Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Síða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Síða 35
fyrst, þegar ég leit út og sá dauf- ar útlínurnar á skipsbógnum að ég gerði mér ljósa grein fyrir hvað skeð hafði! Það mundu líða rúmar sex klukkustundir þar til sjávarfall- ið snerist í mótstæða átt, og hækkaði í og sjógangurinn ykist. Ég var hálfsofandi, þegar ég skreiddist niður. Allt virkaði svo óöruggt og dularfullt og ég stóð af mer ímyndaðan velting af gömlum vana, enda þótt skipið væri stöðugt sem klettur. Þegar ég náði til klefa míns, voru stimpilslögin þögnuð og vél- in stöðvuð. Það skipti mig engu hver ástæðan var. Við mundum hvorki þurfa á vél eða dælum að halda framar. Svefn var hið eina sem ég hafði áhuga á. Það virðist næstum ótrúlegt að svefn væri mögulegur, undir þessum kringumstæðum. Ég hafði álitið Satch geðbilaðan, en þegar ég komst að raun um að hann var það ekki, heldur hafði hann þvert á móti sýnt yfirburða sjó- mennsku, fékk ég aftur trú á hon- um og treysti því að við værum öruggir þar til sjávarfallið sner- ist. Ég gat hvort eð var ekkert að- hafst, — ekki hann heldur. Við höfðum engan björgunar- bát; enga von um björgun, þar sem við vorum inn á milli þessara skerja og sízt á meðan óveðrið geisaði. Ég vaknaði í niðamyrkri, við að sjórinn rann, eins og straum- þung svört elfa eftir ganginum fyrir utan klefann minn. Senni- lega steyptist hann niður í gegn- um brotinn loftsneril í salnum, eða einnig annarsstaðar frá. öldurnar skullu á skipshlið- inni og öðruhvoru heyrði ég ískr- andi skraphljóð, þegar skipið hreyfðist til á skerinu. Ég gekk upp í herbergi skip- stjórans. Patch lá alklæddur í kojunni og þó að ég beindi vasa- ljósinu á hann, bærði hann ekki á sér, enda þótt hann hefði sofið yfir tólf tíma. reyna að finna eitthvað matar- kyns, og kveikti á prímusnum. VlKINGUR Ég fór niður í eldhúsið til að í því kom ég auga á nafn- spjald, sem fest var á klefahurð bak við skipstjóraherbergið. Á því stóð J. C. Dellimare og undir nafninu: The Dellimare Trading and Shipping Company Ltd. Heimilisfangið var St. Mary Axe í London. Það var bjartur dagur, þegar ég vaknaði aftur. Storminn hafði lægt og öldugangurinn heyrðist ekki framar. Dagsskíman brauzt í gegnum gluggann, sem var mattur af seltu. Patch svaf ennþá, en hann hafði tekið af sér skóna, afklætt sig í teppi. Stiginn, sem lá niður að saln- um og millum þilfarið virtist enda í vatnsfleti, sem allskonar dót flaut í. Uppi á stjórnpalli blasti við mér sami eyðileikinn og fyrr og það setti að mér hroll. Það var komin háfjara og klettarnir risu allt í kring um skipið, svartir af sjávargróðri niður við hafflötinn. Vindstyrk- urinn var ekki yfir fimm til sex stig. Ég sá brotin á skerjunum úti við sjóndeildarhringinn, en við skipið var því sem næst lá- deyða. Ég stóð lengi í sömu sporum og virti fyrir mér rólega undir- ölduna, eftir storminn og kletta- þyrpinguna allt í kring og ég fann strauma af fögnuði fara um mig við tilhugsunina; að vera ennþá lifandi og að mér veittist sá munaður að líta sólina spegla sig í haffletinum og andvarann leika um andlit mér. En bátauglurnar stóðu auðar nema hvað einn báturinn hékk mölbrotinn í trosnuðum kaðli, niður við sjávarmál. I þessu kom Patch upp til mín. Hann leit ekki í kring um sig, en stóð og starði á stefnið, sem nú stóð uppúr sjó og á lestaropið, sem gapti við okkur lúgufullt af sjó. Síðan gekk hann útá hrotinn brúarvænginn og leit aftur eftir skipinu. Hann hafði þvegið sér í framan og andlitið var fölt og tekið. Mér fannst ég þurfa að segja eitthvað; í það minnsta að láta hann heyra þá skoðun mína, að ég teldi hann hafa sýnt yfirburð- ar sjómennsku við að koma skip- inu á þennan stað. En allt fas hans var svo fráhrindandi, að ég sagði ekki orð, og að lokum labb- aði ég þegjandi niður. Honum dvaldist lengi uppi og þegar hann kom niður, sagði hann aðeins: „Við skulum fá okk- ur matarbita, við getum yfir- gefið skipið eftir einn til tvo tíma. Ég spurði hann ekki um hvern- ig hann teldi okkur geta yfirgef- ið skútuna með brotinn björgun- arbát. Ég fann greinilega að hann vildi engar orðræður. Hann tyllti sér á kojustokkinn og lét axlirnar síga. Þvínæst tók hann sig saman og í þungum þönkum og einskon- ar leiðslu fór hann að tína saman pjönkur sínar. Ég kveikti á prímusnum og setti ketilinn yfir, á meðan hann dró út skúffur og lét ýmiskonar sk.jöl niður í gula olíuborna skjóðu. Hann hikaði aðeins, leit á myndina og tók hana líka. Teið var tilbúið, þegar hann hafði lokið við þetta og ég opn- aði kjötdós. Við borðuðum þegjandi og ég braut heilann um það, allan tím- ann hvað hann hyggðist fyrir. Hvernig ætlaði hann að útvega bát? „Það þýðir víst lítið fyrir okk- ur að bíða hér eftir björgun. Eng- inn finnur Mary Deare hér. Hann starði á mig eins og í forundran yfir að nokkur skyldi rjúfa dauðaþögnina um borð. „Nei, það tekur tímann sinn fyrir þá að finna dallinn". Hann kinkaði kolli í djúpum þönkum. „En við verðum að slá saman fleka“. „Fleka?“ sagði hann undrandi. „Við höfum bát“. „Bát? .... Hvar?“ 239

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.