Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Síða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Síða 33
FRAMHALDSSAGAN: „MARY DEARE “ eftir Hammond Innes. Ég kinkaði kolli, og ég fann, að hann reyndi að draga sínar eig- in ályktanir. Sætröllið kastaðist á hliðina fyrir sterkri vindkviðu og ég fann hvernig strekkti á stögun- um. Ég fékk sjóslettu framan í mig. Mike kom aftur. „Hvernig vissurðu, að þetta var Griselda?" „Með öðrum orðum; ég hafði á réttu að standa. „Já, annaðhvort Griselda, eða systurskip. Fimmtíu feta löng. Byggð hjá Pankhurst 1931“. „Hver er hámarkshraðinn ?“ „Erfitt að segja um það. Hún er með tvær sex strokka Pankhurst vélar, en það eru þær uppruna- legu, og það fer eftir því, hvern- ig þeim hefir verið haldið við. Ég gæti trúað að hún kæmist eitthvað yfir átta hnúta.“ Sætröllið lagðist dýpra og sjórinn gekk yfir þilfarið. „í sléttum sjó?“ „Já, aðeins í góðu veðri“. Það hvessti óðum, svo hvít- fexti í öldurnar. Ég þóttist viss um, að sjávar- fallið mundi ekki breyta um stefnu fyrr en eftir tvo tíma. Þá mundi það snúast í vestur og vaxandi stormur mundi róta upp kröppum sjó. Það þýddi að Griselda tapaði a. m. k. einni mílu í hraða. „Ég hætti á það“, sagði ég við Mike. Við reynum að sleppa undan þeim í nótt. Síðan sagði ég honum frá skipasalanum, sem ég og Hal höfðum hitt og hvernig Higgins hefði aðvarað mig. „Higgins hefir gizkað á, að þér mynduð fara niður til Lulworth“, sagði ég við Patch. VÍKINGUE „Higgins?“ Hann sneri sér við og starði aftureftir. Kastljósið lýsti upp andlit hans og augun fengu sér- stakan gljáa. Það gat verið reiði, ótti, eða hroki, ég veit það ekki. Svo slokknaði ljósið og hann stóð við hlið mér eins og dimmur skuggi. „Ef það væri nú aðeins Delli- marefélagið....“ Mike virtizt létta. „Þeir geta ekkert gert, — geta þeir það?“ „Þér virðizt ekki ennþá hafa gert yður grein fyrir....“ Rödd Patch hljómaði hvöss og snögg í myrkrinu, en ég gat mér til um hugarástand hans og leit um öxl. Var það ímyndun, eða hafði báturinn dregið á okkur? „Við höldum áfram“, sagði ég. „Er það O.K.? Ég var í óvissu um hvað gera skyldi. „Við eigum einskis annars úr- kosta“, sagði Patch. „Höfum við það ekki“, hróp- aði Mike æstur. „Við getum siglt inn til Poole, báturinn þaima mun elta okkur þangað.... „Ég held að við ættum að fela yfirvöldunum um allt þetta mál“. Hann var skjálfraddaður. Báturinn tók sjó inn á stjórn- borðsbóg og hann lagði öldu- stokkinn í kaf. Við vorum aug- sýnilega komnir á grynnra vatn því öldurnar urðu krappari og veltingurinn óþægilegur. Skútan sleppti sjó og snerist með ógnarhraða, þegar bátur- inn stakk stöfnum. „Hægið á mótornum“, hrópaði Patch. „Hann dregur úr hraðanum." Hann hafði rétt fyrir sér og Mike skaust inn í stýrishúsið og sló af. Hreyfingar bátsins urðu eðli- legri við að nota seglin eingöngu og hann varði sig miklu betur. En þótt Patch, sem sjómaður, hefði á réttu að standa, kom Mike aftur og var öskuvondur: „Þér þykist vera hárviss um að við ættum að sigla í kapp við þennan bát, yðar vegna“ — og hann sneri sér að mér og bætti við: „Farðu að mínum ráðum John; snúðu undan og taktu stefnu á Poole.“ „Snúðu undan?“ sagði Patch. „Hinn báturinn gengur betur en þessi.“ „Snúið þá uppí og setjið stefn- una á Weymouth." „Það er tilgangslaust,“ svaraði ég. „Og í báðum tilfellum myndu þeir ná okkur,“ greip Patch fram í. ,Hvað gerir það til?“ spurði Mike. „Þeir geta ekki gert okkur neitt. Þeir hafa lögin sín megin, það er allt og sumt; en þeir geta ekkert gert. „Drottinn minn góður!“ sagði Patch með vonleysissvip. „Skiljið þér ekkert ennþá?“ Hann beygði sig áfram með andlitið þétt að mínu: „Skýrið honum frá því, Sands. Þér hafið hitt Gundersen, — og þér þekkið núna þennan leik.“ Hann starði á mig, en sneri sér svo aftur að Mike. „Hlustið nú á: Ráðagerð þeirra er að tryggja sér 250 þúsund sterlingspund. Þeir hafa fjarlægt farminn og selt Kínverjum hann. Það var auðvelt að framkvæma þetta atriði málsins. En fram- 365

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.