Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Side 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Side 32
hafði mokað kolum meðan sjór- inn rann í lækjum eftir gólfinu og leystist upp í gufu, þegar það snerti heitan ketilinn. Nú hafði sjávarfallið snúizt í gagnstæða átt og ljósblikkið frá Mingniers færðist óðfluga nær, en öfugu megin við okkur. Við dagsbirtuna gat ég séð sjálfan vitann. Það var eitt af þessum vitaljósum á hárri stál- grind, sem Frakkar nota, og þrátt fyrir storminn heyrði ég öðru- hvoru hið draugalega hljóð þoku- lúðursins. Við mundum ugglaust fara framhjá vitanum a. m. k. í hálfr- ar sjómílu fjarlægð. Ég skrapp inn, leit á sjókortið, náði í Patch gegnum talrörið og bað hann koma upp. Mér fannst langur tími líða þar til' Patch birtist. Hann fór hægt og reikaði í spori, eins og hann væri nýstaðinn upp úr þungri legu. Við hver vaktaskipti um nótt- ina hafði hann verið líkt og skuggi af sjálfum sér, þegar hann bar við ljósskímu. Nú, þegar ég sá hann í dags- birtunni blöskraði mér. Hann leit bölvanlega út. ,,Það er ekki meira en svo að þér standið á fótunum", sagði ég. Hann starði á mig og virtist ekki skynja hvað ég sagði, en ég leit víst ekki glæsilega út heldur. „Hvað var það“, spurði hann. Ég benti á vitann, sem nú var kominn fjögur strik á stjórn- borða. „Við lendum of langt innan . við hann“, sagði ég. „Við tökum bráðlega niðri á Brisant du Sud skerjunum". Hann fór inn í kortaklefann, og ég bjóst við, að hann mundi senda mig niður. Honum dvald- ist. Ég var orðinn smeykur um að hann hefði sofnað, svo ég kallaði á hann. En hann svaraði samstundis og sagðist vera að athuga afstöðu vitans í sambandi við kortið. Sjávarfallið hafði gripið okkur og ég sá að staðan gagnvart vit- anum breyttist. Hann var næst- um framundan, þegar hann kom út úr kortaklefanum. „Allt í lagi“, sagði hann ró- lega. „Sjávarfallið bjargar því, að ennþá höfum við nægan sjó að fljóta í“. „Vindurinn hafði náð tökum á skuti skipsins og sveiflaði hon- um til hliðar. 1 um 300 metra fjarlægð sást hringiða, sem benti til að þar væru blindsker. Öld- urnar brutu óreglulega til og frá og risu í hvítri froðu hátt í loft upp. Brotsjór skall á skipinu, sjó- lóðrið valt eins og árstraumur yfir framþilfarið. Skipið nötraði stafnanna á milli við átökin. „Viljið þér ekki að ég setji vél- ina í gang. Hann sneri baki að mér, og hlustaði ekki á mig. „I guðanna bænum maður! hrópaði ég, „okkur rekur beint á Minqniers". „Allt í lagi í augnablikinu", svaraði hann rólega, eins og hann vildi róa mig. En ég trúði honum ekki. Hvernig gat allt verið ílagi ? Framundan okkur var ekkert að sjá annað en hafrót, sem braut á neðansjávarskerjunum, yfir margra mílna svæði. Ef við nú tækjum niðri .... „Við verðum að aðhafast eitt- hvað“, sagði ég í örvæntingu. Hann svaraði ekki, en starði í gegnum sjónaukann út yfir sjó- inn á stjórnborða og steig öld- urnar af kunnáttu sjómannsins. Ég vissi ekkert, hvað gera skyldi. Hann virtist mjög rólegur, eins og hann hefði atburðina á sínu valdi, — og þó þóttist ég vita að líkamlega var hann kominn yfir þau takmörk, sem hann þoldi, og ef til vill einnig andlega. „Við verSurn að komast klárir af Minqniers“, sagði ég. „Þá verður allt í lagi, ekki fyrr“. Ég sleppti stýrinu og gekk að stiganum: „Ég ætla að setja vél- ina í gang“. „Hann greip í.mig um leið og ég gekk framhjá. „Skiljið þér ekki“, sagði hann: „Við sökkvum“. „Andlitsdrættirnir voru, eins og dökk augun, steinrunnir. „Ég hefi ekki sagt yður frá því, að sjórinn hefir brotizt gegn- um skilrúmið. „Ég varð var við það skömmu áður en ég leysti yður af.“ Hann sleppti takinu á mér, brá sjónaukanum fyrir augun á ný og virtist leita eftir einhverju í slæmu skyggni morgunskímunn- ar. „Hve lengi“ .... byrjaði ég hikandi, því ég var tregur að segja orðin. „Hvað er langt þar til við för- umst“ ? „Ég veit ekki; nokkrar mínút- ur, ein klukkustund, eða tvær“. Hann lét sjónaukann síga, með ánægjugrettu. „Við eigum ennþá veika von, — en .... “ Svo sneri hann sér að mér og leit á mig rannsakandi augna- ráði. „Ég þarf að fá þrýsting á ket- ilinn í tíu til 15 mínútur. Eruð þér reiðubúinn að fara niður og kynda áfram? En ég að- vara yður, því að þér eigið enga von um björgun ef skilrúmið læt- ur sig meðan þér eruð niðri“. „Hve lengi?“ spurði ég hik- andi. „Hálfan annan tíma, býst ég við“. „Hann leit aftur snöggt á ástandið útifyrir og kinkaði kolli. „Komið! ég skal hjálpa yður stundarkorn". „En skipið?" spurði ég; ef það tekur niðri á einhverju skerj- anna . .. . “ „Það tekur ekki niðri“, svar- aði hann. „Það rekur áfram um það bil eina mílu innan við vitann“. Niðri í kyndistöðinni fannst mér ég vera fjarlægur allri hættu. Hitinn, glóðin í eldholinu og ljósin höfðu þægileg áhrif á mig. ^ VÍKINGUE 236

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.