Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Blaðsíða 18
hlaðið múrsteinum upp í dymar. Flestar rúður hafa verið brotnar af skemmdarvörgum. Tré eitt í framgarði er þakið bústnum, svörtum smáfuglum, eins og þeir séu að bíða eftir hádegisverðinum. Seinast var gerð tilraun til að búa í húsinu fyrir um ári síðan. En það er erfitt að stunda sólböð og síðdegisdrykkju við hlið háhýsa. Vanderbiltarnir eiga hús þetta. Við 5. avenjú og 64. stræti stendur annað mann- laust steinhús, í nýlendustíl, með hlerum fyrir gluggum og varið þjófabjöllum. Dyravörðurinn á St. Pierre-hótelinu sagði mér að ein ekkja Vander- biltanna ætti húsið. Hún notaði það aðeins um sam- kvæmistímann. Samkvæmistíminn er líklega svona stuttur, því ég hefi aldrei séð húsið í notkun. Milli 104. og 105. stræti við 5. avenjú er skraut- legt járnhlið fyrir fallegum djúpgarði, sem er hluti af Central Park. Hlið þetta stóð áður fyrir framan skrauthýsi Corneliusar Vanderbilt, við 58. stræti og 5. avenjú. Hús þetta er löngu horfið. Það má kallast þverstæða að ekkert er stöðugt á jörðu hér, nema fallvaltleikinn. Og mættu svokallaðir-umbóta- menn hafa það í huga, að náttúran er bezti skömmtunarstjórinn. Eða eins og Þorsteinn Er- lingsson orðaði það: Þó var þetta aldrei neinn þeysikraftur, í þriSja liS koma sauðirnir aftur. Á götunni neðan við Independence avenjú stend- ur Edge Hill Kristkirkja, sennilega ein minnsta kirkja New York. Stendur þakið og klukkuportið upp fyrir götubrúnina. Tréstigi liggur meðfram kirkjunni niður á næstu götu. Þaðan liggur leiðin yfir Henry Hudsons hraðbrautina. Hér braut ég víst umferðarlögin, því ég hoppaði yfir járnið. Það er víst ekki gert ráð fyrir neinum göngugörpum á þessum hraðbrautum. Við Edge Hill avenjú eru einbýlishús reist utan á hliðinni. Þarna geta menn notið sólaruppkom- unnar. Hallinn gefur líka ýmsa möguleika. Ég geng niður mjóan stiga, sem liggur í krókum milli hús- anna og held í austur að Broadway. Neðanjarðar- lestin stöðvast undir Time Square. Þar fer ég af lestinni og upp á 42. stræti. Götuspotti þessi er hálfgerður vandræðastaður. Þarna eru fleiri lögregluþjónar per fermetra en annarsstaðar í borginni. Þarna úir og grúir af leynilögreglum. Þarna hnappast saman allskonar lýður. Bar einn við götuna selur bjór frá ýmsum löndum, en varlega skyldu menn fara í það að ölv- ast á þessum stað, einkum þegar hallar degi. Eitt sæmilegt bíó er við götuna, Appollo. Þar má vel horfa á myndir svona um eftirmiðdaginn, enda sýna þeir oft góðar myndir. Þegar ég kom út af bíóinu, varð ég var við einhver læti. Sá ég að vel- klæddur negri sat ofan á fremur ræfilslegum negra. Það er naumast að menn eru orðnir fríir af sér. Þeir eru þó ekki farnir að elskast þama á gang- stéttinni. Þá sá ég að það lagaði blóðið úr þeim sem ofan á sat. Hafði sá velklæddi verið stunginn hnífi, en stokkið á stungumann áður en hann gat forðað sér. Eftir augnablik kemur lögregluþjónn, setur fótinn við háls illvirkjans, reiðir kylfuna. „Ég mola á þér hausinn, ef þú svo mikið sem depl- ar augunum." Lögregluþjónninn er greinilega ner- vös, enda eru þessir útiteknu eins og tímaprengjur á þessum jafnréttistímum. Hann tekur upp vasa- talstöð og biður um aðstoð. Lögregluþjónana dríf- ur að, sjúkrabíll og lögreglubíll koma vælandi. Nú veltur líkið ofan af morðingjanum. Þeir skipa hon- um að leggjast á magann í krapið. Þeir handjárna hann á staðnum og henda upp á vélarhlíf lögreglu- bílsins. Síðan fóru þeir að hyggja að líkinu. Þá hreyfði það þig. Verknaðurinn var þá ekki alveg eins slæmur, svo þeir hagræddu illvirkjanum á vélahlífinni. Eftir augnablik voru þeir drifnir burt á sitt hvorum bílnum. Ég gekk niður Broadway titrandi af þakklæti, að vera ekki eins og þessir morðvarg- ar. Þegar ég hugsaði um það hvað ég væri í raun- inni vönduð sála, þá birti í huga mér. I anda sá ég suðurfjöllin böðuð sólskini, loga- gylltan Keili, Trölladyngju og Sveifluháls. Vatns- skarðið uppljómað himneskri birtu. Lönguhlíðar og Grindarskörð í blámóður fjarlægðar. Allt í einu hvarflaði hugur minn til hraungrjótanna. Ansi væru þær nú annars hentugar, ef maður stæði ein- hverntíma uppi með lík og hefði ekki dánarvottorð handbært. Þormóður Hjörvar. •vý-.-.v .............■■■ ■ -■■ :'■■.:.,. .... ■ Igl :: ■. ■ . *»s* ftft :■■:■'•:•:''ftvíftft Verðandi sjóinaður? 222 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.