Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Qupperneq 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Qupperneq 31
þegar hann átti að vera þvert af „Start“. Næsti skpistjóri á Sobraon var J. A. Elmslie, og undir hans stjórn varð skipið eitt vinsælasta farþega- skipið í nýlendusiglingunum. Læknar sjöunda og áttunda áratugsins, gerðu mikið að því að telja sjóferðir margra meina bót, einkum við krabbameini og berklaveiki, svefnleysi og svefngöngum. Þessi lækningamáti brást mjög sjaldan. Friður og frelsi frá áhyggjum, hreint andrúmsloft, heilbrigt líf á vel stjórnuðu seglskipi, reyndist oft hafa læknandi áhrif á sjúklingana. Af öllum seglskipum sem fluttu farþega, var Sobraon mest lofsungin af læknunum. Um sumar lækn- ingar, sem áttu sér stað á skipinu var sagt, að þær nálguðust kraftaverk. Svo frægt varð skipið fyrir heilsusamlegar sjóferðir til og frá löndum hins vegar á hnettinum, að þegar almennir far- þegar höfðu snúið baki við seglskipunum vegna þess að þeir áttu kost á fljótari ferð með eim- skipi, þá fylltu berkla og taugasjúklingar og aðrir sem leituðu sér hvíldar við ofþreytu, stöðugt salar- kynni skipsins. Öll skip Devitt & Moore félagsins vru gerð út eftir svokallaðri „Blackfashion" reglu. Til þess að geta haft jafnan nýmeti á borðum flutti Sobraon í hverri ferð nokkurn fjölda lifandi alidýra, t. d. 3 uxa, 90 kindur, 50 svín, 3 mjólkandi kýr, og um 300 endur, gæsir og hænsni. í skipinu var ísklefi sem rúmaði nokkrar lestir af ís og stór þéttari fyrir ferskt vatn, og var hann í notkun annan hvern dag. VÍKINGUR Skipið var ríflega mannað, var skipshöfnin þessi: Skipstjóri, fjórir stýrimenn, átta lærlingar, timb- urmaður, bátsmaður, vélgæzlumaður, seglsaumari, tveir aðstoðar bátsmenn, sextán framreiðslumenn, tvær þernur, tuttugu og sex full gildir hásetar, fjórir viðvaningar og tveir drengir, — 69 menn alls. Farin var aðeins ein ferð á ári, og ávallt farið frá London á bezta tíma ársins, í Ástralíuferð þ. e. síðari hluta septembermánaðar. Venjulega fór skipið frá Ástralíu fyrri hluta febrúarmánaðar, og kom við bæði í Cape Town og St. Helunu á heimleið. Skipið dvaldi við St. Helenu 3—4 daga og losaði þar um 100 lestir af vörum, svo sem hveiti, korni og niðursoðnu kjöti. Á meðan ráfuðu farþegarnir um eyjuna og heimsóttu Longwood og greftrunarstað Napoleons, og klifruðu upp 699 þrepin að hermannaskálunum. Elmslie skipstjóri efndi ávallt til grímudans- leiks á meðan skipið stóð við hjá St. Helenu, var það viðburður, sem eyjaskeggar hlökkuðu jafnan mikið til, eigi síður en skipverjar og farþegar. Það voru ríkuleg salarkynni fyrir slíkan mann- fagnað í Sobraon. Salur fyrsta farrýmis var 200 feta langur og náði um milliþilfarið frá afturskipi og frameftir að frádregnu 20 fetum aftan við framsiglu. Salur annars farrýmis náði um það sem eftir var milli-þilfarsins að frádregnum forða- geymslurúmum og seglaklefum í framskipinu. Sobraon var frábrugðið flestum farþega-segl- 363

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.