Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Page 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Page 12
Myndin sýnir hvernig Golfstraumurinn teygir sína vennandi arma. Sijiirn Ólafsson, lofíshetjíantaiiur þýddi. Sumir sagnritarar, fræðimenn í jarð- og haf- fræði, hafa haldið því fram, að Golfstraumurinn, lífæð Atlantshafsins, sé jafnframt uppspretta, undirstaða og forsenda evrópiskrar menningar. Hann gerir strendur Evrópu að vermi- og gróður- húsum, og fólkið sækir þrótt og hressingu í haf- goluna, það lifir, blómgvast og auðgast við auð- lindir hafsins, í fáum orðum sagt, hann er for- senda vestrænnar menningar. Faðir hennar og móðir. Vissulega er það meir en möguleg ályktun, að Norðurlöndin, Island, Færeyjar, Danmörk, Nor- egur, Svíþjóð og Finnland, væru jafn gróðurlaus, ber og óbyggileg og vesturströnd Grænlands, og ætla mætti að írland væri ekki ósvipað Labrador, ef straumsins nyti þar ekki. Hinn heiti straumur gefur Noregi íslausar hafn- ir, gerir Munnansk einnig íslausa og færa skipum allt árið, meðan sumar hafnir Eystrasalts-land- anna, staðsettar miklu sunnar, eru frystar inni og ófærar fyrir ísalögum. Tökum annað dæmi, af tveim eyjum, á sem næst sömu lengd Bounteyjar, sem eru ísklumpur, og Ir- land, sem fóstrar hálfgerðan Suðurlandagróður. Golfstraumurinn flytur það mikinn hita til hinna norðlægustu staða, að hægt er að rækta rósir og annan dýrindis gróður í húsagörðum Norður-Nor- egs, og segja verður að hinar blómelsku norsku konur kunni að meta þau fríðindi. Húsagarðarnir þeirra eru fagrir og snyrtilegir og bera myndar- skap þeirra fagurt vitni, en aftur á móti miklu sunnar í Suður-Grænlandi verkar hinn kaldi suður- straumur, Austur-Grænlandsstraumurinn, þannig á umhverfið, að hann upphefur öll hita-áhrifin af Golfstraumnum. Það eru margir hafstraumar að verki í veröld- inni, en Golfstraumurinn er þeirra mestur og sterk- astur, hann inniheldur þúsund sinnum meira vatns- magn en sjálf hin fræga Missisippi, já, raunverulega meira vökvamagn en allar ár veraldarinnar saman- lagt. Hann er því hið merkilegasta rannsóknarefni, þar sem hann kemur út úr Flóridaflóanum fellur hann með 100 billjón tonna vökvamagni á klukku- stund út í Atlantshafið í rennu, sem er 40 mílna breið og 2.000/3.200 feta djúp, og fellur hann með 4ra hnúta hraða á klukkustund. Hvernig má það ske, að slík volgá, eða elva, sem umkringd er kaldari liafstraumum, skuli geta rutt sér veg um hafið og verið til sem sjálfstæður og ósigrandi veruleiki? Samkvæmt beztu þekkingu okkar á straumnum, er hann framkallaður af sólarhitanum, snúningi jarðar og vindum þeim er skapast af sameiginleg- um áhrifum þessara afla. Golfstraumur, sem þýðir flóastraumur, er í rauninni rangnefni á þessu fyrirbæri, því eins og VÍKINGUR 216

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.