Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Blaðsíða 8
eftir franska nafninu „maerl" (skylt möl). Líkur eru fyrir því, að á Arnarfirði séu kalkþörungarset, sem nemi tugum ef ekki hundruðum milljóna tonna af mærlingi. Þess má geta, að Frakkar framleiða yfir 200.000 tonn af mærlingsmjöli á ári og selja það sem kalkáburð og sem fóðurbæti heima fyrir og t. d. á Bretlandseyjum, en þar er mærlings- mjölið farið að hafa áhrif á þangmjölsmarkaðinn. Frakkar telja mærling betri en skeijasand og jafnvel gengið svo langt að telja að hindra megi gin- og klaufaveiki með mærling, en það er ekki vísindalega sannað, svo eg viti. Mærlingur inniheldur um 80% af kalsíumkarbonat og um 10% af magnesíum karbonari og ýmis sporefni, svo sem járn, joð o. m. fl. í meira magni en skeljasandur. Mærling mætti dæla, eða grafa, upp og þurrka í fiskmjölsverksmiðju á ódýran máta. Kanna þarf þó fyrst, hvaða áhrif slíkt nám hefði á dýralífið á kalkþörungamiðunum. Um aðra nytjaþörunga er það að segja, að rækta mætti á Islandi söl (Rho- dymenia palmata), purpurahimnu (t. d. Phorphyra umbilicalis) og jafn- vel grænhimnu (sjávarsalat, Ulva lactuca) til matar, en talið er að með ræktun, t. d. á sölum, megi fá fram tegundir sem fullnægt gætu eggja- hvítuþörf mannsins. Japanir neyta nú árlega 65.000 tonna aðeins af þara og eru með 620 km2 og 40.000 net undir rækt í sjó. Efnavinnsla úr sæþörungum Japanir hafa ræktað sæþörunga í mörg hundruð ár og framleitt agar í 300 ár, nú úr 30 tegundum rauðþörunga. Tvær tegundanna vaxa hér, en sennilega of dreift til nýtingar. Nú framleiða auk Japana Danir, Frakkar, Norðmenn, Bretar, Spánverjar, Portúgalar og Bandaríkjamenn agar og carrageenan úr rauðþörungum. Hið síðarnefnda, sem notað er sem hleypiefni í sultur, krem o. m. fl. og hefir sýnt sig að hafa vírus- drepandi eiginleika. mætti framleiða hér úr fjörugrösum (Chondrus crisp- us) og sjávarkræðu (Gigartina stellata), eins og sagt hefir verið frá áður. Rauðþörungar þessir vaxa því miður mjög strjált hér við land, en sandar suðurstrandarinnar eyðileggja að öðru leyti prýðisskilyrði fyrir vöxt þess- arra þörunga. Um 1750 hófu Frakkar þang- og þarabrennslu til framleiðslu á sóda, og byggðu upp fyrsta efnaiðnað Evrópu, gler- og sápuiðnaðinn á þeim sóda. Er Leblanc fann upp aðferð til að framleiða sóda úr salti stöðvaðist þara- brennslan nærri alveg. Uppgötvun á joði í þörungum kom þó brennslu þeirra aftur í gang og stóð hún til loka 19. aldar, er joð fannst í Chile- saltpétri. Einstaka smáverksmiðjur störfuðu þó langt fram á 20. öldina. Um 1800 bauðst íslendingum að læra þang og þarabrennslu, en af skamm- sýni varð eigi úr þátttöku íslendinga í þessum þörungaiðnaði fyrr en um 1906, er Jón Vestdal brenndi þang og þara á Álftanesi. Öskuna átti að selja til joðvinnslu í Skotlandi, en þá var sá iðnaður að leggjast niður erlendis. Rétt fyrir aldamótin síðustu fannst alginsýra í þara og varð það upphafið að framleiðslu lífrænna efna úr þörungum í hinum vestræna heimi. Al- ginsýra og sölt hennar hafa ýmsa mjög merkilega eiginleika, enda notuð í hundruði vörutegunda. Læt ég nægja að nefna nokkur dæmi. Alginsýra og sölt hennar eru notuð: sem hleypiefni (sýra getur tekið til sín allt að því 200 falt magn sitt af vatni); í vatns-olíu blöndur, ávaxtasafa o. fl. til þess að halda föstum efnum svífandi; í krem, sárasmyrsl, megrunar- lyf (sýran er seðjandi en meltist lítið); sáraumbúðir, sem leysast upp t. d. innvortis; tannmót; snyrtivörur og krem, svo sem tannkrem; við bjórframleiðslu; í rafsuðuþráð; í lýsispillugerð; kalsíumalginat VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.