Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Side 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Side 2
gera aðeins þær kröfur að fá sömu laun fyrir vinnu sína og tíðkast hjá landfólki. Farmenn vilja fá sama lágmarkskaup og iðnaðarmenn, þeir vilja sama vinnutíma. — Farmenn gera kröfu til vaktaálags á sama hátt og gilt liefur í landi um tveggja áratuga skeið og far- menn vilja fá sömu frídaga og venja er að veita öðrum borgur- um. En hinir lögfróðu spekingar Vinnuveitendasamtakanna eru nú ekki aldeilis á að þetta séu sanngjarnar kröfur og beita fyr- ir sig einkar skemmtilegri reikn- ingslist sinni að þetta sé nú pró- sentan, sem gengið hefur yfir þjóðfélagið í kauphækkunum á tímabilinu, og að ógjörningur sé að liafa það hærra til farmanna. Gleymist þá jafnan að farmenn búa við gamalt úrelt vinnufyrir- komulag,sem varð afturúrvegna möguleika sjómanna á að drýgja tekjur sínar á annan hátt en með beinu kaupi frá útgerðinni. Með strangri tollgæzlu og ofsa- legu ofsóknarbrjálæði einstakra forstjóra skipaútgerðanna að gefa mönnum pokann sinn, ef uppvísir yrðu að því að læða 2—10 brennivínsflöskum í land framhjá tolli, liefur tekizt að setja algjörlega undir leka þess- ara aukatekna. Þunginn er því meiri en nokkru sinni að fá mannsæm- andi laun fyrir vinnu sína. Ég hef heldur aldrei skilið hvers vegna sjómenn eiga að sitja við annað og lakara borð í kjaramálum en aðrir landsmenn. Vinnuaðstaða sjómannsins er margfalt erfiðari heldur en lijá landmönnum. Fjarvistir þeirra frá heimilum eru oft langar og hafa mikil, bæði bein og óbein útgjöld í för með sér, sem ólijá- kvæmilega ber að taka tillit til í þjóðfélagi, sem tryggja vill þegn- um sínum jafna afkomumögu- leika. Skip er vinnustaður, engu ó- merkari en liver annar, sem stendur á þurru. Efnahagskerfið verður að byggja þannig upp, að afrakstur af skiparekstri verði nægur, þrátt fyrir að sömu kjör gildi hjá starfsmönnum á sjónum sem landmönnum. Annars liefur mér oft þótt undarlegt hve illa samkeppnis- færir við erum með okkar skipa- rekstur. Við samanburð á kaup- gjaldi, sem greitt er á erlendum skipum og nokkuð verið kynnt hér í blaðinu að undanförnu, kemur í ljós að kaup okkar manna er miklu lægra en gerist lijá erlendum þjóðum. Þó erum við langt í frá samkeppnisfærir á siglingamarkaðnum að því er fróðir telja. Væri þetta ekki verðugt rannsóknarefni ein- hverra hagspekinga okkar? Ekki má skilja þessar athuga- semdir mínar á þann veg, að álit mitt sé, að kaup okkar farmanna eigi að vera nákvæmlega það sama og útlendir greiða. Slíkt væri rangt, því aðstæður eru breytilegar með tilliti til þjóð- félagshátta hvers lands. Hins vegar er mitt álit það, að kjör beri að greiða starfsmönn- um skipanna eigi lakari en al- mennt gerist á landi, og til þess eins gera íslenzkir farmenn kröfur. Tekjuafgangur skipafélaganna á sl. ári sýnir að nokkuð hefur rofað til í siglingamálunum og ætti það að auðvelda skilning forráðamanna á lausn þessa vandamáls. Hræddir við skuggannaf sjálf- um sér virðist mérforráðamenn- irnir um of og næsta ósamkvæm- ir eigin orðum. Vitað er að afkoma þjóðarbús- ins á sl. ári leyfði aðeins 10% kauphækkun, þó fer hún al- mennt yfir 20%, sem að sjálf- sögðu á eftir að segja til sín í hækkuðu verðlagi, nema at- vinnuvegirnir gefi betur í aðra hönd á þessu ári. Hvers vegna sýndu forráða- mennirnir ekki þá festu að setja lög á Alþýðusambandsgrúppuna, þegar hún sprengdi topp greiðslugetu þjóðfélagsins? Svarið er, Alþýðusambands- grúppan hefur sterka pólitíska aðstöðu, sem er skeinuhætt valdaaðstöðu núverandi stjórn- arsamstarfs og því betra að fara með löndum. — Farmannasam- bandið er liins vegar áhrifalaust á stjórnmálasviðinu, sem vinda má sem tusku og óhætt að setja á bráðabirgðalög er samvizkan býður. Hvenær vakna sjómenn sér til meðvitundar um, að þeir eiga líka einhvern rétt?Kannske boða uppsagnirfarmannaástörf- um sínum hér veruleg þáttaskil? VÍKINGUR 206

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.