Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Blaðsíða 6
Nokkrar athugasemdir við verðlagningu Flestum er í fersku minni sú óánægja, sem varð á síðastliðnum vetri við verðákvörðun á loðnu og tilkomu Verðjöfnunarsjóðs fisk- iðnaðarins. Þar sem ég var einn þeirra, sem ekki var ánægður með verð- lagninguna og Verðjöfnunarsjóð- inn, vil ég skýra frá hvað réði minni afstöðu í því máli. En Verðjöfnunarsjóð tel ég æskilegan og til stórra bóta sé hann rétt uppbyggður. Það sem ég var óánægður með og tel að þurfi að breyta varðandi verð- lagningu og Verðjöfnunarsjóðinn er: 1. Sala á lýsi og mjöli þarf að vera framkvæmd af einu sölu- samlagi, þar sem viðkomandi að- ilar eiga aðild að. Sölukostnaður afurðanna er alltof hár hjá flest- um verksmiðjueigendum og ég er vantrúaður á það söluverð, sem Verðlagsráði sjávarútvegsins er gefið upp sé rétt í öllum tilfellum. Auk þess er sterkara að koma fram sem einn stór aðili við sölu afurðanna, heldur en láta marga aðila bjóða sömu vöruna. 2. Það sem tekið er í Verð- jöfnunarsjóðinn má ekki miða eingöngu við söluverð afurðanna eins og nú er gert, það á að taka tillit til þess magns sem aflast líka. Þar skulum við læra af mis- tökum Norðmanna. Þeir komu á Verðjöfnunarsjóði svipuðum þeim, sem hér er nú. Var komin mikil upphæð í sjóð þeirra á með- an verðlag afurða var hátt, en afli lítill, en síðan tæmdu Norð- menn sjóðinn alveg á beztu afla- árum, sem hjá þeim hafa komið. 3. Yfirstjórn sjóðsins á að vera í höndum þeirra, sem í sjóðinn leggja. En eins og nú er skipað hefur ríkisvaldið óeðlilega mikil afskipti af stjórn sjóðsins. 4. Þegar ákveðið var að nota heimildarlögin um stofnun Verð- j öfnunarsj óðs f iskiðnaðarins varðandi loðnu, hafðienginreglu- gerð verið samin fyrir sjóðinn, aðeins voru til mjög opin heim- ildarlög, sem rammi að sjóðs- stofnun. 5. Við ákvörðun um hvað tekið er í sjóðinn átti að taka fullt til- lit til að afkoma viðkomandi að- ila hafði verið slæm árið á undan og þurfti að fá verulegan bata og að stór hluti af árslaunúm sjó- manna koma á loðnuvertíðinni. Verðj öfnunarsj óður fiskiðnað- arins mun hafa mikil áhrif á fisk- verð í framtíðinni, vonandi kem- ur sjóðurinn til hjálpar, ef verð- fall verður á afurðum og til þess var hann ætlaður. En með svo mörgum fulltrúum ríkisvaldsins í stjórn sjóðsins sem nú er, tel ég vera þá hættu að þeir vilji taka ói/ei Sízt er það löngun mín að auka á stéttaríg, og er það engan veginn tilgangur þessa rabbs, sem ég ætla Sjómannablaðinu Víkingi, enda þótt efni þess ætti ef til vill betur heima í bændablaðinu Frey. í Vísi 2. október 1969 er viðtal við Þorstein bónda Sigurðsson á Vatns- leysu, mann, sem maður hefur tekið alvarlega sem trausta stoð bænda og metið sem slíkan. Ef Vísir fer réttilega með viðtal Þ.S., sem við verðum samkvæmt reynslu að taka með nokkurri varúð, finnst mér, að hann kveði nokkuð fast að orði, þegar hann segir: „O, svei því öllu“, og telur svo upp heilmikla runu af alls konar skráveifum, sem bændur ku hafa orðið fyrir af veðurguðunum á þessu ári, vorkulda eða vorleysi, kali, sprettuleysi, óþurrkatíð allt sumarið og snjóalögum og frosti fyrir vetrarnætur. Já, að vísu er ástandið ekki gott og allt útlit fyrir allmikilli fækkun gangandi fjár á Suðurlandi í haust. Það eru þó nokkrar raunabætur hinum hrelldu bændum, að allsæmilegt verð virðist vera á sláturafurðum, jafnvel á olíusviðnum kindarhausum. Svo upplýsir fyrrnefndur „formælandi" bænda, að hægt muni að fá afurðakraftfóður frá Frakklandi, betra og kostaríkara en annað, sem innfæddir hafa átt kost á til þessa. Svo munu Eyfirðingar og aðrir norðanmenn geta séð af einhverju heyi, og er þá ekki allt í góðu lagi? Vonandi komast sunnlenzkir bændur frá þessu „hallæris- ári“ lítið meiddir eins og sæmir velferðarríki. Hitt er svo annað mál, að menn, sem þó eiga rætur sínar í íslenzkum landbúnaði, en hafa ekki sinnt honum síðustu áratugi, eru undrandi yfir öllum þessum barlómi um kal, sprettuleysi og sífellda óþurrka. Þessir menn verða undrandi, þegar þeir gefa sér tíma frá dagsins önn og skreppa upp í sveit til þess að létta sér upp og viðhalda kunningsskap við fjar- og nærskylda ættingja og kunningja, þegar þeir sjá hvað stór- kostlegum og gleðilegum breytingum öll landbúnaðarstörf hafa tekið á 2—3 áratugum. Það er svo að segja sama hvert er farið. Alls staðar blasa við stór- felldar jarðræktarframkvæmdir. Víðlend mýra- og flóaflæmi eru ýmist sundurskorin af djúpum skurðum til uppþurrkunar, plægð og að nokkru undirbúin undir sáningu eða iðgræn af grasi. sem bíður þess að verða hag- nýtt til fóðurs. Þá er víðast hvar mjög mikil breyting á byggingum, ný- tízkuleg hús (kannski helzt til nýtízkuleg sums staðar) með öllum hugsan- legum nútímaþægindum, kæliskápum, ískistum, sjálfvirkum miðstöðvum, VÍKINGUR 210

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.