Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Side 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Side 32
skipum um fyrirkomulag á íbúðum. Skutpallurinn var stuttur, náði ekki fram að aftursiglu (mizzen mast), þó að framskips reisn næði rúmlega aftur fyrir framsig’lutré. Á Sobraon hentu fá slys um ævina, og svo var einnig um flest fyrsta-flokks farþegaskipin, sem gerð voru út frá London. Þó kom það fyrir að menn féllu úr reiðanum, og tvisvar kostaði það mannslíf, stundum björguðust menn eins og við kraftaverk. Einu sinni féll lærlingur sem vó 86 kg., af fótlínu við aðalrásegl, var það 58 feta fall. I fallinu tókst honum að kreppa sig saman þannig, að hnén námu við hökuna, og halda höndunum yfir höfði sér. I þessum stellingum féll hann á þilfarið og kom niður á hliðina. Hann missti með- vitund við fallið, en brotnaði hvergi. Hann kom til vinnu sinnar aftur áður en mánuður var liðinn. Árið 1886 féll maður af efri toppseglsránni á stórsiglutrénu, er Sobraon var á siglingu inn Plymouthsundið. Hann féll með útréttar hendur, (spreadeagle fashion) alveg öfugt við lærlinginn, sem áður var getið. Hann sleit á fallinu 7 veglínur í aðal reiðanum, sem voru 27 faldar og kom niður á handrið ómeiddur. Aðeins ein manneskja féll útbyi'ðis af Sobraon og drukknaði, á öllu æviskeiði skipsins, var það mjög átakanlegt atvik. Sunnudagskvöld í nóv- embermánuði 1883, er skipið var statt á 35. gráðu suðurbr. og 5. gráðu vesturl. og gekk 13 sjóm. fyrri blásandi byr og fullum seglum á útleið til Ástra- líu. Það var nýbúið að slá glas, þegar kvenfarþegi, mjög ung stúlka, kom upp á skutpallinn og sett- ist á kassann yfir stýrinu. Fimm mínútum síðar hrópaði vaktformaðurinn: Guð minn góður! hún er komin útbyrðis! Þriðji stýrimaður og vaktfor- maðurinn hlupu út að handriðinu og sáu hvar stúlkan hékk á neðri riminni að utanverðu og lét sig falla í sjóinn. Með því að vaktformaðurinn hafði sleppt stýrishjólinu, leitaði skipið upp í vindinn. Fjórum mínútum eftir að kallað var „maður útbyrðis", var bátur kominn á flot. En jafnvel með rárnar þvert og vindinn í baksegl hafði Sobraon nú runnið að minnsta kosti hálfa mílu áfram. Það var dimmt og mikill undirsjór, leit var haldið áfram í 4 klukkustundir, en engin merki sáust um stúlkuna. Þrátt fyrir það að báturinn varð fyrir áföllum hvað eftir annað, náðust tveir björgunarhringir sem fleygt hafði verið í sjóinn. Það var greinilegt að hér var um sjálfsmorð að ræða. Stúlkan átti enga ættingja eða vini á skip- inu, og ástæðan fyrir þessu tiltæki hennar varð aldrei uppvís. 1 annað skipti féll lærlingur útbyrðis á morgun- vaktinni, skipið fór þá með 5 mílna hraða í Hita- beltinu. Þegar björgunarbáturinn komst til hans um 20 mínútum seinna, synti hann í rólegheit- unum, var búinn að reima frá sér og kominn 364 úr þungum stígvélum og slöngva þeim um hálsinn á sér. Versta fárviðri, sem Sobraon lenti í var norð- ur af Crozets á austurleið 1889. Loftvogin hrapaði niður 21,75. Á meðan allir unnu að því að minnka seglin rifnaði framseglið. Þegar svo veigamikið segl var farið eins og forseglið, og stórsjóir ógn- uðu með að skella yfir aftur skipið á undanhald- inu, fyrirskipaði skipstjórinn að slá undir nýju framsegli. Það reyndist 30 mönnum háskasamleg barátta í 4 klukkustundir uppi í reiðanum að festa seglið og koma því fyrir. Stóðst á endum, að þegar því var lokið, rifnaði efra topp-seglið í tætlur. Öldugangurinn var hræðilegur. Með rifað fram- seglið eitt og tvö lægri toppsegl undir, skreið Sobraon yfir 14 hnúta. Um nóttina gerðu brotsjóir mikinn usla á skipinu. Meiri hlutinn af bakborðs skjólborðinu brotnaði og skolaði útbyrðis. Skips- bátur, sem hékk í bátsuglunum 22 fet yfir sjó, hvarf, bátsuglurnar þverbrotnuðu í sundur. Há- glugginn yfir aðalfarþegasalnum lagðist inn undan sjóþunganum, og mikill sjór komst niður, svo mik- ill að farþegar þar niðri gátu ekki fótað sig og bókstaflega skolaði um koll. Fremra þilfarshúsið, en í því var eldhúsið og vélarúmið, brotnaði að mestu í spón, og allt sem inni var fór í súginn. Það sem hlífði því að varðmenn tók ekki útbyrðis, voru líflínur, sem strengdar voru um skipið fram og aftur. Stýrimaðurinn og þrír aðrir, urðu fyrir brotsjó þar sem þeir stóðu við aðal nálabekkinn, slöngvaði sjórinn þeim að tréþili, sem reist hafði verið til hlífðar skutpallinum, lömdust þeir ná- lega í öngvit. Það leit illa út á þiljum uppi, en þó var ástandið næstum lakara niðri. 1 þrjá daga urðu farþegarnir að halda þar kyrru fyrir, renn- blautir og hræddir, þeir fengu lítið að éta, og horfðu á farangur sinn skolast fram og aftur við fætur sína eins og hráviður. Fárviðri geisaði frá því síðdegis á sunnudag og þangað til á miðvikudagsmorgun að vindinn lægði og brátt var komið logn, stóð svo í nokkrar klukkustundir, að fjallháar öldumar byltu skip- inu svo heiftarlega, að stór hætta var á að bryti siglutrén, en með því að allur reiði og seglviður var traustur, bjargaðist allt vel. í desembermánuði árið 1891, þegar Sobraon kom til Melbourne var þetta gamla skip selt New South Wales stjórninni, er notaði það sem eins konar skólaskip fyrir unga afbrotamenn (reform- atory ship), og næstu 20 árin lá það við festar í Sydney höfn. Árið 1911 tók sambandsstjómin skipið að sér, og lét breyta því í æfingaskip fyrir drengi, sem gengu í sjóher Ástralíu. Þannig varð þetta fræga farþegaskip í meira en 30 ár algeng sjón í Port Jackson, sýnishom og dæmi um það bezta í skipa- smíði, skipstjóm og siglingum á dögum afa okkar. Hallgr. Jónsson þýddi eftir „The Compass.“ VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.