Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Síða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Síða 14
Skipstjóra og stýrimanna félagið Bglgjan 50 ára eftir Bárö Jakobsson Bárður Jakobsson. Ævi íslendinga er ekkert annaö en þrotlaus fiski- róður og barátta við nátt-' úruöflin. X. Marmier. FYRIR um það bil fimmtíu ár- um var á ísafirði stofnað félag, sem hlaut nafnið „Bylgjan." Eg tek með vilja svo til orða, því að 16. okt. 1921 komu 24 skip- stjórnarmenn saman á Isafirði, og samþykktu að stofna félag. Á þeim fundi vildu þeir hvorki gefa félaginu nafn né heldur setja því lög. Hinsvegar sam- þykktu þeir að þessi fundur skyldi teljast stofnfundur. Á næsta fundi nokkrum dög- um síðar var allt klappað og klárt, nafnið og lög félagsins. Ekki hefur mér tekizt að vita með vissu hver mestan þátt átti í nafngiftinni, en langsótt var hún ekki. „Aldan“ í Reykjavík, og „Kári“ voru þegar til. Forgöngumenn og framsögu- menn um félagsstofnunina voru þeir Eiríkur Einarsson, þá hafn- sögumaður á ísafirði, og Magn- ús skipstjóri Vagnsson, og var hann fyrsti formaður félagsins, ritari var Benedict (skrifar nafnið sitt svo) Jónsson, en fé- hirðir Guðmundur Þorlákur Guð- mundsson. Varaformaður var Halldór Sigurðsson. Fyrstu lög félagsins eru um sumt athyglisverð. Þar segir í 3. gr.: „Rétt til þess að vera með- limur hafa allir þeir sem hafa skipstjórnarréttindi, ef þeir eru jafnframt starfandi skipstjórar. Nú hefur meðlimur félagsins ekki starfað sem skipstjóri í heilt ár hefur hann ekki rétt til að vera félagsmaður. Þó má veita undanþágu frá þessum skilyrðum ef 4/5 samþykkja á lögmætum félagsfundi." Þetta ákvæði sýnir, að þarna átti að vera um hreint stéttarfélag að ræða, en reyndar varð nokkru síðar að rýmka þessi skilyrði, og skal sú saga ekki rak- in hér. I annan stað má geta þess, að lögin voru upphaflega ætluð fyrir „skipstjórafélag á Isafirði", en nú orðið er félagssvæðið orðið annað og stærra, svo sem kunn- ugt er. Þó stóð nokkuð lengi á því, að þessu yrði breytt. Annað dálítið skrítið atvik kom fyrir í þessu sambandi. Sá maðurinn, sem virðist mesta hafa haft forgöngu um félags- stofnunina og reifað málið, var ekki „starfandi" skipstjóri, en það var Eiríkur Einarsson. Af- leiðingin varð sú, að það varð að taka Eirík inn í félagið með sérstakri fundarsamþykkt, og starfaði hann þar lengi. Einhver kynni að spyrja: Hversvegna var félagsskapur skipstjórnarmanna ekki stofn- aður fyrr á ísafirði. Aðalástæð- urnar voru að ég ætla tvær: Um Athafnalíf á Isafirði (Samvinnufélagið að búast til síldveiða). Maðurinn til hægri (derhúfa og flibbi) er Finnur Jónsson, og veit ég ekki til að þessi mynd hafi verið birt. 346 VÍKINGUE

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.