Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Blaðsíða 1
EFNISYFIRLIT: Höggvið í sama knérunn Örn Steinsson Nokkur orö um öryggismál Hafsteinn Stefánsson Síldarniður8uðuverk8miðja ríkisins Páll GuÖniundsson 208 XXXII. árgangur. Sjóniannallaíiiíi I, VIKINGUR ÚrfanJi: 3 armanna - °9 3;A bimannaðamt t, an J JJanJ'ö Ritstjórar: Guóin. Jensson áb. og Örn Steinsson. 6. tbl. 1970 >00000000000000000000000000000000000000 Þróun björgunartnála á íslandi sl. tvö ár 212 Ólajur V. SigurSsson Golfstraumurinn 216 Iijörn Ölafsson þýddi Örn Steinsson: Höggvið í sama knérunn Velskóla íslands slitið 219 Riverdale 221 Þormöður Hjörvar Aflafréttir 226 Félagsmálaopnan 228 Flöskuskeyti 230 Hallgr. Jónsson þýddi Mary Deare, framhaldssaga 234 G. Jensson þýddi Frívaktin o.fl. Forsíðumyndin er af Rey k j a v í ku rhö f n. Ljósm.: Kristinn Benediktsson, Fögrukinn 12, Hafnarfirði. Sjám annahfaÉiS VÍKIIMGUR Útgefandi F. F. S. I. Ritstjórar: Guð- mundur Jensson (áb.) og Öm Steinsson. Ritnefnd: Böðvar Steinþórsson, formað- ur, Ingólfur S. Ingólfsson, varaformaður, Anton Nikulásson, Hafsteinn Stefánsson, Henry Hálfdansson, Ólafur V. Sigurðs- son, Sigurður Guðjónsson. 'Blaðið kemur út einu sinni í mánuði og kostar árgang- urinn 400 kr. Ritstjórn og afgreiðsla er að Bárugötu 11, Reykjavík. Utanáskrift: „Víkingur“, pósthólf 425, Reykjavík. Sími 1 56 53. Prentað í Isafoldarprent- smiðju h.f. Jafnan hefur því verið við brugðið að lýðræði standi hátt hjá okkur Islendingum. Sumir telja það fremst í flokki allra þjóða hjá okkur. Víst verður að viðurkenna, að við búum við all mikið frjáls- ræði, að minnsta kosti í orði. Á horði takmarkast það því miður um of. Kemur það berlega í ljós að allir sitja ekki við sama borð um fyrirgreiðslur hins opinbera við atvinnurekstur, sölu á vöru og vinnu. Þar eru það þeir, sem hafa hin svokölluðu völd sem ráða. Hinir eru meira og minna utangátta og verða að hafa hægt um sig, því að þeirra er hlut- verkið að vera litlu karlarnir, sem ber að hlýða, eins konar vinnudýr þjóðarsamkundunnar. ÍLg lield að sjómannastéttin, sem án efa er þýðingarmesta stétt þjóðfélags okkar, gegni að verulegu leyti hlutverki litlu karlanna. Áhrifa sjómanna á stjórn lands- og borgarmála gæt- ir sáralítið, já, nánast ekki neitt. Málefni sjómanna eiga því sára- litla möguleika á að leysast eftir diplomatiskum leiðum og hrekj- ast um of skilningslaust milli áhrifamanna, sem að síðustu leysa þau flausturslega og þá oftast aðeins til einnar nætur. Skýrt dæmi þessu til sönnun- ar eru hin nýju bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar til lausnar kjaradeilu yfirmanna á kaup- skipaflotanum. Hér er um gam- alt mál að ræða, sem enn liefur ekki tekizt að leysa og skýtur upp kollinum í stöðugt alvar- legri mynd á hverju ári. Samt leyfa ráðamenn sér að leysa slíkt vandamál með sí- endurtekinni lagasetningu og það meira að segja bráðabirgða- lögum, sem fámennur liópur misvitra ráðherra vílar ekki fyr- ir sér að setja, sjálfsagt til að undirstrika hið mikla lýðræði, sem ríkir með íslenzku þjóðinni. En hvað er þá að? Er hér um tóma ósvífni farmanna að ræða í kröfugerð? Nei, síður en svo. Farmenn

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.