Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Side 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Side 10
er hægt að spinna, t. d. með fínum ullarþræði, og leysa það síðan í lút þannig að fíngerð flík úr ull verður eftir. Það hefir vakið mikla athygli, að með natríumalginati er hægt að hindra strontíum-90 (eitt af geislavirku úrfellisefnunum frá kjarnorkuspreng- ingu) í líkama manna og dýra. Hið geislavirka strontium skilst úr líkamanum sem torleyst salt af alginsýrunni, en það hefir þó engin áhrif á nýtingu kalsíum. Þess má geta, að kalsíumalginat er burðarvefur brún- þörunganna og er að byggingu til líkt tréni, en um flesta eiginleika ólíkt því. Nú munu yfir 15.000 tonn framleidd af alginötum í heiminum, og er markaðurinn lítið eitt vaxandi en samkeppnin hörð á milli tiltölulega fárra framleiðenda. Aðstaða okkar fslendinga er því eigi góð til alginat- framleiðslu, markaðslega séð, auk þess sem við höfum eigi enn hafið vinnslu undirstöðuefnavöru, sem er grundvöllur nútímaalginatvinnslu. Þessi mynd gæti þó breytzt á næstu árum. Einnig er möguleiki á því, að framhaldsrannsóknir á vinnslu efna úr þangi og þara beri þann árangur að aðferðir sniðnar eftir íslenzkum staðháttum komi fram' 1 sjónarsviðið. Þá er þess að vænta, að hafin verði erlendis, og e. t. v. hér, vinnsla á öðr- um merkum, lífrænum efnum úr þangi og þara, svo sem manitóli (nú framleitt í tilraunaskyni í Japan og Frakklandi), laminarin og fucoidin. Mannitól má nota í lökk, sprengiefni, o. m. fl. og laminarin og fucoidin í lyf til varnar blóðtöppum o. fl. Efni þessi mætti auðveldlega vinna hér við jarðhita. Mjög líklegt er að ýmis lyf og gerladrepandi efni verði framleidd úr þangi, þara og öðrum þörungum í framtíðinni. Við íslendingar þurfum bæði að fylgjast með þörungarannsóknum erlendra vísindamanna og framleiðenda og einnig að framkvæma okkar eigin rannsóknir. Auk alginata mætti hér framleiða carrageenan og agar, ef góð rækt feng- ist í rauðþörunga hér. Áburðarvökva úr þangi hefir greinarhöfundur sannreynt að hægt er að framleiða hér í miklu magni. Einnig mætti nefna möguleika, sem nú eru þegar fyrir hendi, á framleiðslu á töflum úr þara, sölvum og fleiri þörungategundum. Blöndun þörungamjöls í brauð og sæl- gæti er og gert víða erlendis og ætti að reyna hér. Undírstöðurannsóknir á sæflóru íslands Um síðustu aldamót vann dr. Helgi heitinn Jónsson sér heimsfrægðar með rannsóknum sínum á sæflóru Islands, en hann fann hér um 200 tegundir brún-græn og rauðþörunga. Rannsóknir dr. Helga voru að miklu leyti styrktar af Dönum. Sjötíu ár liðu þar til fé fékkst aftur til skipulagðra undirstöðurannsókna á allri sæflóru Islands, er dr. Sigurður Jónsson og greinarhöfundur fengu erlendan styrk 1970 til þess að kosta rannsókna- leiðangur þann, sem farinn var umhverfis landið s.l. sumar. Safnað var flestum tegundum sæþörunga, sem áður voru þekktar og nokkrum nýjum tegundum, sem allar verða greindar nánar í vetur. Allmörgþörungasýni voru og þurrkuð til efnagreininga í vetur. Leiðangursmenn nutu góðrar fyrir- greiðslu um land allt, og komizt var á ýmsa afskekkta staði, svo sem sker á Þaralátursgrunni og Kolbeinsey og víðar, með prýðilegri aðstoð Landhelgisgæzlunnar. Vísindasjóður og að nokkru leyti ríkissjóður studdi rannsóknaleiðangur okkar, og þess er vænzt, að Alþingismenn sem og aðrir landsmenn stuðli að framhaldi á rannsóknum þessum á næstu árum. Reynt var eftir föngum að kanna aðstæður til nýtingar þörunga á þeim stöðum, sem kannaðir voru, en athyglisverðir möguleikar eru fyrir hendi á nokkrum stöðum, sem nú eru að fara í eyði. 342 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.