Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Side 22
Hin aldna kempa
Guðtnundur ðónsson
fyrrv. skipstjóri
■
Guðmundur Jónsson.
Guðmundur Jónsson er fædd-
ur á Gerðhömrum í Dýrafirði 6.
október 1894, sonur hjónanna
Jóns Hólmsteins Guðmundssonar
og Ólínar Bjamadóttur.
Gerðhamrar var þá prestsetur
og setið af séra Þórði, föður Sig-
urðar tónskálds. Faðir Guðmund-
ar var þá í húsmennsku hjá séra
Þórði.
Þegar Guðmundur var tveggja
ára fluttust foreldrar hans að
Ytri-Lambadal, innar í firðinum,
þar sem faðir hans gerðist bóndi
og sjómaður og varð skipstjóri
á þilskipum frá Dýrafirði. Jörð-
in Ytri-Lambadalur var með
stærri jörðum í Dýrafirði. Var
hún 60 hundruð að gömlu mati,
en 36 hundruð að nýju mati.
Guðmundur var um átta ára
aldurs, þegar hann fór fyrst á
sjóinn. Hann réri þá til fiskjar
á árabát, en þá var stutt að róa
til fiskjar, því að þarna voru
góð fiskimið rétt fyrir framan
bæinn.
Jörðin að Ytri-Lambadal reynd-
ist foreldrum Guðmundar of stór,
vegna þess að faðir hans var svo
mikið á sjónum og þurfti á
mörgu vinnufólki að halda. Þau
hjónin tóku sig því upp, þegar
Guðmundur var 12 ára, og fluttu
sig að Granda í Brekkudal.
Þegar Guðmundur var 14 ára
réði hann sig á þilskipið
„Dýra“, sem var 20 tonn á stærð,
og er á honum yfir úthaldið. Síð-
an er hann með föður sínum á
„Elísu“ og „Fönix“, en eftir það
er hann að skrölta á árabátum
og vélbátum. Einum bát var hann
á, sem hann man ekki hvað hét.
Ekki þótti sá bátur mikill far-
kostur, því að hann gekk undir
skopnafninu „Hörmungin".
Árið 1914 réði Guðmundur sig
á mótorskipið „Hjalteyri". en
skipstjóri var Sæmundur Sæ-
mundsson. „Hjalteyrin" var 60
tonn og gekk 6 sjómílur. Á
„Hjalteyrinni" voru 17 menn
og farið fyrst á skak út af
Vestfjörðum og aflinn lagður
upp á Isafirði, um sumarið var
farið á síld. Þá var ekki langt
að fara eftir þeirri „silfruðu“,
aðeins stutt út fyrir Siglufjörð
og þar var hún veidd. Á þessu
fyrsta síldveiðisumri Guðmundar
fengu þeir 3000 tunnur í salt. Sæ-
mundur skipstjóri var mikill
„kall“. Um borð í „Hjalteyrinni"
voru þá, eins og nú, margir frísk-
ir strákar og skapmiklir. Það
kom því fyrir að þeir lentu í
innbyrðis áflogum; en þegar
„kallinum“ fannst of mikil harka
vera farin að færast í áflogin,
kom hann askvaðandi og skakk-
aði leikinn með því að ryðja
mestu áflogaseggjunum til hliðar.
Og voru engin vettlingatök á
því höfð, því Sæmundur var afar
sterkur.
Næsta skip Guðmundar er svo
„Kapella“ 20—30 tonn að stærð.
Var hún útbúin bæði seglum og
vél. Hafði stóran kjöl og því mjög
djúprist. „Kapella“ var undir
stjórn Ingibjartar Sigurðssonar.
Guðmundur var eitt ár á „Kap-
ellu“. Stunduðu þeir þá línuveið-
ar að vorinu til undir Jökli, síð-
an var farið á „skak“ og svo
aftur á línu.
Næsta ár, 1916, fór Guðmund-
ur til Reykjavíkur og réði sig
á seglskipið „Björgvin“ sem Ell-
ert Schram stjórnaði. Var skip-
ið í eigu Dúsverzlunarinnar. Dús-
verzlunin átti þá 12 seglskiþ.
Guðmundur var á „Björgvin"
allt úthaldið, sem var frá því
í febrúar fram til loka septem-
bermánaðar. Á þessum tíma var
vélmenningin að ryðja sér til
rúms á íslandi og hafði eigandi
Dúsverzlunarinnar að sjálfsögðu
fylgst með þeirri menningu. Ár-
ið 1917 var Guðmundur enn á
„Björgvin", með Ellert, á vetrar-
vertíðinni, og í maí ákvað ólafur
ólafsson, sem átti Dúsverzlunina,
354
VÍKINGUR