Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Page 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Page 1
EFNISYFIRLIT: bls. Hafsins auður gegn hungri G. Jensson 333 Nýtt Radíó neyðarkerfi? Þröstur Sigtryggsson, þýddi 335 Nýting botnfastra sæþörunga við íslandsstrendur Sigurður V. Hallsson, efnaverkfrœðingur 336 XXXIII. árgangur. s* )fotnanna> bfa&lc) VÍKINGUR ýl9.fanJi, 3 armanna- °g 3iilu imannalami bancl [anclá Ritstjórar: Cuðm. Jensson áb. og Örn Steinsson. 10. tbl. 1971. Hafrannsóknir á árinu 1970 344 Guöm. Jensson: Skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan 50 ára Bárður Jakobsson 346 Hafsins auður gegn hungri Öryggi um borð í kaupskipum 349 Hin aldna kempa Guðmundur Jónsson llelgi Hallvarðsson 354 Opið bréf til skipstjórnarmanna Jóhann J. E. Kúld 360 Sobraon IJallgr. Jónsson þýddi 362 Félagsmálasíðan Ingólfur Stefánsson 368 Framhaldssagan „Mary Deare“ G. Jensson þýddi 365 Frívaktin o. fl. Forsiðumyndin er frá Sundahöfn. Ljósm.: Snorri Snorrason, yngri. Sjóman n n l> íu dicí VÍKIIMGLR Útgefandi F. F. S. I. Ritstjórar: Guð- mundur Jensson (áb.) og Örn Steins- son. Ritnefnd: Böðvar Steinþórsson, formaður, Ingólfur S. Ingólfsson, vara- formaður, Anton Nikulásson, Haf- steinn Stefánsson, Henry Hálfdans- son, Ólafur V. Sigurðsson, Sigurður Guðjónsson. Blaðið kemur út einu sinni í mánuði og kostar árgangurinn 500 kr. Ritstjórn og afgreiðsla er að Bárugötu 11, Reykjavík. Utanáskrift: „Yíkingur“, pósthólf 425, Reykjavík. Sími 1 56 53. Prentað í Isafoldarprent- smiðju hf. Fyrir nokkrum misserum las ég grein eftir heimsfrægan amerískan haffræðing, er fjallaði um auðæfi hafsins. Mér eru ennþá minnisstæð um- mæli hans varðandi ísland, þá miklu framtíð þessa eylands, sem hann taldi hafa mikla möguleika til að verða „eggjahvítuforðabúr millj- ónaþjóða". Það er þess virði, að leggja eyr- un við, íhuga og draga ályktanir af, þegar viðurkenndir vísindamenn á heimsmælikvarða birta skoðanir sem slíkar, byggðar á raunhæfri þekk- ingu. Ekkert er hættulegra einni þjóð en að vanmeta og jafnvel vanrækja sína eigin getu til að byggja upp og viðhalda þeim möguleikum til mikillar tekjuöflunar, sem gera landsmönnum fært að lifa og njóta ávaxta hennar; vegna þess, að á þeim möguleikum, sem ávallt hafa verið í augsýn og nærtækir, byggist framtíð okkar, sem menn- ingarþjóðar í velferðarríki. Þá er ekki síður ástæða til að líta á þá hlið málsins, hversu mikil- vægt hlutverk það er einni þjóð og lífrænt, að leggja svo stóran skerf af mörkum af efnaríkri matvæla- tegund, sem fiskafurðir eru og mannkynið þarfnast í vaxandi mæli og tæplega mun falla í verði, heldur verða ein öruggasta framleiðsla um ókomna tíð. En í þessum efnum er margt að athuga. Það munu fáar þjóðir, eins og við íslendingar, hafa i jafnríkum mæli af að segja svo veigamiklum sviftingum í atvinnu- lífinu, sem raun ber vitni. Slíkt hefur átt sér stað á undan- förnum árum og jafnvel áratugum. Breytingarnar í veiðitækni og sókn í fisktegundir hafa verið það sveiflukenndar í okkar sjávarút- vegi að með eindæmum má telja, miðað við aðrar þjóðir. Þess vegna er því nauðsynlegra, að horfast hverju sinni í augu við aðvífandi vanda og bregðast við honum af festu og glöggri yfirsýn. Þeirri fjölbreytni sem frekast verður við komið í sjávarútvegin- um er ekki aðeins nauðsynlegt að viðhalda. Hana verður að auka og efla. Við höfum lærdómsríka reynslu af því og harla dýra, að einblínt hefur verið um of á eina fisktegund, eins og t. d. síldina á kostnað bol- fiskveiðanna. Hver maður, sem ígrundar þá hlið málsins, hlýtur að reka sig á þá staðreynd, að það má teljast með ólíkindum að í hálfan annan ára- tug skuli enginn nýtízku togari hafa bætzt i veiðiflotann, en hann hrundi niður, úr 43 í 20, sem nú eru að verða svo til úr sér gengnir. Þessari bitru reynslu ber ekki að gleyma, heldur hafa hana til varn- aðar í framtíðinni. Þess vegna ber að fagna því, að síðustu mánuðina hefur hlaupið

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.