Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Side 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Side 29
hafstraumum og vindum til fyrir- greiðslu í þeim stríðum, sem síð- ar hafa átt sér stað, ekki einungis af sjómönnum, heldur einnig af nauðstöddum flugmönnum, sem „skotoir hafa verið niður.“ Er því hugsanlegt, er tímar líða, að nokkur þessara „bréfa“ komi í leitirnar og gefi vitneskju um ör- lög sona, eiginmanna og feðra, sem fóru í stríðið og komu ekki aftur. Ef til vill eru flöskur á reki líkar þeirri, sem fleygt var í sjó- inn einn júní dag fyrir nokkrum árum. Dr. T. R. Van Dellen og L. E. Rickard frá Chicago, voru á skipi stöddu út af norðurströnd Maine. Þeir stöðvuðu brytann, sem var í þann veginn að fleygja útbyrðis tómri whisky-flösku, og hugkvæmdist þeim nú að gera til- raun með flöskuna (test the odds of nature). Þeir rituðu með blý- anti nöfn sín og heimilisföng, á- samt ósk um, að finnandi sendi þeim flöskuna aftur, mundu þeir þá fylla hana á ný. Er þeir höfðu látið seðilinn í flöskuna og gengið frá tappanum, hentu þeir henni útbyrðis, á hið stormasama At- lantshaf. Ríflega tveimur mánuð- um síðar barst bréf frá manni á Nýfundnalandi. — Sagðist hann hafa fundið flöskuna brotna á ströndinni, meira en 1.000 mílur frá þeim stað er henni var fleygt í sjóinn. „Ég vona að þér viljið fylla aðra flösku í stað þessarar,“ skrifaði hann. „Wouldn’t be no good (sic) to sent you but I was lucky enough to get the note and drye it. Will I am in hopes to get good succeed with it. Thank you.“ Van Dellan og Rickard lögðu fram 5 dali hvor, og sendu mann- inum ávísun, með þeirri skýr- ingu, að áfengi væri ekki hægt að senda með póstinum. Umslagið með ávísuninni var endursent ó- opnað til Van Dellan. Undir nafn f löskufinnandans var prentað: „Látinn.“ Hugsanlegt er það einnig, að rómantísk flösku-skeyti séu einn- ig á sveimi, líkt skeytinu frá sjó- manni nokkrum, sem bauðst til að giftast fyrstu fallegu stúlk- VÍKINGUR Sjöblaða skipsskrúfa Myndin er af skipsskrúfn með sjö blöðum, séð aftan frá. Skrúfan er gerð úr bronsi og er á 16000 tonna dvv. skipi, sem heitir „Atlantic Star44. Vél skipsins er af Man-gerð, 21000 bremsu-hestöfl og snýst 118 snúninga. Skrúfan er 6 metrar í þveýmál og vegur 23 tonn. .——j- .----------------------------------------,---) Fiskibátar á þurru annig er uinhorfs víða við Norðursjóinn. Myndin er frá þeim fræga stað, Dunqirke á Frakklandi og sýnir hverju húast má við á útflæði. unni, sem læsi þessi skilaboð hans. Flaskan með skeytinu lenti á Siciley. ítölsk stúlka skrifaði sjómanninum. Bréfaskipti þeirra leiddu flj ótlega til nánari vináttu. Þau giftu sig árið 1956! 233

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.