Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Blaðsíða 36
Félags mála opnan Samningar Allflest sambandsfélög hafa sagt upp gildandi kaup og kjara- samningum. Skipstjóra og stýri- mannafélagið Bylgjan á ísafirði hefur þó ekki sagt samningum upp, eins eru samningar Skip- stjórafélags íslands bundnir. Samningar Skipstjóra og stýri- mannafélagsins Ægis eru fastir til næsta sumars. Svo fámennu sambandi sem Farmanna og íiskimannasamband íslands er, þó að spanni yfir áhrifamikla atvinnuvegi, er mikill styrkur, þegar félög innan þess standa saman að gerð samninga, og er því mikilvægt að samstaðan sé sem allra bezt. Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn, og er það því nokkurt veikleika- merki, þegar félög innan sam- bandsins hafa ekki fulla sam- stöðu. Þó að fiskverð hafi hækkað all verulega á síðasta ári, eru ýmsir þættir samninganna þannig, að á þeim verður að fást lagfæring. SKATTAMÁL SJÓMANNA Eins og kunnugt er hefur sjaldan verið meiri vöntun á vönum fiskimönnum en verið hefur síðasta árið. Útgerðar- menn og aðrir hafa reynt að gera sér grein fyrir því á hvern hátt mætti úr þessu bæta. Einn af þekktari útgerðarmönnum þessa lands hefur látið þá skoðun í Ijós, að eitt það helzta sem úr gæti bætt, er að sjómenn fengju verulega aukin skattfríð- índi. Nú hafa sjómenn samkvæmt lögum frá 1971 nokkur skatt- fríðindi. í 14. gr. „laga um tekju og eignaskatt" segir: Frá tekjum sjómanna lögskráðra á ísl. skip skal draga kostnað vegna hlífðar- fata: Frádrátturinn ákveðst 800.00 á mánuði miðað við þann vikufjölda, sem þeir eru háðir greiðslu slysatryggingaiðgj alda, sem sjómenn. Sömu aðilum skal veittur sérstakur frádráttur kr. 5000.00 á mánuði og reiknast á sama hátt, enda hafi þeir verið skipverjar á íslenzku skipi ekki skemur en sex mánuði. Við gerð samninga á síðast liðnum vetri var rætt við þáverandi fjármála- ráðherra og sjávarútvegsráð- herra og töldu þeir ógerlegt að auka þessi fríðindi sjómanna. Margir spyrja hvað réttlætir skattfríðindi sjómanna. Margt mætti til tína, þó ekki væri ann- að en aðstaða til vinnu, langur vinnutími og óreglulegur, þá væri það nægilegt til að réttlæta þessi fríðindi. Margt fleira kemur til, svo sem fjarvistir, óvissa um heimaveru og viðdvöl, þegar í höfn er komið. Viðgengist hefur að giftar konur, sem vinna utan heimilis fengju helming tekna sinna skatt- frjálsar. Hef ég ekki annað um það atriði að segja en að ég tel eðlilegt að sjómannskonan, sem verður að gegna hvorutveggja starfinu, að vera bæði húsbónd- inn og húsfreyjan, fái störf sín metin til jafns við vinnu eigin- kvenna, sem vinna utan heimilis. Eitt hefur landmaðurinn fram yfir sjómanninn, en það er möguleikinn á að aðstoða sjálfur við byggingu íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Vinna þessi er ekki skattlögð. Kemur þar greinilega stór liður til sparnaðar í kostn- aði við íbúðarbyggingu. þetta meðal annars hefur valdið því að menn fara úr skiprúmum og vinna í landi til þess að geta not- fært sér þau réttindi, sem land- manninum eru veitt. Þetta verða í sumum tilvikum um tvöföldun að ræða hjá sjómanninum, hann verður að afla tekna til þess að greiða vinnulaun, sem kannske hefðu fallið til hans skattfrjáls, auk þess verður hann að greiða skatt af tekjunum sem fara til greiðsla á vinnulaunum svo og vaxtagreiðslur. Þannig blasir ó- réttlætið við úr öllum skjám. Vill einhver taka að sér að verja slíkt óréttlæti? Ekki get ég það. Þetta verður að laga svo að sjómaðurinn hafi nokkuð jafna aðstöðu í þessu efni og landmað- urinn. Margt mætti fleira tína til, en ekki er hægt að þessu sinni. MEÐFERÐ AFLANS í haust kaus stjórn F.F.S.I. þrjá menn til þess að gera til- lögur um bætta meðferð á fiski, og þá sérstaklega á netafiski. Nefndarmönnum þótti viðfangs- efnið erfitt viðureignar og kaus að hafa þann hátt á að heyra frá mönnum, sem með aflann fara. Boðað var til funda með sjómönnum við Faxaflóa og á Suðurnesjum. Á seinni fundin- um var einnig mættur einn full- trúi frá Vestmannaeyjum. Eins og vænta mátti sýndist sitt hverj- um, en nokkuð athyglisvert var að menn voru tilbúnir að gera sitt bezta í þessu efni. Til þess- ara funda hafði verið boðið Fiskimatsstjóra og á seinni fund- inn auk hans þeim mönnum sem með þessi mál fara. Sennilega verður reynt að halda fleiri fundi um málið og fá kaupendur einnig á fundina. 1962 er talið að af netafiski hafi farið aðeins 20% vertíðar- aflans í 1. fl., en 1970 fór 50,4% af vertíðaraflanum í þennan flokk, er þá ekki meðtalinn tog- arafiskur í hvorugt skiptið. Félags mála opnan 368 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.