Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Blaðsíða 11
1 Bandarískir strákar við æfingu í lífbátaróðri. Takið eftir flotvestum þeirra. Nemar þessir stunda nám við sjómannaskóla, sem nefnist Harry Lundebergs sjómannaskóli. að bíða í 15 tíma eftir aðstoð, þá verður að hætta getgátuspili, en gera sér raunhæfa grein fyrir gæzluþörfinni og vinna síðan að því að sú gæzla fáist framkvæmd. Á þingi FFSl fyrir fjórumár- um gerði ég ítarlega grein fyrir því, hvaða öryggisstöðul við þyrftum að miða við á hafinu kringum landið. Þá var gengið út frá, að skip þyrfti að meðaltali að bíða mest 10 tíma eftir aðstoð. Ekki þótti það mikið þá. Ástand- ið er verra núna. Við þurfum verulega bót á þessu ástandi. — Björgunarkerfið krefst fjölgunar varðskipa við gæzlu. Það er far- sælla fyrir sjófarendur, helduren að þui'fa að vera háðir duttlung- um einstaklinga. 1 þessari umræðu minni um ís- lenzka bj örgunarkerfið, hef ég fyrst og fremst haldið á lofti þeim skoðunum, sem ég hef lagt fram og rætt á tveimur síðustu þingum FFSl. Ég tel þetta ennþá þau höfuð- atriði í björgunarmálum, sem er verðugt fyrir FFSl að vinna að farsælum lausnum á. Ég hef lokið umræðu um þessi höfuðatriði, og leyfi mér að bera upp svohlj óðandi tillögu til álykt- unar með leyfi hæstvirts þing- forseta. Þing FFSl ályktar að FFSl beiti sér fyrir eftirfarandi að- gerðum til eflingar íslenzka björgunarkerf isins. 1) Tilkynningarskyldureitakerf- ið verði prentað á almenn sjó- kort í notkun. 2) Tilkynningarskyldukerfið verði svo fljótt sem unnt er kynnt öllum innlendum og er- lendum aðilum, sem gætu haft gagn afþví. 3) Stofnað verði björgunarráð íslenzkra b j örgunaraðila, hvar sem starfssvið þeirra er og með þátttöku þeirra allra. Markmið ráðsins verði efling íslenzka björgunarkerfisins. Tilgangur ráðsins verði að vinna að samvinnubjörgunar- aðila, auka þekkingu á björg- unarkerfinu og koma fram fyrir hönd björgunarkerfisins í heild. 4) Hugtakið „öryggisstuðull" verði nákvæmlega skilgreint og notað sem undirstaða fyr- ir því, hvað sé talið öryggi og hvernig því verði viðhaldið. Þetta er „Ó3inn,“ sem einu sinni var stolt fslendinga. Vegna fátæktar var skipið selt til Svíþjóðar og notað þar við tollgæzlustörf. VÍKINGUR 215

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.