Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Blaðsíða 15
Gunnar Bjarnason, skólastjóri. Gó.'Jr heyrendur. 1 dag er Vélskólanum slitið í 55 skipti og í 4 skipti eftir breytinguna. Þeir eru því orðnir margir vél- stjórarnir, sem hlotið hafa menntun sína í Vélskólanum og tekið virkan þátt í þeirri miklu atvinnubyltingu, sem varð á þessu tímabili. Tveir af þremur þeirra er tóku vélstjórapróf eftir fyrsta starfsvet- ur skólans eru enn á meðal okkar frískir og hvatir á fæti þótt áttræðir séu. Báðir eru þetta þjóðkunnir menn, sem skilað hafa þjóð sinni miklu dagsverki og borið merki skól- ans hátt, svo til fyrirmyndar og hvatningar hefur verið alla tíð. Eru þetta þeir Gísli Jónsson, fyrrum al- þingismaður og Hallgrímur Jónsson vélstjóri. Æviferill þessa tveggja fyrstu vél- stjóra frá skólanum bera þess glöggt Vélskóla Islands slitib í SS. sinn vitni að þeir nutu hagnýtrar og góðrar menntunar í skólanum. Gísli Jónsson starfaði fyrst sem vélstjóri, en tók síðar að sér eftirlit með vél- um og ráðleggingarstörf fyrir út- gerðina. Mikilvægt og þjóðnýtt starf. Síðar var hann alþingismaður um langt árabil og naut þar mikils trausts samþingmanna sinna sem annarra. Kom það m.a. þannig í ljós að hann var valipn í margar trún- aðar- og virðingarstöður Alþingis. Gísli hefur nú dregið sig til baka úr athafnalífinu, enda orðinn rúmlega áttræður. Hallgrímur starfaði alla sína tíð sem vélstjóri, lengst af sem yfirvél- stjóri á skipum Eimskipafélags ís- lands. Hann var um árabil yfirvél- stjóri á Gullfossi, flaggskipi félags- ins. Hafa því margir vélstjórar, sem nú eru í starfi, hafið sinn vélstjóra- feril undir handleiðslu hans. Hall- grímur naut alla tíð mikils trausts og virðingar í starfi sínu. Eftir að hann kom í land sakir aldurs, starf- aði hann um árabil í sjódómi og varamaður í prófnefnd Vélskólans var hann um árabil. Báðir hafa þessir heiðursmenn sýnt skóla sínum margs konar tryggð og viðurkenningu. Við þetta tækifæri vil ég færa þeim þakkir skólans og óska þeim friðsæls og hamingjusams ævikvölds. Einn af nemendum skólans er settist í fyrsta bekk á fyrsta starfs- ári var Þorsteinn Árnason vélstjóri, sem nú er nýlátinn. Þorsteinn lauk vélstjóraprófi vorið 1927 og starfaði lengi sem vélstjóri. Hann fór síðar í land og starfaði að félagsmálum vél- stjóra um árabil. Síðustu árin starf- aði Þorsteinn fyrir vátryggingarfé- lög. Hann átti sæti í prófnefnd skól- ans frá 1948. Það var í því starfi sem ég kynntist Þorsteini persónu- lega. Hann var mikill mannkosta- og áhugamaður og ég vil segja mikill vélstjóri. Hann hafði brennandi á- huga á öllu, sem verða mætti vél- stjórastéttinni og starfi hennar til hagsbóta, þar með talinn Vélskólinn. Síberíu fyrir tempruðu loftslagi og byggilegum að- stæðum. Hve lengi hefur straumurinn streymt? Jarð- fræðingar áætla um 60 milljónir ára. Guð gefi að hann hætti því ekki, breytist ekki, eða breyti stór- lega um stefnu, slíkt gæti haft alvarlegar afleiðing- ar og áhrif á afkomu okkar litla og afkomuveika eylands. Þrátt fyrir það sem áunnist hefur í rannsóknum á honum, kortlagningu, og öðrum fróðleik, mun hann samt halda áfram að vera náttúruundur, eins og hann hefur lengst af verið. Við þurfum bara að halda áfram að læra meira um hann, staðsetja VÍKINGUR hann, rannsaka breytingar á leið hans og straum- hraða frá degi til dags, frá stað til staðar. Við verðum að vita og skilja slíka hluti, sem áhrif hans og gildi fyrir veðráttuna, siglingamar, fiskveið- arnar og almennt líf fólksins á norðurhveli jarðar. Með hliðsjón af hinni nýju tækni í hafrannsókn- um og vaxandi áhuga á þeim málum, neðansjávar- skipum, sem byggð hafa verið og byggð verða, má vona með alþj óðasamvinnu í hafrannsóknum, að svör við þessum stóru spurningum séu ekki svo mjög langt undan. Þýtt úr Compass af Bimi Ólafssyni, loftskeytamanni. 219

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.