Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Blaðsíða 9
kvæmd björgimaraðgerða að miklum mun auðveldari, fljót- virkari og öruggari. Þar eð sjó- kort okkar eru prentuð í einum lit, nema þau sjókort í litlum mælikvarða, sem eru með bláum lit innan viss dýpis, þá tel ég góða lausn á þessum vanda að fá tilkynningakerfisnetið með reita- númerum prentað með öðrum lit eða litum, heldur en aðalprentlit- ur kortisins er. Ættu lituðu lín- urnar þá síður að blandast saman við aðrar línur á kortinu, svo sem bauganetið, en hætta á slíkum ruglingi var einmitt talinnægjan- leg forsenda, til þess að við feng- um ekki netið á sjókortin í upp- hafi. Þegar nú tilkynningarkerfis- netið verður komið á sjókortin og útlendur skipstjóri fær í hendur íslenzkt sjókort með torkennileg- um reitum og tölum, mun það að sjálfsögðu vekja undrun hans. Hann mun spyrja: — Hvað er þetta? Svarið gæti orðið eitthvað á þessa leið: — Þetta er bara björgunarnetið, sem við notum héma á Islandi, og öll okkar skip nota. Það nær yfir stóran hluta af N.-Atlantshafinu, og af því að við vitum alltaf hvar skipin okk- ar eru eða voru á ákveðnum tíma,. þá getum við alltaf skipulagt björgunaraðgerðir með auðveldu móti. Þá spyr útlendingurinn: — Af hverju fáum við útlendingarnir hér á N.-Atlantshafinu ekkert að vita um þetta. Þið Islendingar gengust þó undir slíkar skyldur með undirskrift ykkar að alþjóð- legum samningi um þessi efni í október 1950. Þetta er alveg rétt hjá útlend- ingnum. Á síðasta þingi FFSÍ þuldi ég upp þessi samningsákvæði, sem ríkisstjórnin birti í auglýsingu nr. 63 í apríl 1953. 1 ákvæðum þessum gengst Island undir þær skyldur að auglýsa og hafa að- gengilegar upplýsingar umbjörg- unarkerfi sitt og þær breytingar, sem kunna að verða á því. Á grundvelli þessara samnings- ákvæða, lagði ég til, að komið VÍKINGUR yrði á fót björgunarráði á Is- landi, með þátttöku allra björg- unaraðila á íslandi. Eitt höfuð- verkefni slíks ráðs væri einmitt að sjá um, að fullnægt væri slík- um skyidum vegna björgunar- kerfisins, sem að framan getur. Síðasta þing FFSl átti ekki gæfu til að álykta um stofnun slíks björgunarráðs, tillagan átti einn andmælanda, sem taldi slíkt björgunarráð ekki geta stuðlað að eflingu björgunarmála á Islandi. Þessi ummæli hans eru bókuð í gerðabók þingsins, en þegar hann hafði yfir þessi ummæli, var ég farinn af þinginu og út á sjó. Nú skulum við ekki láta það um okk- ur spyrjast, að þversagnir á borð við þessa, geti ráðið gerðum okk- ar. Við skulum álykta á þessu þingi, að komið verði á fót björg- unarráði fyrir Island, eins og lagt var til á síðasta þingi. Við stöndum andspænis þeirri staðreynd, að margra þjóða menn sigla undir þær skyldur gagnvart öllum sjófarendum í nánd við Is- land, og sjálfir viljum við vissu- lega stuðla að auknu öryggi allra sjómanna auk okkar sjálfra. Við skulum hafa í huga fær- eysku fiskiskipin, sem stunda veiðar eða sigla á okkar hafsvæði. Við skulum líka hafa í huga, að árið 1968 voru að meðaltali 18 brezkir togarar við Islandsstrend- ur dag hvern allt upp í það, að vera flestir 37 í einu. Auk þessa eru fjölmörg skip af öðrum þjóð- ernum við strendur landsins. Það er ljóst mál, að auðvitað mundi það stórefla björgunar- kerfið, ef öll skip á hafsvæði okk- ar hefðu fulla þekkingu á björg- unarkerfi okkar, og þó þau tækju ekki beinan þátt í tilkynningar- skyldunni, þá gætu þau haft kort með reitakerfinu og þá á auð- veldan hátt tekið virkan þátt í framkvæmd björgunaraðgerða. Vegna þess, að við höfum van- rækt þessar skyldur okkar, getur það meðal annars bitnað verst á 213

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.