Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Síða 23
að senda 5 af skútum sínum til
Danmerkur og láta setja vélar
í þær. „Björgvin" var ein af
þessum 5 skútum og Guðmundur
einn af áhöfninni. Vélarnar voru
settar í skúturnar í Nasko á Lá-
landi og lauk því verki í septem-
ber sama ár. Frá Lálandi var
haldið til Noregs, vegna stríðs-
ins, en þaðan var haldið króka-
laust heim, enda töldu þeir alla
vegi færa, þar sem skútumar
voru komnar með 100 hestafla
vél og gengu nokkuð vel í logni.
Þegar heim var komið, var ætlun-
in að þessir „kraftmiklu" bátar
færu á línu, en þá vildi enginn
skipstjóranna fara á línu, svo
að gera varð bátana út á skak.
Guðmundur var á „Björgvini“
til ársins 1919, en þá var Guð-
bjartur Ölafsson orðinn skip-
stjóri á skipinu. Það ár fluttist
Guðmundur yfir á kútter „Se-
agull (Sjómáfur) semgerður var
út af sama fyrirtæki.
Árin 1919—1921 var Guð-
mundur í Stýrimannaskólanum.
Ekki var slakað á milli bekkja,
því að þá er hann á togaranum
„Draupni" og „Apríl“ með Þor-
steini í Þórsharmi.
Árið 1923—1924 var Guð-
mundur á „Seagull", sem þá var
undir stjórn Kjartans Stefáns-
sonar. Þegar hann hætti þar fór
hann á togarann „Austra“. Guð-
mundur var afar skinnveikur,
þannig að ef hann féklc skeinu
á hendina ætlaði hún aldrei að
gróa. Slæmt hafði verið á skút-
unum en verra var það á tog-
urunum. Á skútunum var alltaf
nokkur tími, sem fór í aðgerð,
en á togurunum voru menn alltaf
skítugir upp fyrir haus, auk þess
sem vökulögin voru þá ekki kom-
in. Skipstjóri á „Austra“ var þá
Guðmundur Guðmundsson.
Vandkvæðið með skinnveikina
olli því að Guðmundur Reyndi
að fá pláss á „Fossunum“, sem
ekki tókst. En hann lét það ekki
aftra sér. Hann hafði alltaf lang-
að í siglingar og skellti sér því í
desember 1924 út sem farþegi
með „Gullfossi“ til Danmerkur.
Þegar til Kaupmannahafnar
VÍKINGUR
kom, gekk Guðmundur í það að
útvega sér skiprúm. Fékk hann
fljótlega hásetastöðu á „Dronn-
ing Maut“, en það skip, ásamt
„Kong .Hákon“ höfðu rútuna á
milli Esbjerg og Harwich.
„Dronning Maut“ þótti mikið
skip í þá daga. Hún gat flutt
200 farþega í einu og gekk 16
sjómílur. Áhöfnin var yfir 50
manns. Farþegaflugvélamar voru
þá ekki komnar til sögunnar og
því ekki um annað að ræða fyrir
ferðamenn á milli landa en sjó-
leiðin.
Á þessum árum var Guðmund-
ur ungur og hraustur. Hafði lært
box og því til í ýmis ævintýri.
Rétt eftir að Guðmundur kom á
á skipið, fór hann ásamt þremur
skipsfélögum sínum, afleysingar-
stýrimanninum, einum vélstjór-
anna og háseta á land í Esbjerg
til að skemmta sér. Leið félag-
anna lá upp á hótel Spansberg,
sem þá þótti fínt hótel. í salar-
kynnum hótelsins voru öðru meg-
in smá salir með 3—4 borðum.
Settust þeir félagar í einn þess-
ara sala. Guðmundur var þá ekki
orðinn klárari í dönskunni en
það, að hann talaði hálfgerða
„djöfladönsku". Við næsta borð
þeirra félaga sátu tvenn dönsk
pör, mjög „pen“. Og þar sem
Guðmundur talaði sína „djöfla-
dönsku“ sá hann hvar pörin
hlógu og taldi þau vera að hlæja
að danska framburðinum. Skipti
þá engum togum, að Guðmundur
stóð upp, gekk að öðrum mann-
inum, þreif í sitt hvora öxl hans,
kippti honum upp úr stólnum
og settti á gólfið. Beið síðan til-
búinn frekari aðgerða. Maðurinn
stóð upp, og fólkið líka, og hvarf
hljóðlega á braut. Guðmundur
settist aftur að borðinu, en um
sama leyti komu tveir jóskir
sjóarar, sem setið höfðu við eitt
af nálægum borðum, og fengu sér
sæti hjá þeim félögum. Þessir
kappar töluðu sína púra jósku og
vildu fara að ræða við þá félaga.
Allt í einu stóð annar Jótinn
upp frá borðinu, og það gerði
Guðmundur líka, því að hann
hafði fengið þá flugu í höfuðið,
að Jótinn vildi slást. Það var
ekkert með það, að Guðmundur
rétti Jótanum einn með beinni
hendi, svo að Jótinn flaug stein-
rotaður á borðið, og það allt í
mask, ásamt öllu því sem á því
var. Um leið fór allt á fleygi
ferð og áður en þeir félagar
vissu af voru þeir komnir út á
dansgólfið. Þar varð fyrir Guð-
mundi stór og mikill jóskur lög-
regluþjónn, sem sagði. — Ef þú
vilt slást meira, þá getur þú
slegist við mig. — Til er ég í
það, segir Guðmundur. En þá
stökkva félagar hans á hann og
halda honum, svo að ekkert varð
meira úr frekari slagsmálum.
Allt í einu voru þeir komnir út
á götu, og halda þá um borð.
Lögreglan lét aldrei sjá sig, í
þessum aðgerðum, því að þetta
mun hafa verið lögregluball.
En sögunni er ekki lokið, því
nokkru seinna kom lögregluþjónn
um borð og spurði hvort nokkur
af áhöfninni sé Finni. Þeir af
áhöfninni, sem fyrir svörum
urðu, sögðust engan Finna hafa
um borð, en Islending hefðu þeir.
Vildi lögregluþjónninn fá að tala
við Islendinginn og var kallað
á Guðmund. Spurði þá lögreglu-
þjónninn hann að því, hvort hann
hefði verið á balli á þessum stað,
á þessum tíma, og játaði Guð-
mundur því og spyr þá jafn-
framt hvort eitthvað væri að. —
Nei, sagði lögregluþjónninn en
það brotnaði þarna borð og fleira
og það kostar 50 kr. danskar.
Spurði síðan Guðmund, hvort
hann vildi borga það. Guðmund-
ur játar því, þar sem hann taldi
sig eiga sök á því að hlutirnir
hefðu brotnað, enda munaði hann
ekkert um það, þar sem hann
hafði ágætt kaup. Þar með var
málið úr sögunni.
Þegar Guðmundur var búinn
að vera ár á skipinu, henti hann
það óhapp að lenda með stóru
tá á öðrum fæti í glufu sem
myndast hafði í fótstall „kap-
stansins“. Fór táin það illla að
hún helmarðist. Guðmundur var
sendur upp á spítala, en þar
gerði læknirinn þá reginskyssu
355