Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Blaðsíða 14
strauminn, og væri ein af forsendum hans. — Fournier hélt því fram, að hitabeltissólin skapaði uppgufunardal í hafið og sjórinn frá pólnum rynni í þá lægð er þannig skapaðist. Benjamín Franklín gerði árið 1769 með niður- stöðum Strand-straum og landmælingastofnunar- innar, fyrstu vísindalegu tilvitnunina, sem hægt er að vitna til um Gólfstrauminn. Hann hafði tekið eftir því, og sannaði síðar, að skip sem sigldu í straumnum, voru 2 vikum fljótari í ferðum en þau, sem ekki gerðu það eða tóku ekki tillit til hans. Þegar hvalveiðifloti Ameríku lenti í straumröst- inni um árið 1700, þá lærðu menn mikið í þessum efnum, þó sá fróðleikur væri ekki allur skráður á þeim tíma, heldur mikið síðar. Þegar Benjamín Franklín var gerður að Póstmeistara ameríska rík- isins, þá átti hann oft viðræður við skipstjórana á farskipunum, og lagði fyrir þá ákveðnar spurning- ar um Golfstrauminn, og bað þá að reyna að kort- leggja hreyfingu eða stefnu straumsins fyrir sig, og frá þessum upplýsingum sem hlóðust upp, lét hann gera kort af straumnum. Einn þessara skipstjóra, Timothy Folger, skrif- aði Franklin eftirfarandi: „Okkur er vel ljóst um hinn strauminn, vegna eltingaleiks okkar við hval- ina, sem halda sig öðrum megin við hann, en eru aldrei í straumnum. Við fylgjum straumkantinum, og fyrir kemur að við förum yfir á hina hlið hans ef við þurfum, og þá töpum við 3ja mílna ferð af skipunum á klukkustund." Alexander von Humbolt rannsakaði um árið 1800 Golfstrauminn og var þá á siglingu í f j óra mánuði og sigldi 25.000 sjómílur eftir farvegi straumsins, og það var hann sem hélt því fram, að það tæki straumvatnið þrjú ár að fara hringferð sína. Benjamín Franklin hafði í þessum efnum sem öðrum myndað sér ákveðnar skoðanir eða hug- myndir um strauminn. Hann hélt því fram að straumur þessi orsakaðist af því, að sjór hlæðist upp við austurströnd Ameríku, milli hitabeltisins og staðvindabeltisins. að var vitað að mikið magn af sjó 10 sjómílna breitt, en oftast 3ja feta djúpt, hélt annarri hlið sinni í miklum vindi upp í 6 feta háum kanti, en skjólhliðin var stórum lægri. Þetta getur gefið smá hugmynd um hinn mikla vatnsþunga að amerísku ströndinni, og hin miklu straumþyngsli framhjá eyjunum inn Mexíkóflóann og meðfram ströndum hans út á Nýfundnalands- bankana, þar sem straumþunginn heldur út á At- lantshafið. Auðvitað voru aðrir með ólíkar hugmyndir um fyrirbærið. Þeirra á meðal var Isac Vossins 1663. Hélt hann því fram að heilt fjall af sjó myndaðist daglega við miðjarðarlínuna vegna sólarhitans, og þetta mikla vatnsmagn væri drifið í vesturátt og brotnaði á austurströnd Ameríku í formi straums. Margir landkönnuðir og siglingamenn fóru nú að rannsaka strauminn, þeirra á meðal Gilbert Frobisher og Rebault. Hinar gömlu hugmyndir þessara manna um að ár og fljót er rynnu í Mexíkó- flóann orsökuðu strauminn út flóann, voru fljót- lega afsannaðar og taldar rökleysa, því að magn þeirra fljóta er svo tiltölulega lítið, miðað við vökvamagn flóans sjálfs, og það ferskvatnsmagn er var í straumnum sjálfum. William Scoresby yngri, hvalveiðimaður, tók fyrstur manna eftir því að Golfstraumurinn mynd- aði sjávarhita við Spitzbergen, og einnig tók hann eftir því að heiti straumurinn fór undir hærri lög- um kalda sjávarins. Náttúruundur, sem þá fyrst í stað var neitað að trúa, þar sem kaldi sjórinn er eðlisþyngri en heiti sjórinn. Þó var þetta rétt, vegna þess að Golfstraumurinn hafði meira salt- innihald en kaldi sjórinn, sem einnig var meira blandaður vatni af bráðnandi ís og þess vegna létt- ari á þessum slóðum. Skipstjóri að nafni Strickland veitti því athygli um 1802, við yfirborðs hitamælingar sínar, að Golfstraumurinn dreifði úr sér norðaustur á við, við strendur Englands og Scandinavíu, en á þeim tíma var magn straumsins og áhrif aðeins órök- studd hugmynd. Vísindamenn hafa nú um langt skeið rannsakað Golfstrauminn, og raðað saman þekkingar-brotun- um líkt og pörtum puzzle spils, og enn er ekki kom- in heildarmynd á undrið. Sem dæmi má nefna, að enn eru margir angar hans og einkennileg straum- vik, sem hafa ekki verið rannsökuð. Allar þessar breytingar og frávik mun vera hægt að rannsaka og finna út lögmál þeirra og ástæður, sem sjálfsagt eru fyrir hendi, og jafnvel eigum við líka eftir að finna út, að sjávarstraumar geta verið undir áhrifum, eða stjórnast af loft- straumum. Við vitum til dæmis frá rannsóknum, sem gerðar hafa verið í Chicagó, að loftstraumur í háloftunum, hátt yfir jörðinni fylgir Golf- straumnum til Evrópu. Kannske eru fyrir hendi möguleikar á að hafa áhrif á Golfstrauminn og breyta áhrifum hans á loftslagið í ýmsum hlutum hins vestræna heims, já, það er hægt, en áhrifin af slíku gætu orðið af- drifarík. Ef möndulhalli jarðarinnar breytist, þá gæti það einnig haft áhrif á hreyfingar straumsins. Slíkt dæmi gæti átt sér stað, ef stórfljótum væri veitt í öfuga átt við núverandi rennsli, eða með skipaskurðum er röskuðu núverandi hlutföllum, og mörgu öðru er of langt yrði upp að telja. Labrador-straumurinn, eða Pólstraumurinn, sem kemur frá Norður-Ishafinu, beinir Golfstraumn- um út á Atlantshafið. Ef þeim straum væri beint að Grænlandi, mundi Golfstraumurinn hita upp strendur Nýja-Englands, Evrópa mundi fá heitara loftslag eins og Miðjarðarhaf. Ef straumurinn yrði stíflaður við Flóridasundið og sendur til Murmansk, þá mundi hann opna VÍKINGUR 218

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.