Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Blaðsíða 34
haldið mistókst þeim g-ersamlega.
Skipstjórinn neitaði að leika
sitt hlutverk. Þeir reyndu að
sökkva skipinu í stormi, en það
heppnaðist ekki.
Higgins tók að sér að sjá um
þetta, en það varð honum of-
viða.“
Patch hafði hækkað röddina
í ákafa sínum við að útskýra
gang málanna og grunsemdir
sínar:
„Reynið að líta á þetta frá
sjónarmiði hinna.
Tólf manns hafa drukknað,
gamall maður dauður, sennilega
myrtur og skipið sjálft liggur
úti á Minquiers.
Þeir þora ekki að láta mig
komast út í Mary Deare, — ekki
ykkur heldur.
Ja, og nú þora þeir ekki einu-
sinni að hleypa ykkur í höfn.
Ekki fyrr en þeir hafa losað
sig við Mary Deare.“
Mike starði á Patch orðlaus
af undrun:
„Þetta er allt svo fjarstæðu-
kennt.“
„Hversvegna fjarstæðukennt?“
Þeir hljóta að vita að ég er
hér um borð og tæplega lagt út
í þetta, ef þeir hefðu ekki gert
sér grein fyrir afleiðingunum.
Hugsið yður áhættuna, sem
þeir taka, ef sannleikurinn yrði
opinber.
Mike sneri sér að mér:
„Trúir þú þessu, John?“
Hann var mjög fölur og rugl-
aður.
„Ég held að við gerum réttast
í því, að reyna að komast undan
þeim,“ sagði ég.
Patch hafði sínar ástæður til
að reka okkur áfram og ég liefði
síður en svo löngun til að láta
þá draga mig upp í næturmyrkr-
inu.
„Hamingjan góða!“
Mike starði á okkur á víxl,
eins og hann biði eftir svari.
„Þetta er brezk landhelgi. Þeir
geta ekkert gert okkur hér.
Hvem fj.. geta þeir gert?“
Hann leit í kringum sig.
Næturmyrkrið umlukti okkur
og smámsaman var honum ljóst,
að það gerði hvorki t'il eða frá
hvort við vorum staddir í Kan-
alnum eða annarsstaðar á sjón-
um.
Hér vorum við þrír einir í
myrkri og úfnum sjó, sem aðeins
lýsti í þegar hvítfexti í öldutopp-
ana.
Án frekari orða náði Mike í
hraðamælinn í skápnum og fór
með hann afturá.
„Við höldum þar með áfram,“
sagði Patch. Rödd hans var ör-
þreytt eftir allan spenninginn
og óvissuna og það minnti mig
á, að hann hafði hvorki notið
svefns né matar síðasta sólar-
hring og þar að auki staðið fleiri
daga í ströngum réttarhöldum.
„Ég held okkur takizt að halda
þeim í skefjun," sagði Mike og
leit um öxl í áttina til Griselda.
„Þegar sjávarfallið snýst get-
um við beitt betur upp í vindinn,“
sagði ég.
„Viltu taka fyrstu vaktina
Mike,“ og ég stóð upp frá stýr-
inu stirður og kaldur.
Það verður tveggja tíma vakt
og fjórir tímar frí; einn við stýr-
ið og hinir tveir viðbúnir.
Við vorum sorglega fáir við
svona hörku kringumstæður.
Mike tók við stýrinu og við Patch
fylgdumst að inn í kortaklefann.
„Hefir yður komið í hug hver
er um borð í mótorbátnum ?“
spurði hann.
„Það getur ekki verið Gunder-
sen, skiljið þér.“
„Hver gæti það verið?“
„Higgins.“
„Skiptir nokkru máli hvor
þeirra það er?“ spurði ég.
„Hvaða upplýsingar gefur það?“
„Aðeins þetta,“ sagði hann.
„Gundersen er maður, sem
aðeins tekur á sig takmarkaða
áhættu.
En ef Higgins hefir stjórn á
bátnum..." Hann starði á mig
til að sjá hvort ég hefði skilið,
hvað hann gaf í skyn.
„Meinið þér, að hann muni
einskis svífast?“
„Já,“ svaraði Patch. „Það var
engin ástæða til að láta unga
Duncan fá vitneskju um það.
Ef Higgins tekst að koma í
veg fyrir að við komumst út á
undan honum, þá er úti um hann
og þegar hann verður tekinn
fastur, verða hinir ofsahræddir.
Meira að segja Burrows vélstjóri
mun breyta framburði sínum,
skiljið þér.
Og nú ætla ég að fá mér eitt-
hvað í svanginn,“ bætti Patch
við í dyrunum.
„Mér þykir afar leitt að ég
skyldi verða til að koma ykkur
í þessa alvarlegu klípu. Það var
síður en svo ætlun mín.
Ég lauk við að færa leiðarbók-
ina og fleygði mér síðan í gall-
anum uppí kojuna. En mér varð
ekki svefnsamt.
Veltingurinn var óþægilegur
og í hvert sinn og mér varð litið
út um opnar dyrnar, sá ég sigl-
ingaljósin á Griselda bregða fyr-
ir að baki okkar.
Ég heyrði storminn hvína í
reiðanum, og kveið fyrir ef hann
lægði.
Tvisvar sinnum varð Mike að
kalla á mig til að hjálpa honum
við að hagræða seglunum og
klukkan tvö tók ég við stjórn-
inni.
Sjávarfallið hafði snúizt og
sjórinn varð krappari.
Við breyttum stefnu í suðvest-
ur, hertum á dragreipunum svo
að seglin stóðu næstum flöt þeg-
ar við beittum upp í vindinn.
Hráslagalegur kuldi næddi
um andlitið og ég stóð ákaft við
að sigla stífan beitivind og sjó-
löðrið freyddi um bóginn.
Að baki okkar sá ég að sigl-
ingaljósin á Griselda fylgdu okk-
ur, stefnubreytingu okkar og að
hvíta toppljósið dansaði á öld-
unum.
En vélknúinn mótorbátur fer
ekki eins vel í sjó og undir segl-
um og smám saman fjarlægðust
ljósin svo að við sáum aðeins
það hvíta eins og skriðljós á
öldutoppunum.
Ég heyrði gegnum storminn að
Mike kallaði æstri röddu:
366
VlKINGUR