Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Blaðsíða 36
„I klefanum hérna við hliðina. Gúmmíbát sem blása má upp“. „Gúmmíbát í klefa Dellimare?“ „Alveg rétt“, samsinnti hann. „Undarlegt“, ekki satt? hélt hann áfram og hló. „Hann hafði bátinn þar, sér til öryggis, ef eitthvað skyldi koma fyrir, og nú erum það við, sem höfum not fyr- ir hann. Maðurinn var dauður og ég gat ekki fundið neitt hlægilegt við að hann gat ekki notað bát sinn. „Finnst yður þetta eitthvað skemmtilegt?“ sagði ég afund- inn. Hann svaraði ekki, en gekk að borðinu og tók upp lyklakippu. Eg heyrði hann opna klefann og draga eitthvað þungt eftir gólfinu. Ég fór til jþess að að- stoða hann. Klefadyrnar stóðu uppá gátt og mig rak í rogastanz, þegar ég leit inn Það var eins og brjál- aður maður hefði herjað þar inn. Skúffur voru dregnar út, ferða- kistur rifnar upp og um allt gólfið lágu föt og skjöl á víð og dreif. Öllu var umturnað. Aðeins koj- an var uppbúin og ósnert. Latch var með lykilinn; það hlaut að vera hann, sem hafði rótað svona til í klefanum. „Að hverju voru þér að leita?“ spurði ég. Hann leit snöggt á mig en svaraði engu. Svo sparkaði hann í fatakistu svo að hún valt á hliðina og lá þarna eins og leg- steinn með litríkumhótelmerkjum frá .Tokío, Yokohama, Singapore og Rangoon. „Takið hérna í“, sagði hann. Hann hafði náð taki á stórum pakka úr brúnum segldúk og við drösluðum honum gegnum dyrn- ar og út á þilfar. Hann sneri við og ég heyrði hann læsa klefan- um. Við sprettum segldúknum upp, náðum gúmmíbátnum út og blés- um hann upp. Hann var um tólf fet á lengd og fimm á breidd og honum fylgdu tvær smáárar, stýri, mast- ur og nylonsegl. Þar var líka færi. „Var hann mjög taugaslappur náungi? spurði ég. Að skipseigandi tók með sér samanbrotinn gúmmíbát um borð í skip sitt virtist harla undar- legt. Það var líkast því, að hann gengi með grunsemdir um að sjórinn ætlaði að hirða hann. „Það er kominn tími til að hypja sig héðan“, var það eina, sem Patch svaraði. Ég starði á hann og varð hálf- hvumsa við. Mér fannst lítt skilj - anlegt, að hann skyldi vilja skipta á örugginu um borð í skipinu og uppblásinni gúmmífleytu. „Það er töluverður sjógangur strax og við erum komnir út fyrir skerjagarðinn, sagði ég. „Væri ekki tryggara að doka við um stund, ef hann kynni að lægja eitthvað“. „Við þurfum á vindinum að halda“. Hann snuðraði upp í vindinn til að finna áttina. „Hann hefir þegar snúizt tæp tvö strik og ef við verðum heppn- ir, gengur hann í norðvestur. Hann leit á úrið. „Komið nú“, við höfum sjávar- fallið með okkur í fjóra tíma“. Ég reyndi að segja honum, að við skyldum bíða næstu falla- skipta; þá hefðum við það með okkur í sex tíma, en hann vildi ekki hlusta á mig. „Þá verður farið að dimma, — og setjum svo að áttin breytist. Við getum ekki bagsað upp í kulið á þessari fleytu. Við höfum ekki heldur neina tryggingu fyrir því að hann blási ekki upp á ný, og þér hafið víst enga löngun til að lenda í nýjum stormi. Ég veit ekkert hvað skeður við næsta háflóð. Stjórnpallinum gæti skolað fyrir borð“. Auðvitað hafði hann rétt fyrir sér, og við hröðuðum okkur við að taka saman það, sem við nauð- synlegast þurftum, — mat, sjó- kort, litla áttavitann, klæddum okkur í öll þau föt, sem við kom- umst í, tókum regnkápurnar, sem héngu við klefadyrnar og sjóstígvél. Klukkuna vantaði korter í tíu, þegar við komum gúnnnbátnum á vatnið. Við rerum okkur frá skipinu og heistum seglið. Sólin var geng- in til viðar. Umhverfið var grá- leitt og lá í þokumóðu. Klettarnir virkuðu fjarlægir og eins og múr- steinsbyggingar við sjóndeildar- hringinn. Við settum stefnu á Les Sau- vages, og eftir skamma stund grillum við leiftur vitans, sem sýndi klettana í næturhúminu. Mary Deare var að hverfa, sem óljós þúst í þokumistrinu. Ennþá var mikil undiralda og þegar við vorum ekki lengur í hlé af Minquiers, risu öldurnar hærra og óreglulega allt í kring- um okkur og hentu okkur til og frá eins og leiksoppi. Loftið var kalt og um leið og dagsskíman fjaraði út missti ég alla tímaskynjun. Við veltumst á öldunum yfir fjóra klukkutíma, gegnvotir inn að skinni, öðruhvoru gátum við, eftir ljósinu frá Cap Freshel, átt- að okkur á stöðunni. Við vorum að lokum teknir upp af farþegaskipi frá Peter Port. Skipið var að leita í kanalnum eftir skipbrotsmönnum og stóðu skarpan vörð. Að öðrum kosti hefðu þeir tæplega komið auga á okkur, því þeir voru í hálfrar mílu fjarlægð. Þeir breyttu skyndilega stefnu beint á okkur; lögðust til kuls og létu sig reka á okkur og fíruðu tógstiga niður til okkar. Maður kom niður stigann og hjálpaði okkur upp. Enskar raddir, með uppörfandi orð, hlýjaði okkur um hjartaræt- ur og allar hendur voru á lofti við að innbyrða okkur. Fólkið stóð í þyrpingu í kring- um okkur, spurði okkur spjör- unum úr, gaf okkur vindlinga og sukkulaði. Einn af yfirmönnunum fór með okkur niður í klefa sinn og skip- Framh. á bls. 227 240 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.