Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Blaðsíða 27
bar engan árangur. Fimm mán- uðum seinna fannst flaska, vel frá gengin, á strönd Nova Scotia. 1 flöskunni voru skilaboð sem hljóðuðu á þessa leið: „Huronian“ hvolfdi á Atlantshafi sunnudags- nóttina. Fjórtán okkar erum í bát.“ Engin undirskrift var á skeytinu. Fyrst var haldið að þetta væri gabb, en fimm árum seinna var gildi þess staðfest, er annað skeyti fannst í flösku sem rak á strönd Norður-lrlands. Það skeyti hljóðaði á þessa leið: „Hur- onian“ er að sökkva, topp þung, önnur hliðin í kafi. Verið þið sæl- ar mæður og systur — Charlie MsFell, smyrjari.“ Nú eru þau flöskuskeyti mikil- vægust sem send eru til þess að auðvelda vísindamönnum að kort- leggja strauma og reka á heims- höfunum. Fyrstu tilraunir í þá átt er að finna mörgum árum fyrir Krists burð eftir Theophrastus, grískan heimspeking. Hann fleygði flösk- um í Miðjarðarhafið við rann- sóknir á fallstraumum. Mörgum öldum síðar fleygði Benjamín Franklín flöskum í Golfstrauminn. í flöskunum var miði með nafni hans og heimilis- fangi. Biður hann finnandann að láta sig vita um stað og stund, þegar flaskan fannst. Með söfnun þeirrar vitneskju, er þannig barst, gat Franklín kortlagt bæði hraða og stefnu Golfstraumsins. Hafa straumkort hans þurft lít- illa breytinga við hingað til. Um 1860 fór brezka flotastjórn- in að gefa út prentuð eyðublöð, er afhent voru yfirmönnum á skip- um til þess að fleygja í sjóinn. Á eyðublaðinu var gefið upp nafn skipsins, staður og stund er flösk- unni var fleygt í sjóinn. Finnandi var beðinn að rita á eyðublaðið stað og stund er flaskan fannst og senda eyðublaðið til baka. Um 30 árum seinna tók flota- stjórn Bandaríkjanna upp sams- konar kerfi, og er það ennþá not- að. — Hafrannsóknar-skrifstofa Bandaríkjaflotans sendir útnokk- ur þúsund slíkar flöskur árlega. Eru flöskurnar afhentar skip- stjórum á amerískum skipum á- VÍKINGUR samt fyrirmælum um, að láta þær í sjóinn á ýmsum stöðum á hnett- inum. f sérhverri flösku er bréf- spjald, á það ritar skipstjórinn nafn skips, dagsetningu, stað skipsins (breiddar- og lengdar- gráðu), þar sem flöskunni var fleygt. 1 flöskunni er einnig ann- að bréfspjald með leiðbeiningum fyrir finnanda. Eru leiðbeining- arnar prentaðar á sjö mismun- andi tungumálum, þar á meðal Esperanto. Um 350 eyðublöð endurheimtast ár hvert. Eftir þeim hafa verið dregin ágæt straumkort. Slíkum flöskum er fleygt í tug- þúsundatali ái'lega í heimshöfin, því að, þrátt fyrir bætt vísinda- tæki nútímans, gjöra rekaflösk- urnar ennþá mikið gagn við könn- un leyndardóma hafsins. Umboðsmenn ríkisstjórna setja nú reglulega á flot rekaflöskur á heimshöfunum. Er þeim stundum fleygt frá skemmtisiglingaskipum (jacts), verzlunarskipum eða þá rannsóknarskipum á vegum einkavísindastofnana. Full gerð sjókort eru sérstak- lega gagnleg eftir stríð, til þess að leiðbeina um fund sprengi- dufla á aðalsiglingaleiðum. Eftir seinni heimsstyrjöldina voru þús- undir af virkum og stórhættuleg- um tundurduflum á reki á skipa- leiðum. Mörg stór tjón urðu þá á skipum, sem rákust á þessi djöful- legu meinvætti. Það var því bráð- nauðsynlegt að komast að því, hvar og hvenær líkur væru til, að þau yrðu á leið skipanna, ef sigl- ingar áttu að vera öruggar yfir Kyrrahafið. — Upplýsingar sem rekaflöskurnar gáfu, leystu vand- ann. Jafnvel á venjulegum tímum er hægt að geta sér til um rek hættulegra ,,flothylkja,“ segja fyrir með allnokkurri vissu, og má þakka það vitneskju, sem safnað hefir verið með rekaflösk- unum. Bandarískir og canadiskir rann- sókna-vísindamenn fleygðu yfir 156.000 lokuðum sódavatns-flösk- um á Atlantshafi, frá Nýfundna- landi til Florida á tímabilinu 1948—1962. Vitneskja sem feng- ist hefir af endursendum bréf- spjöldum, hefir veitt mikilvægar upplýsingar um yfirborðsstrauma á Atlantshafi. Þessar yfirgrips- miklu rannsóknir verða notaðar til þess að leiðbeina um,hvarmegi fleygja úrgangsefnum frá kjarn- orkustöðvum, svo og skolprennsli til sjávar, þá má og nokkuð af þeim læra um göngur fiska. Nákvæm þekking á hafstraum- um getur orðið fiskimönnum bók- staflega gulls ígildi í auknum veiðum. Vísindamenn Bandaríkj- anna nota t.d. flöskurnar til að benda fiskimönnum á, hvar lík- legt sé að veiða megi þorsk og ýsu. Egg þessara fiska fljóta við yfirborð sjávar. Sé flöskum fleygt meðal þeirra sem flotmerki, og beri þær til hafs, er líklegt að egg fiskanna geri það einnig. Sjókort auðvelda siglingafræð- ingum að meta straumhraða og rek, svo að þeir geti sneitt hjá mótstraumi, og notað meðstreymi til flýtisauka. Iðnfyrirtæki nota flöskur til þess að finna eðafylgja úrgangsefnum. Gefa þær bend- ingu um, hvort ákveðin svæði, eða sj ávarstrendur séu í hættu vegna mengunar. Siglingafræðingar, sem „stud- era“ endursend flöskuskeyti, eru í mjög góðri aðstöðu til að meta, hvaða álit fólk víðsvegar hefir á Ameríku. Almennt trúa mennþví, að göturnar í Ameríku séu lagðar gulli, (paved with gold), og það- an sé að vænta ríflegrar þóknun- ar fyrir að finna flöskuskeyti — þrátt fyrir athugasemd um að svo sé ekki, sem prentuð er á eyðu- blaðið. Stúlka nokkur á Canary-eyjum heimtaði endurgreiðslu á ferða- kostnaði til ameríska ræðismanns- ins (þar sem hún skilaði flösku- skeytinu), ekki einungis fyrir sjálfa sig, en einnig fyrir tilsjón- arkonu sína. Þessi unga kona mátti ekki ferðast fylgdarlaust. írsk innheimtustúlka fór jafnvel fram á það, að fá eiginmann að launum, og tók fram, að hann ætti að vera í góðum holdum, því að feitir menn eru skemmtilegri, örlátari og rómantískari, sagði hún. Þó að flöskuskeyti bjóði finn- 231

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.