Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Qupperneq 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Qupperneq 24
að sauma sárið saman. Þegar Guðmundur taldi sig orðinn góð- an í tánni.var hann sendur heim. Nokkru seinna sprakk sárið út og varð hann þá að fara aftur á spítalann, þar sem hann dvald- ist í 8 vikur. Að lokinni spítalavist var Guð- mundur búinn að missa af skip- rúminu og hélt til Kaupmanna- hafnar. Þar réði hann sig á „Mexico“, frá Öko Austur-Asíu- félaginu. Guðmundur og aðrir þeir sem á skipið réðust, héldu að þetta væri eitt af stóru skip- unum sem sigldu til Austurlanda eins og Kína, Japan o. fl. staða. En þegar til kom reyndist þetta vera fjögur þúsund tonna tank- ari, sem sigldi beint á New Jersey í Bandaríkjunum. Þegar þeir komu aftur til heimahafnar, létu þeir allir afskrá sig. Eftir þetta var Guðmundur í landi smá tíma. En þá kom í höfnina brezka skipið „Glen Sanda“ frá Glenline. Skipið hafði verið í Austurlandasiglingum en átti nú að fara til Bandaríkj- anna. Um borð í „Glen Sanda“ störfuðu milli 70—80 Kínverjar. í Bandaríkjunum voru þau lög, að ekkert skip sem til banda- rískrar hafnar kom, mátti hafa starfandi Kínverja um borð. Þetta enska skip varð því að skilja alla Kínverjana eftir í Danmörku og réði, samkvæmt enskum lögum, einn hvítan mann á móti hverjum tveimur Kín- verjum. Skipverjarnir, sem í Danmörku voru ráðnir, voru frá öllum Norðurlandaþjóðunum. Frá Danmörku sigldu þeir til Baltimor og lestuðu þar kol, sem þeir fóru með til Búneos Aires og tók siglingin um mánuð. Eftir að hafa losað kolin, héldu þeir upp fljótið til Rósario og voru þá komnir 400 mílur inn í land- ið. Þar lestuðu þeir 3—4 þús. tonn af lausu korni. En sökum djúpristu skipsins gátu þeir ekki lestað meira korn, svo að þeir héldu til Búenos Aires og lestuðu þar afganginn. Hún var skrýtin lestunin hjá þeim innfæddu. Um borð í skipið lágu tveir landgang- ar og gengu þeir innfæddu upp annan landganginn, hver með sinn hveitipoka á bakinu, sturt- uðu úr honum niður í lestina og héldu síðan með tóman pokann niður hinn landganginn. Með hveitið fór skipið til London en þar voru allir þeir, sem skráðst höfðu á skipið í Danmörku, af- skráðir. Það sögulegasta í túrn- um var að tveir danskir strákar struku af skipinu í Baltimor og í stað þeirra voru ráðnir Arabar. Eftir afskráninguna af því brezka, þurfti Guðmundur að vera smá tíma í landi, en réði sig þá á danska skipið „Sarma- tia“ og á því skipi var hann í 5 ár. Þeir sigldu aðallega suður eftir eins og til Púertó Ricó, Kúpu o. fl. staða. Á þetta skip réðist nisjafn lýður um borð. Þeir, sem að heiman komu, voru stutt, skiptu fljótlega um skip eða fóru annað. Það var á þessu skipi, sem Guðmundur minnist einnar land- göngu. Þeir höfðu farið frá Bandaríkjunum. Var fyrsta við- komuhöfn þeirra Port of Mexíkó, en þaðan héldu þeir lengra upp með fljótinu til Minatitlan. Þar fór Guðmundur ásamt þremur dönskum skipsfélögum sínum í land til að skemmta sér. Þeir fóru á veitingastað og höfðu náð sér í fjórar mexíkanskar „senjó- rítur“. Þau sátu saman við eitt af veitingarborðunum og létu fara vel um sig. Eftir að hafa verið þarna smá stund kom mexíkönsk „senjóríta" frá öðru borði yfir að þeirra borði og vill fá eina af þeirra dömum til að koma með sér yfir að sínu borði. En borðdaman þeirra er ekki á þeim buxunum og svar- ar aðkomudömunni einhverjum skammaryrðum. Aðkomudaman brást hin reiðasta við, greip tóma ölf lösku af borðinu og hugð- ist keyra hana í höfuð henni, en þá grípur einn Dananna í hand- legg hennar og þrífur af henni flöskuna. Koma þá ekki æðandi 3 Mexíkanar af Indjánakyni, stórir og miklir, og gerðu sig líklega til að ráðast á þá félaga. Guðmundur gerði sig kláran til að taka á móti þessum rumum, en varð þó ekki um sel, því hann vissi hversu fljótir þessir drjólar voru að grípa til hnífsins. En áður en til átaka kom stökk ein af „senjórítunum“ upp frá borð- inu, æddi á móti „köppunum“, baðaði út öllum öngum, stappaði niður fótunum og „bablaði" mik- ið. Og það undur skeði að Mexí- kanarnir urðu skíthræddir, hop- uðu á hæl og einn þeirra þreif stól á flóttanum, og setti hann eins og skjöld fyrir andlit sér. Þegar Guðmundur lauk veru sinni á „Sarmatiu“ árið 1932, var hann búinn að vera 8 ár að heiman. Þá hélt hann aftur heim til íslands og var fyrst smá stund í Reykjavík. Hélt síðan heim til foreldra sinna, sem þá voru flutt til Þingeyrar, og var þar fram á haust, en hélt þá aftur til Reykja- víkur og leigði sér herbergi á Herkastalanum. Vorið 1933 var farið að tala um að stofna Eimskipafélagið Isafold. Guðmundur brá sér af stað og hitti að máli Jón Kristó- fersson, sem þá var ráðinn skip- stjóri á „Eddu“, en hann og Guðmundur voru þremenningar. Guðmundur var ráðinn annar stýrimaður og fyrsti stýrimaður Þórður Hjartarson, en hann og Guðmundur eru systkinasynir. Aðalmennirnir, í þessari hluta- fjárstofnun voru Gunnar Guð- jónsson, Gísli Jónsson og Kveld- úlfur, auk þess lögðu allir af á- höfninni eitthvað fram til hluta- félagsins. Hlutafé Guðmundar var þrjátíuþúsund krónur. Síðan var „Eddan“ sótt út til Þýzka- lands, þar sem hún hafði verið keypt. Skipið var 1400 tonn að stærð, og var ætlað til saltfisk- flutninga til Miðjarðarhafslanda og þaðan með salt, eða eitthvað því um líkt heim aftur. Það var annan eða þriðja „túr“ þeirra á „Eddunni" að þeir komu við á heimleið í Englandi til að taka kol. Fyrsta höfn þeirra átti að vera Djúpivogur. Á heim- leiðinni fá þeir SV rudda með mikilli þoku. Á þessum tíma var VÍKIN6UK 356

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.