-
ar um sig, en strangt tekið nauð-
synlegt. Eftir andartak sagði
hann:
— I Indlandi hafa allir fjölda
þjóna.
— Þú hefðir þá átt að taka
svona tvo með þér heim, til að
gæta óþekktar anganna okkar.
Það hefði verið reglulega sniðugt.
Hún brosti að baki hans. Nú
hafði hún komið honum til að sjá
hlutina frá hennar sjónarhóli.
Þau skemmtu sér ágætlega við
kvöldverðinn. Hún minnti liann á
ýmsa skemmtilega smáatburði,
sem þau höfðu upplifað saman.
Eins og þegar hún tapaði öðr-
um skónum við giftingu þeirra og
haltraði í fátinu á öðrum fætin-
um fram allt kirkjugólfið. Og
þegar hún keypti tíu pund af
spinat, en hafði ekki hugmynd
um hve fyrirferðarmikið það var,
svo þau urðu að borða spinat í öll
mál í heila viku. Þegar hún stopp-
aði í sokkana hans þar til þeir
duttu í sundur og ekkert var eft-
tir nema hið fína stopp. Eða þeg-
ar hann ók henni í háalofti á
sjúkrahúsið og vildi láta skera
hana upp strax við botnlanga-
bólgu, af því hún hafði selt upp
þrjá morgna í röð. En svo var
ekkert að annað en. Jennifer var
á leiðinni. Hversu oft höfðu
starfsbræður hans ekki strítt
honum með þessari sjúkdóms-
greiningu!
Þannig hélt hún áfram, þau
hlógu og skemmtu sér við þessar
minningar.
Svona hamingjusamt gat að-
eins fólk, sem hafði verið ungt og
nýgift verið, hugsaði hún. Svona
myndi hann aldrei geta haft það
við Marciu.... En hún efaðist
um að honum væri það ljóst.
Þegar klukkan var orðin tvö
sagði hún að sér finndist tími til
kominn að fara að sofa.
— Ég er ekki vön þreytandi
næturlífi, sagði hún afsakandi. —
En hvað það hefur verið gaman.
Mér finnst ég vera yngri en mörg
undanfarin ár.
— Þú ert ágæt, Sally. Við höf-
um skemmt okkur reglulega vel.
Leyfirðu að ég fylgi þér upp í
herbergi?
—■ Já, ef þér finnst það viðeig-
andi, sagði hún glettnislega og
brosti til hans. — Ég er nefni-
lega ekki vel heima í hvað getur
gengið og ekki gengið í tilfelli
sem þessu.
Hann stóð kyrr við dyrnar á
herberginu, eins og hann gæti
ekki almennilega komið sér að
því að fara.
Ég sé þig aftur á morgun, sagði
hann loks.
— Jú, gjarnan. Við getum
fengið okkur göngutúr saman, til
dæmis í Hyde Park.
— Ágætt, Sally. Ég. . . .
Hún flýtti sér að stinga lyklin-
um í skrána. Hún fann að hún
var alveg komin að því að bresta
í grát.......beint fyrir framan
hann og þannig eyðileggja allt
saman. Þegar hún hafði opnað
dyrnar, tók hún eftir því að hann
horfði á rúmin. Ofan á teppinu lá
fíni náttkjóllinn hennar útbreidd-
ur, og á borðinu við rúmið stóð
kampavínið.
— Sally. . . .
— Góða nótt, Ted!
Hún vissi að hún hefði getað
fengið hann til að koma inn, að-
eins með því að rétta út litla-
fingurinn, og þar með eyðileggja
allt. Því á morgun myndi honum
finnast liún hafa notað sér að-
stæðurnar. Auðveldur sigur er að-
eins hálfur sigur!
Takmark hennar var að hann
gæfist upp, skilyrðislaust. Hún
lokaði dyrunum við nefið á hon-
um. Grét dálítið. Svo lagðist hún
í rúmið í undirkjólnum, til að
krumpa ekki fína náttkjólinn
sinn.
Morguninn eftir klæddi hún sig
með umhyggju og lífgaði upp
dragtina sína með ferskjulitaðri
VlKINGUR