Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Qupperneq 2
slíkur vakningarstraumur í togara-
útgerðarmálin, að dæmi um það
hafa ekki skeð í 25 ár, eða frá því
laust eftir síðari heimsstyrjöld, að
nýsköpunin hófst í sjávarútvegin-
um.
Má segja að hér væru að verða
síðustu forvöð með að gera stórt
átak, ef við ætluðum okkur að halda
áfram að vera hlutgengir sem fisk-
veiðiþjóð í framtíðinni.
Sá lifandi áhugi, sem vaknað hef-
ur meðal athafnamanna í sjávarút-
vegi um allt land varðandi eflingu
togaraútgerðarinnar, má eflaust í
meginatriðum rekja til þrýstings
frá samtökum sjómanna sjálfra.
Hópur manna innan FFSÍ, undir
foryztu eins ágætasta hugsjóna-
manns sjómannastéttarinnar, Henr-
ýs Hálfdanssonar, hófst handa um
stofnun ÚTHAFS: almenningshluta-
félags til kaupa á verksmiðjutogara,
sem fyrir þrem árum var falur frá
Póllandi á mjög hagstæðu verði, þar
sem hann var einn af mörgum í
seríubyggingu þar.
Því miður rann þessi merkilega
og ég vil segja sögulega tilraun út
í sandinn. Hluthafarnir skiptu
hundruðum, en þeir voru fátækir
þótt áhugann vantaði ekki og þá
sem fjármagninu réðu skorti trú á
fyrirtækið.
Frá þessum tíma hafa fiskflökin
nær tvöfaldast í verði og gefur því
auga leið hversu mikið „glæfrafyr-
ii tæki“ þetta var; og nú er slegist
um hvern ugga sem úr sjó er dreg-
inn. En nóg um það, að sinni. Þrátt
fyrir sár vonbrigði með þessa tíma-
bæru tilraun má óhætt fullyrða, að
hún kom slíku róti á hugi manna,
að áhuginn fyrir endurnýjun tog-
aranna var vakinn og er nú að bera
árangur, þótt í annarri mynd sé.
Og nú er sóknin hafin í nýsköp-
uninni. Allur landslýður bíður með
óþreyju eftir nýsmíðum og eldri
skuttogarar eru keyptir til lands-
ins af þeirri brýnu þörf fyrir fram-
leiðslutækin, sem vex með mánuði
hverjum.
334
Ekki er ólíklegt, að þjóðin sé far-
in að skynja hættuna, sem getur
stafað af því að krefjast útfærslu
landhelginnar til eigin nytja, en eiga
þá takmarkaðan flota til að notfæra
sér hana.
Þá er annað áralangt áhugamál
sjómannastéttarinnar, sem er að
verða að veruleika.
Stofnaður hefur verið Fiskiðn-
skóli undir stjórn Sigurðar B. Har-
aldssonar efnaverkfræðings, sem að
allra dómi mun vera mikill áhuga-
maður; hefur unnið mikið braut-
ryðjandastarf við undirbúning slíkr-
ar fræðslu og kynnt sér hliðstæð
skólamál rækilega hjá Norðmönn-
um, sem að sjálfsögðu geta orðið
hin nærtækasta fyrirmynd við upp-
bvggingu okkar skólahalds.
En ennþá vantar nokkuð og næsta
skrefið hlýtur að verða skólaskip í
einhverri mynd. Fyrr verður okkar
þörfum á raunhæfri þjálfun sjó-
mannsefna ekki fullnægt.
Þá verður ekki hjá því komizt
að koma á fót myndarlegum sjó-
vinnunámskeiðum, t. d. í Vest-
mannaeyjum, vestanlands og austan.
Nú er ástandið orðið þannig í
stærstu verstöðvunum að bátar kom-
ast ekki út á línu vegna þess að
vanir beitingamenn eru að verða
ófáanlegir. Þetta hefði þótt lygileg
saga í mínu ungdæmi fyrir vestan.
1. des. nk. hefst 25. þing F.F.S.Í.
Þar munu ábyggilega verða tekin
til meðferðar mörg mál varðandi
ástand sjávarútvegsins og framtíð
hans.
Frá þeim þingum, þar sem full-
trúar sjómanna rökræða áhugamál
sín, kjör og aðstöðu, hafa undan-
farna áratugi komið margar gagn-
merkar ályktanir. Það er full ástæða
tii að álíta að ekki verði frekar nú
slakað á klónni.
Það mun ávallt verða ánægjulegra
hlutskipti íslenzku þjóðarinnar að
vera „eggjahvítuforðabúr milljóna-
þjóða“, heldur en geymslustöð ál-
málms, háðan markaðsbraski alþjóð-
legra auðhringa.
Nikulás Kr. Jónsson
skipstjóri
lézt hér í borg 4. okt.
Þessa manns verður
nánar minnst í jóla-
blaði Víkings.
VlKINGUE