Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Blaðsíða 16
Ég vil biðja viðstadda að minnast Þorsteins Árnasonar með því að rísa úr sætum. Aðsókn að Vélskólanum hefur aukist mjög. Hér í Reykjavík var tala nemenda í skólanum fyrir 1966 frá 80 í rúmlega 100 stöku sinnum. 1966 voru nemendur 137; 1967 145; 1968 143 og 1969 voru nemend- ur 214 og útlit er fyrir að þeir verði enn fleiri næsta vetur. Þessi mikla aukning veldur ýms- um vandamálum. Kennslustofur eru 9 í skólanum og ein þeirra er frá- tekin fyrir stýritækni. Bekkjardeild- ir voru 10 s.l. vetur. Hægt var að bjarga þessu við með því að kenna í anddyrinu. Næsta vetur er reiknað með 13 bekkjum. Hvernig því verður bjargað er enn óráðin gáta. Annað mjög alvarlegt vandamál í sambandi við þessa fjölgun er skort- ur á kennurum. Því miður eru kenn- arastöður við Vélskólann ekki eftir- sóknarverðar. Menn gefa sig ekki í þetta nema þá sem aukastarf. Sem dæmi má nefna að maður var lánað- ur frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur til að kenna rafmagnsfræði nú í haust. Það var ekki fastmælum bundið, heldur aðeins til reynslu. í ljós kom að starf hans truflaðist svo mjög við þessa kennslu, að hann varð að hætta á miðjum vetri. Líkt þessu henti í fleiri kennslugreinum. Þótt slíkt leysist einhvernveginn er augljóst að það getur aldrei orðið nema neyðarráðstöfun og veldur alltaf mikilli truflun. Þetta er þeim mun alvarlegra sem námið í skólan- um er mjög hart sótt. Ég vil þakka öllum kennurum skólans fyrir ágætt starf þeirra í vetur. Ef þeir hefðu ekki tekið á sig margvísleg aukastörf hefði vandinn ekki leystst eins giftusamlega og þó varð raunin. Þess er að vænta að úr húsnæðis- vanda skólans leysist á næstunni og einnig úr kennaraskortinum. En það getur ekki orðið með öðrum hætti en að kennarastörfin verði greidd sam- kvæmt eðlilegum launaflokki, þ.e. í sama flokki og menntaskólakennar- ar eru, eins og annars staðar. Starfsemi skólans á Akureyri var í vetur rekin eins og í fyrra: 1. og 2. stig, í Vestmannaeyjum var rekið 1. stig. í ráði er að 2. stigs kennsla hefjist næsta haust í Vestmannaeyj- og er það nú í undirbúningi. 1. stigi lauk á öllum þrem stöðum 28. febrúar og voru afhent samtals 109 skírteini 1. stigs. Að þessu sinni verða afhent eftir- farandi skírteini: 2. stig Ak. 11 2. — Re. 47 58 3. stig Re. 37 4. — Re. 26 Samtals 121 Eða samtals á landinu 230 skírteini allra stiga. Síendurtekin spurning er hvort ekki sé verið að stofna til offram- leiðslu á vélstjórum. Ég held ekki að svo sé, enda er skortur á vél- stjórum á fiskiskipum og eftirspurn eftir vélstjórum í landi er þó nokk- ur. Hún fer áreiðanlega vaxandi með aukinni iðn og vélvæðingu atvinnu- veganna, enda fer sá skilningur vax- andi, að alls staðar þar sem vélar Tveir vélstjórar framan vió gufuvél í tog- ara. — Sá til hægri er Andrés Andrésson, sem mikið liefur starfað í félagsmálum vélstjóra. eru notaðar, er þörf kunnáttumanna til að sjá um þær. Námsárangur þessa skólaárs má í heild teljast mjög sæmilegur og í mörgum tilvikum ágætur. í Reykja- vík náðu framhaldseinkunn úr 1. stigi 61% 2. — 59% 3. — 80% miðað við þá er hófu nám í haust. í 4. stigi stóðust allir prófið. Fjalarbikarinn sem er farandbik- ar, gefinn af vélsölufyrirtækni Fjal- ar h.f. og veitist þeim nemanda, sem beztum árangri nær við’ 3. stigs prófið í vélfræði, veitist að þessu sinni Einari G. Gunnarssyni, sem var nemandi í 2. bekk A. Hann hlaut 34,1 stig af 36 mögulegum. Þýzka sendiráðið hefur sent bóka- verðlaun, eins og að undanförnu. Eftirtaldir nemendur úr 4. stigi hljóta þau, fyrir framúrskarandi ár- angur í þýzkunámi: Helgi Laxdal hlaut 9,2 Þórður Jónasson —• 9,0 Óli Már Aronsson — 7,8 220 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.