Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Side 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Side 28
Orðsendintf til skipstjjórnarmanna á fiskiskipum um bœtta me&ferð á fiski frá Jóhanni J. E. Kúld Jóhann J. E. Kúld. Þar sem ég hef veri'ö ráöinn sem fræöslufulltrúi hjá FisJcmati ríkis- ins í öllu sem viðkemur meöferö á fiski, jafnjt á sjó sem á landi, þá vil ég hér meö snúa mér beint til ykkar og í gegnum ykkar eigiö blaö Víkinginn, óslca ég eftir góöri samvinnu viö ykkur, um bætta meöferö á fiskinum á sjónum. „Lengi býr aö fyrstu gerö“, segir íslenzkt máltæki. Og þetta sann- asjt áþreifanlega þegar fiskurinn og nýting hans eru annarsvegar. Þaö er staöreynd sem ekki er hægt aö ganga framhjá, aö góö og rétt meöferö á fiskinum um borö í veiöiskipum, hún er sú undirstaöa sem öll fislcverkun í landi byggist á. Sé þessi undirstaöa í fullkomnu lagi, þá veröa framleiösluskilyrði hvaö hráefninu viökemur, líka góö. Þetta á jafnt viö, í hvaöa \tegund verkunar sem fiskurinn fer. Hver eru þá þessi undirstööuatriöi sem aldrei mega gleymast og varöa jafnt hag sjómannastéttarinnar, útgeröar, fiskvinnslustööva í landi, sem og þjóöarinnar allrar? Eg vil hér á eftir telja wpp, ykkur til minnis, nokkur þýöingarmestu atriöin. 1. Það er nauðsynlegt á öllum fiskveiðum, að blóðga fiskinn vel, strax þegar hann er kominn inn í skipið. Eftir því sem fiskurinn er blóðgaður fyrr því betur tæm- ast blóðæðar hans. Góð tæming blóðæða eykur geymsluþol fisks- ins. Þá verður vöðvi fisks sem fær þannig rétta meðferð strax í upphafi, mikið hvítari heldur en fisks sem síðar er blóðgaður. Þá segja erlendir matreiðslu- sérfræðingar sem rannsakað hafa það mál, að vel blóðgaður fiskur haldi nýja fiskbragðinu mikið lengur sem frystur fiskur, heldur en sá fiskur sem illa var blóðgaður. í saltfiskverkun getur aðeins vel blóðgaður fiskur kom- ist í fyrsta gæðaflokk í útflutn- ingsmati. Á þessu geta menn séð hvað blóðgunin er þýðingarmikið undirstöðuatriði í allri fiskverk- un. Nú er meira að segja svo komið að lax sem fram á síðustu ár, var ekki blóðgaður, þegar hann var veiddur, er nú óseljan- legur á erlendum mörkuðum, hafi hann ekki hlotið góða blóðgun. 2. Það er alveg forkastanlegt að rista fisk á kviðinn til slæg- ingar, fyrr en honum hefur alveg blætt út. Sé það gert, þá kemur það í veg fyrir að blóðæðarnar tæmist alveg. Þessi fiskur er auð- þekktur á því, strax þegar hann er skoðaður, að kviðsárið'á hon- um er rautt af blóði. Það er mikill misskilningur þegar menn halda, að góður þvottur á fiskinum geti komið í stað góðrar blóðgunar. En þetta tvennt, góð blóðgun og góður þvottur þurfa hins vegar að fara saman sem algjör undirstöðu atriði í meðferð fisksins um borð í veiðiskipunum. Sé þetta hvort- tveggja ekki gert samviskusam- lega þá eru sjómenn að vinna gegn eigin hagsmunum, því úti- lokað er, að hægt sé að greiða sama verð fyrir illa meðfarinn og rangt meðfarinn fisk, eins og hægt er að gera sé fiskurinn vel meðfarinn og rétt með farinn á allan hátt. 3. Allur þrýstingur, sem nýr fiskur verður fyrir, hvort sem hann er slægður eða óslægður, er til skaða. Við of mikinn þrýst- ing losna vöðvavefir fisksins, og geymsluþol hans minnkar. ís- fiskur sem liggur undir miklum þrýstingi um borð í veiðiskipum, hann léttist óeðlilega mikið með- an á veiðiferð stendur, og nýting hans verður mikið lélegri í vinnslu heldur en þess fisks, sem ekki hefur legið undir þrýstingi. Af þessari ástæðu þolir nýr fisk- ur ísaður í kassa mikið lengri geymslu heldur en annar fisk- 360 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.